Nýlega kom út myndband þar sem Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, segir frá helstu aðferðum við könglatínslu.
Nýlega kom út myndband þar sem Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, segir frá helstu aðferðum við könglatínslu.
Fréttir 19. október 2020

„Peningar sem vaxa á trjánum“

Höfundur: Hlynur Gauti Sigurðsson

Þau sígrænu tré sem mest eru notuð í skógrækt hérlendis eru stafafura og sitkagreni. Furan getur dafnað ágætlega á rýru landi þar sem lítinn annan gróður er að finna. Grenið gerir ögn meiri kröfur. 

Fyrir utan grænar nálar og stóran limaburð eiga tegundirnar það sameiginlegt að framleiða köngla. Þessir könglar eru svolítið ólíkir en eiga það sammerkt að vera uppspretta lífs, enda uppfullir af fræjum.

Grenitré drekkhlaðin könglum

Grenið nýtti sumarið sem leið til hins ýtrasta. Sjaldan hafa grenitré verið jafn drekkhlaðin könglum eins og nú í haust, sér í lagi á suðurvesturhluta landsins. Í hverjum köngli geta verið fjöldi tugir, jafnvel hundruð þroskaðra fræja. Hvert fræ hefur möguleika á að verða að tré. Það er reyndar snúið að komast að toppum trjánna þar sem könglarnir eru flestir en sums staðar má tína þá neðstu eða nota arm til að ná upp í tréð til að teygja greinarnar nær sér. Upp á könglana að gera er tilvalið að tína þá núna og alveg þangað til haustlægðirnar sópa þeim úr trjátoppunum. Þá væri hægt að koma þegar lægir og tína könglana upp úr skógarbotninum. 

Furan og grenið hafa ólíkar aðferðir við að koma afkomendum sínum á legg

Furan er ögn hófstilltari í könglaframleiðslu en grenið og nýtir flest sumur vel. Furan og grenið hafa ólíkar aðferðir við að koma afkomendum sínum á legg. Könglar á furu eru smærri en á greninu, eða um 3–5 cm að lengd. Furukönglar haldast einnig lengi á móðurtrénu og detta sjaldnast af því greinunum. Því getur stundum verið snúið að átta sig á hvaða köngull er gamall og hver er nýr. Þegar ætlunin er að tína furuköngla er best að tína ekki aðra köngla en þá sem eru yst á greinum trjánna. 

Nýtíndu könglarnir í lófanum eru mjög álitlegir frækönglar, en áhugavert er að sjá að einn köngull hangir enn á trénu (þessi litli í bakgrunninum, ofan við litla putta) en hann er jafngamall hinum en hefur einfaldlega ekki náð þroska. 

Fræ úr köngli af íslenskum trjám eru betur aðlöguð aðstæðum en innflutt

Íslensk fræ úr köngli eru betur aðlöguð íslenskum aðstæðum en innflutt, einfaldlega af þeirri ástæðu að móðurtréð hefur sýnt dug til þess að vaxa og dafna á Íslandi alla sína tíð og sýnt burði til að þola Ísland betur en tré sem ung féllu í valinn. Móðurtrén, þau tré sem nú bera köngla, koma víða að. Sitkagreni, sitkabastarður, hvítgreni og stafafura koma frá norðvesturhluta Ameríku/Alaska en rauðgrenið okkar er upprunnið í Skandinavíu. Nú hafa þau aldeilis sannað sig á íslenskri grundu. Sitkagreni er líklega það skógartré sem stærst getur orðið á Íslandi en skógaráhugamenn bíða í ofvæni eftir að sitkagrenið stóra (hæsta tré landsins, gróðursett 1949) á Kirkjubæjarklaustri brjóti 30 metra hæðamúrinn á allra næstu misserum?

