Fréttir

Ösnum stolið í stórum stíl

Þjófnaður á ösnum er vaxandi vandamál í Afríkuríkinu Kenía og er nú svo komið að kirkjunnar menn í landinu hafa stigið fram og sagt að stöðva verði atferlið. Ekki sé nóg að sárafátækir bændur hafi ekki ráð á að missa asnana því það sé bæði ólöglegt og synd að stela.

Aðfanganotkun landbúnaðarins 40,8 milljarðar

Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands lækkaði framleiðsluvirði landbúnaðar á Íslandi um 3% árið 2018. Heildarframleiðsluvirði land­búnaðarins fyrir árið 2018 var 60,9 milljarðar á grunnverði að meðtöldum vörustyrkjum en að frátöldum vörusköttum.

Sæði úr Velli frá Snartarstöðum í Núpasveit var vinsælast

Sæðistökuvertíðinni hjá Sauð­fjár­sæðingastöðinni í Þorleifskoti í Laugardælum lauk 21. desember síðastliðinn. Mest af sæði var sent úr Velli 18-835 frá Snartarstöðum í Núpasveit, eða í 1.755 ær.

Umtalsverð verðlækkun og aukið vöruúrval áburðartegunda

Þeir áburðarsalar sem flytja inn áburð á tún bænda hafa gefið út verðskrár sínar fyrir þetta ár. Þeir eru sammála um að nokkur lækkun hafi orðið á vörunum frá síðasta ári.

Jón Gnarr ræðir efni Bændablaðsins og ýmislegt annað

„Ég segi það alveg hreint út og í heiðarleika…“ fullyrðir Jón Gnarr sem flettir brakandi fersku Bændablaði og ræðir meðal annars um yfirheyrsluaðferðir bandarískra rannsóknarlögreglumanna...

Kapers eru bragðmiklir blómhnappar

Ólíkt flestum öðrum plöntu­afurðum er kapers ekki aldin, lauf eða fræ plöntunnar sem það er komið af. Alvöru kapers er blómhnappurinn sem tíndur er af áður en hann opnar sig og blómstrar. Neysla á kapers á sér langa hefð í löndunum við botn Miðjarðarhafsins og í Litlu-Asíu þaðan sem plantan er upprunnin.

Bóndadagsblóm

Bóndadagurinn markar upphaf þorra, sem er einn harðasti vetrar­mán­uð­urinn hér á landi. Þorri hefst 24. janúar og honum lýkur 23. febrúar, á konudaginn.