Fréttir

Aðgerðarpakki sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna áhrifa COVID-19

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnarðarráðherra, kynnti í morgun 15 aðgerðir á sviði landbúnaðar og og sjávarútvegs til að bregðast við áhrifum COVID-19 veirunnar á þessar greinar.

Ættum við að hertaka skosku eyjarnar?

Á Hjaltlandseyjum má finna örnefni nánast á íslensku frá búsetu víkinga og Norðmanna. Eldri eru þó minjar um pikta, sem byggðu eyjarnar þegar víkingar mættu á svæðið. Elsta merkið um byggð er rúmlega 6000 ára gamall sorphaugur, svo það er greinilega ekki nýtt vandamál að úrgangurinn okkar sé lengi að hverfa.

Róttækar aðgerðir Auðhumlu til að tryggja framleiðsluferla

Auðhumla hefur sent mjólkurframleiðendum tilkynningu um að víða hafi verið gripið til róttækra aðgerða til að tryggja framleiðsluferla Mjólkursamsölunnar og Auðhumlu. Öllum samlögum hafi til að mynda verið lokað utanaðkomandi.

Þrif samkvæmt fyrirmælum landlæknis áður en framleiðsla má halda áfram

Komi upp COVID-19 smit við matvælaframleiðslu ber tafarlaust að senda starfsfólk í sóttkví og þrífa vinnustaðinn samkvæmt tilmælum landlæknis áður en starfsemi getur haldið áfram. Ólíklegt er að vírusinn berist með matvælum.

Er fæðuöryggi okkar tryggt á tímum kórónuveirunnar?

Samtal við Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubónda og formann BÍ, og Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar.

Ánamaðkar þrífast illa í jarðvegi með miklu plasti

Rannsóknir á ánamöðkum sýna að þeir þrífast illa í jarðvegi sem er mengaður af plasti eða míkróplastögnum.

Vill að Ísland verði lífrænt - fyrst ríkja

Karen Jónsdóttir á og rekur Kaja Organics á Akranesi. Karen tileinkaði sér lífrænan lífstíl þegar hún veiktist fyrir allmörgum árum.

Erlent