Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lækkun á gengi krónunnar hækkar verð á aðföngum í landbúnaði
Fréttir 7. apríl 2020

Lækkun á gengi krónunnar hækkar verð á aðföngum í landbúnaði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Innflytjendur áburðar, sáðvöru, rúlluplasta og kjarnfóðurs eru sammála um að nóg sé til af aðföngum í landinu og að þeir hafi ekki orðið varir við óeðlilegar hækkanir erlendis í kjölfar COVID-19 ástandsins. Þeir eru aftur á móti allir sammála um að lækkun á gengi íslensku krónunnar muni valda verðhækkunum.

Einar Guðmundsson hjá Búvís sem meðal annars flytur inn áburð og rúlluplast segist ekki hafa orðið var við neinar hækkanir á aðföngum frá erlendum birgjum sem geti talist óeðlilegar. „Gengi íslensku krónunnar hefur aftur á móti fallið mikið og það mun hækka verð hér á landi.“

Að sögn Einars er ekki til mikið af rúlluplasti en að Búvís eigi von á sendingu fljótlega. „Ég veit ekki betur en að hún sé á áætlun og eina hækkunin sem ég hef orðið var við er vegna lækkunar á genginu en ekki hjá birgjum erlendis. Verð á áburði er nokkurn veginn á áætlun og við eigum von á áburðarsendingu fljótlega. Verð á áburði hækkar alltaf þegar líður nær vori en ég hef ekki orðið var við neinar óeðlilegar hækkanir í kjölfar ástandsins vegna COVID-19. Eflaust hjálpar til að samningar um áburðaverð og flutning voru gerðir fyrir nokkrum mánuðum áður en núverandi ástand kom upp.

Eins og ég sé þetta fyrir mér þá er það helst þessi lækkun á genginu sem er að hækka verð til bænda en ekki hækkanir erlendis,“ segir Einar.

Nóg framboð að sáðvöru

Jóhannes Baldvin Jónsson hjá Líflandi segir að staðan á sáðvörum hjá þeim sé góð og ekki annað að sjá en að framboðið verði nægt í sumar. „Það er talsvert síðan við gengum frá okkar pöntunum og megnið að þeim komnar til landsins eða væntanlegar fljótlega. Framboðið er svipað og verið hefur og undanfarin ár.

Hvað verðið varðar er ekkert óeðlilegt að sjá erlendis frá og helst lækkun gengisins sem er að hækka verð.
Sama er að segja um kjarnfóðrið. Allar aðfangakeðjur eru í lagi og enginn skortur í sjónmáli hvað það varðar. Við höfum einnig gert ráð fyrir að taka heim stærri hráefnafarma en vant er til að hafa borð fyrir báru.“

Jóhannes segir afgreiðslu á áburði frá birgjum Líflands erlendis hafi tafist vegna manneklu hjá birgjunum sem er afleiðing af COVID-19 ástandinu. „Þeir hafa misst starfsfólk í sóttkví en sem betur fer hefur ræst aftur úr þeirri stöðu og verður áburðurinn kominn til landsins í byrjun maí.“

Engar óeðlilegar hækkanir erlendis

Sigurður Þór Sigurðsson hjá Fóðurblöndunni hefur svipaða sögu að segja. „Staðan hjá okkur hvað varðar fóður, áburð og sáðvöru er góð og nóg til. Við flytjum inn fóður reglulega og pössum okkur á að eiga nóg til af því og ekkert sem bendir til að svo verði ekki áfram. Sama er að segja um sáðvöru og áburð en það eru vörur sem þegar eru komnar eða að berast til landsins þessa dagana og næstu vikurnar. Ég sé því ekki fram á annað en að staðan sé í lagi og verði það áfram.

Verð á áburði og sáðvöru er svipað og það hefur verið. Verð á fóðri breytist frá degi til dags og ekkert óvenjulegt við það. Ég hef þó ekki verið að sjá neinar óvenjulegar hækkanir á markaði erlendis. Það er helst að lækkun íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum sé að gera okkur lífið erfitt og hækka verð.“

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...