Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Loftmynd af Lambhaga.
Loftmynd af Lambhaga.
Mynd / Einkasafn
Fréttir 4. október 2022

„Hugur fylgdi ekki máli“

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir nokkrum vikum var greint frá því að fasteignafélagið Eik ætlaði að kaupa garðyrkjustöðvarnar Lambhaga í Úlfarsárdal og Lund í Mosfellsdal.

Kaupverð var áætlað 4,2 milljarðar króna. Nýverið var sagt frá því að Eik væri hætt við kaupin.

Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga og Lundar.

„Mín tilfinning er að þar hafi hugur ekki fylgt máli,“ segir Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og eigandi Lambhaga og Lundar. „Í upphafi stóð til að Eik keypti alla eignina og ég var tilbúinn í það en svo kom í ljós að sá áhugi var ekki til staðar þegar á reyndi og ég hef á tilfinningunni að það hafi eitthvað bjátað á í þeirra uppleggi og samningar gengu ekki upp.

Það er meira en að segja það að gerast bóndi og reka svona stóra stöð.“

Heldur mínu striki

Hafberg segir að eftir að slitnaði upp úr viðræðunum hafi hann ákveðið að halda sínu striki og stækka stöðina í Mosfellsdal. „Það er nóg að gera í garðyrkjunni.“

Aðspurður segir Hafberg að það hafi aðrir áhugasamir um kaupin haft samband við hann en að ekkert sé fast í hendi. „Það eru margir fiskar í sjónum en satt best að segja er ég ekki tilbúinn að láta þetta frá mér strax.“

Báðar eignir lögbýli

Lambhagavegur 23 á 11.944 fer- metra gróðurhús í Úlfarsárdal í Reykjavík auk íbúðarhúsnæðis og Laufskálar eiga lóð og fasteign í Lundi í Mosfellsdal, sem er 6.821 fermetri auk 14.300 fermetra byggingarheimildar. Í atvinnuhúsnæði félaganna fer fram grænmetisrækt Lambhaga ehf.

Bæði Lundur og Lambhagi eru lögbýli. Munurinn á lögbýli og annars konar býlum felst meðal annars í því að lögbýlum fylgir lagaleg festa og ekki er hægt að brjóta þau upp með eignarnámi nema eftir lögformlegum leiðum.

Staða lögbýla er sterk í Evrópu og litið á þau sem fæðufram- leiðslusvæði sem ekki má taka undir byggingarland nema við mjög sérstakar aðstæður og langt og strangt ferli.

Einkakaupréttur rann út

Eik hafði um tíma einkarétt á kaupunum en sá rann út í lok ágúst og fljótlega eftir það slitnaði upp úr viðræðunum.

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar.

Ekki náðist í Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóra fasteignafélagsins Eikar, við vinnslu fréttarinnar en þegar greint var frá kaupunum sagði hann í samtali við Bændablaðið að hugmyndin væri að báðar garðyrkjustöðvarnar yrðu leigðar áfram til rekstraraðila sem héldi áfram rekstri í þeim. Samhliða kaupum Eikar á fasteignunum myndi því annar aðili sjá um reksturinn.

„Fjárfestingin býður upp á vænlega arðsemi auk stuðnings við íslenska matvælaframleiðslu. Það er mat okkar að matvælaframleiðsla sé vaxandi atvinnugrein á Íslandi sökum fjölgunar íbúa og ferðamanna, auk þess sem viðskiptin falla vel að yfirlýstum markmiðum stjórnvalda, um að auka sjálfbærni og efla.“

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...