Fréttir

Haustverkin í kringum ljósabúnað ökutækja

Nú er kominn sá tími árs að þeir sem ekki eru með öll ljós í lagi skera sig úr í umferðinni. Haustlægðirnar byrjaðar að vökva malarvegi með tilheyrandi drulluaustri upp á farartæki svo að ekki sést hvort ljós séu kveikt eða ekki.

Segull 67 brugghús hlýtur umhverfisviðurkenninguna Bláskelina

Þann 1. september veitti umhverfis- og auðlinda­ráð­herra umhverfisviðurkenninguna Bláskelina fyrir framúrskarandi plast­lausa lausn.

Piparskott

Piparskott (Peperomia) er samheiti yfir fjölda skyldra tegunda sem eru fremur smágerðar, þéttvaxnar, fjöl­ærar jurtir með sígrænt lauf. Tegundir þessar eru skyldar piparjurtinni en eru ekki notaðar til matar. Náttúruleg heimkynni þeirra flestra eru Mið- og Suður- Ameríka en nokkrar tegundir vaxa villtar í Afríku.

Samið um aukið tollfrelsi en yfirgnæfandi hluti viðskipta Íslands hefur verið í formi innflutnings

Samningar um fríverslun milli EFTA-ríkjanna fjögurra og aðildarríkja Mercosur, þ.e. Argentínu, Brasilíu, Úrúgvæ og Paragvæ, voru undirritaðir 23. ágúst síðastliðinn. Kemur þessi samnings-undirritun í kjölfar undirritunar Mercosur-ríkjanna við Evrópusambandið 12. júlí.

Krossfiskum fjölgar hratt við Spánarstrendur

Stjórnvöld í Galisíu á norðvestan­verðum Spáni hafa lýst yfir stríði á hendur krossfiskum sem fjölga sér hratt við strendur héraðsins og éta þar allt sem að kjafti kemur. Svæðið byggir afkomu sína að hluta til á kræklings­eldi og skelfiskveiðum.

Dairy Campus – Þróunarsetur hollenskrar mjólkurframleiðslu

Það dylst fáum að Hollendingar eru afar framarlega þegar kemur að mjólkurframleiðslu og þó svo afurðasemi kúnna þar sé ekki sérlega mikil, þá hafa hollenskir kúabændur náð að aðlagast afar vel að breyttum framleiðsluskilyrðum og nýjum áskorunum frá Evrópusambandinu.

30 ára bændaskógar í Biskupstungum

Margt breytist í íslenskri sveit á þriðjungi úr öld. Gróðurfar, landbúnaður, áherslur í skógrækt og veðurfar sveiflast til.