Fréttir

Sápur og egg til sölu

„Það gengur mjög vel, sápurnar seljast eins og heitar lummur og fólk er mjög ánægt með þær. Þetta eru handgerðar sápur, sem ég bý til, sem innihalda tólg úr heimabyggð, auk lífrænna jurta og ilmkjarnaolíur,“ segir Maja Siska á bænum Skinnhúfu í Holtum í Rangárvallasýslu.

Ný lína frá Massey Ferguson væntanleg til landsins í haust

Á dögunum var ný dráttar­véla­lína frá Massey Ferguson kynnt til sögunnar sem ber heitið 8S. Mikið var um dýrðir í Ferguson-verksmiðjunum í Beauvais í Frakklandi þar sem vélarnar voru kynntar á alheimsfrum­sýningu.

Land lyftist í Húnaþingi

Jón Gíslason, bóndi á Stóra-Búrfelli í Húnaþingi, segist aldrei hafa séð nokkuð þessu líkt áður. „Það er ekki að sjá annað en að um 12 fermetra stór flötur hafi hreinlega rifnað og lyfst í heilu lagi og dottið aftur niður við hliðina á.“

Íslenskir sauðfjárbændur vilja sanngjörn kjör

Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), skrifaði fyrir helgi grein sem birtist á vef samtakanna þar sem settar eru fram kröfur um að afurðaverð til bænda fyrir dilkakjöt verði hækkað um 132 krónur á kílóið frá reiknuðu meðalverði á síðasta ári.

Ekið um með gæðavarning

„Það hefur gengið alveg glimrandi vel, viðtökur hvarvetna mjög góðar og við fáum hrós fyrir þetta framtak,“ segir Þór­hildur M. Jónsdóttir, verkefna­stjóri hjá Vörusmiðju BioPol á Skaga­strönd, en hún stýrir verkefninu Framleiðendur á ferðinni sem nú stendur y­fir.

Safnar frásögnum um ísbirni

Ísbjarnasögur er heiti á nýrri spurningaskrá sem Þjóðminjasafn Íslands sendir út um þessar mundir. Tilgangurinn með henni er að safna minningum fólks um ísbirni með áherslu á að rannsaka ferðir þeirra til Íslands í sögulegu og samtímalegu samhengi.

Dulinn doði er algengt vandamál

Doði er líklega einn þekktasti sjúk­dómurinn sem kýr fá, fyrir utan júgurbólgu, og er tíðni hans um það bil 5%. Tíðnin hækkar venjulega með aukinni nyt og aukinni tíðni mjaltaskeiða en kýr á fyrsta mjaltaskeiði fá sjaldan þennan sjúkdóm þar sem þær mjólka minna og líkami þeirra er betur fær um að takast á við breyttar aðstæður en líkamar eldri kúa.