Fréttir

Stöðugt framboð kryddjurta allt árið

Það er óhætt að segja að þegar Gróðrarstöðin Ártangi hóf framleiðslu og sölu á ferskum kryddjurtum í lok árs 2013 hafi það gjörbreytt landslaginu hvað varðar framboð á ferskum kryddjurtum á Íslandi.

Hortensía – gamaldags en sívinsæl glæsiplanta

Hortensía (Hydrangea macrophylla) hefur verið notuð hér á landi sem stofublóm í rúmlega hundrað ár. Hortensían virðist fara í gegnum tímabil mismikilla vinsælda, stundum mikið notuð og stundum ekki en á þó ávallt tryggan aðdáendahóp. Hortensía hefur komist aftur í tísku undanfarin ár.

Slökunartónlist fyrir plöntur

Árið 1976 sendi tón­list­armaðurinn Mort Garson frá sér verk sem kallast Mother Earth’s Plantasia. Garson sem er látinn var og er enn lítt þekktur raftónlistarmaður og tónlistin á Mother Earth’s Plantasia var að hans sögn samin fyrir plöntur.

Alls voru flutt inn 2.526 tonn af grænmeti á fyrstu fimm mánuðum ársins

Umtalsverður innflutningur var á grænmeti á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Í lok maí var búið að flytja inn samtals rúm 2.526 tonn af grænmeti til Íslands. Það er nærri 8% aukning miðað við fimm mánaða meðaltal ársins 2018.

Innlend jarðarberjaframleiðsla hefur dregist heldur saman vegna aukinnar samkeppni

Það vakti talsverða athygli fyrir um tveimur árum þegar garðyrkjustöðin Silfurtún á Flúðum bauð fólki að koma í..

Sala á íslensku svínakjöti jókst lítillega í maí

Sala á svínakjöti frá íslenskum bændum jókst um 1% í maí borið saman við söluna í maí 2018. Í tölum Búnaðarstofu Mast kemur fram ...

Chia-plantan sem grafin var úr gleymsku

Chia var ein af megin nytjaplöntum Azteka í Mið-Ameríku fyrir komu Evrópumanna. Spánverjar bönnuðu ræktun plöntunnar af trúarlegum ástæðum en fækkun innfæddra vegna sjúkdóma varð til þess að plantan hvarf nánast úr ræktun. Núna, fimm hundruð árum seinna, eru vinsældir chia-fræja slík að framleiðsla þeirra annar vart eftirspurn.