Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Árni Freyr Magnússon, sem átti hugmyndina að slagorðinu sem var kosið sem slagorð Rangárþings ytra, fékk afhenta gjafakörfu frá Sólrúnu Helgu Guðmundsdóttur, formanni atvinnu-, jafnréttis- og menningarmálanefndar sveitarfélagsins, þegar úrslit úr samkeppninni urðu ljós.
Árni Freyr Magnússon, sem átti hugmyndina að slagorðinu sem var kosið sem slagorð Rangárþings ytra, fékk afhenta gjafakörfu frá Sólrúnu Helgu Guðmundsdóttur, formanni atvinnu-, jafnréttis- og menningarmálanefndar sveitarfélagsins, þegar úrslit úr samkeppninni urðu ljós.
Mynd / Rangárþing ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið. Fjölmargar tillögur bárust en sú sem vann kom frá Árna Frey Magnússyni en það er slagorðið „Fyrir okkur öll“.

„Með slagorðinu finnst mér sveitarfélagið gefa það skýrt til kynna að í Rangárþingi ytra sé samfélag sem hugsi vel um íbúa en býður á sama tíma gesti og þá sem vilja setjast að í sveitarfélaginu velkomna. Slagorðið undirstrikar að sveitarfélaginu sé bæði annt um fyrirtæki og fjölskyldur og allar þær fjölmörgu atvinnugreinar sem einkenna fjölbreytt atvinnulíf sveitarfélagsins.

Einnig býr slagorðið til samheldnistilfinningu hjá íbúum og þá tilfinningu að íbúar séu hluti af heild og að við séum samfélag sem skilji engan út undan. Vilji sé þá hjá sveitarfélaginu til að vera til staðar „Fyrir okkur öll“, segir Árni Freyr.

Skylt efni: Rangárþing ytra

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...