Könglar af furu eru eftirsóttir

Rétt tíndir könglar af furu eru eftirsóttir enda mikil vöntun á góðu hráefni á markaðinn. Skógræktin, sem alla jafna er stærsti kaupandi fræja á Íslandi, kaupir stafafuruköngla ef um gott efni og drjúgt magn er að ræða og greiðir 1000 krónur fyrir hvert kíló. Passa þarf upp á kvæmaval og aldur könguls. Áhugasamir ættu að hafa samband við ráðgjafa Skógræktarinnar og leita nánari upplýsinga áður en farið er út að tína. Fyrir þá sem vilja nýta könglana sjálfir eru til ýmsar aðferðir við að klengja (ná fræjum úr köngli) og sá beint út í beran mel, móa eða hvar sem hentar. 

Grenikönglarnir eru fullir af fræjum

Gósentíð er hjá greni. Könglarnir eru fullir af fræjum. Hingað til hefur gefist mjög vel að sá fræjunum í bakka á gróðrarstöðvum en oft má líka koma til skógi með minni fyrirhöfn. Sé fræjum komið fyrir í passlega rofnu landi, þar sem beitardýr og nagdýr komast hvergi nærri, má vel alveg reikna með að upp úr fræjunum vaxi stór og stöndug tré. Skógar eru mikil auðlind og ekki bara eftirsóttir til útivistar eins og í Heiðmörk og Kjarnaskógi. Grenitré eru yfirleitt beinvaxta og eftirsóttur smíðaviður. Eitt grenitré getur því verið tugi þúsunda króna virði. Hvað ætli séu margar íslenskar krónur hangandi á trjánum um þessar mundir? 

Ýmsan fróðleik um fræsöfnun og meðhöndlun fræja má finna víða. T.d. á vef Skógræktarinnar, Landssamtaka skógareigenda og Skógræktarfélags Íslands.

Hlynur Gauti Sigurðsson

framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda. 

7 myndir:

Sjö milljarða króna baðlón og 100 herbergja hótel á teikniborðinu
Fréttir 24. nóvember 2020

Sjö milljarða króna baðlón og 100 herbergja hótel á teikniborðinu

Unnið er að útfærslu og fjármögnun á uppbyggingu baðlóns og 100 herbergja hótels...

Undirbúningur ferðaþjónustufyrirtækja fyrir endurreisnina
Fréttir 23. nóvember 2020

Undirbúningur ferðaþjónustufyrirtækja fyrir endurreisnina

Í byrjun næsta árs mun verkefnið Ratsjáin fara af stað, sem er hugsað fyrir stjó...

Þrátt fyrir COVID-19 verður árið líklega metár í sölu á jarð- og heyvinnutækjum
Fréttir 23. nóvember 2020

Þrátt fyrir COVID-19 verður árið líklega metár í sölu á jarð- og heyvinnutækjum

Eyjólfur Pétur Pálmason forstjóri Vélfangs segir að þrátt fyrir COVID-19 faraldu...

Meðalþyngd hefur aðeins einu sinni verið hærri
Fréttir 23. nóvember 2020

Meðalþyngd hefur aðeins einu sinni verið hærri

Aðeins einu sinni áður hefur meðalþyngd lamba hjá Norðlenska á Húsavík verið hær...

Hrútaskráin komin á vefinn
Fréttir 20. nóvember 2020

Hrútaskráin komin á vefinn

Skoða verður alvarlega nauðsyn þess að skera niður geitahópa á riðusmituðum sauðfjárbúum
Fréttir 20. nóvember 2020

Skoða verður alvarlega nauðsyn þess að skera niður geitahópa á riðusmituðum sauðfjárbúum

Nýlega hélt Geitfjárræktarfélag Íslands aðalfund. Anna María Flygenring var kjör...

Búið að skera niður 38 geitur og kið
Fréttir 20. nóvember 2020

Búið að skera niður 38 geitur og kið

Búið er að lóga 38 geitum og kiðum á bæjum á Norðurlandi þar sem riðuveiki hefur...

Lambasteik og mjúkar haframjölskökur
Fréttir 20. nóvember 2020

Lambasteik og mjúkar haframjölskökur

Að aflokinni sláturtíð er við hæfi að setja lambakjöt á matseðilinn. Ekki skemmi...