Fréttir

Aðilaskipti að greiðslumarki sauðfjár óheimil frá 1. júní

Samkvæmt tilkynningu sem Matvælastofnun hefur gefið út, verða aðilaskipti að greiðslumarki sauðfjár óheimil frá og með 1. júní 2019. Er það í samræmi við breytingu á búvörulögum sem samþykkt var á Alþingi 15. maí síðastliðinn.

Aukin ökuréttindi, lærdómur sem kemur öllum vel

Daginn eftir 17 ára afmælið mitt fékk ég bílpróf, prófið var á bíl sem mátti hlaða allt að 5.000 kg og á fólksflutningabíl með farþega upp að 16 án gjaldtöku.

Hjólað í vinnuna

Nú stendur yfir átakið Hjólað í vinnuna, dagana 8. til 28. maí, sem Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur staðið fyrir síðan 2003. Fyrsta árið stóð þessi keppnisleikur í 5 daga og voru liðin það ár 71 og hjóluðu samtals 16 hringi kringum landið.

Lakasta uppskera í áratug og fæðuskortur í landinu

Uppskera í Norður-Kóreu hefur verið lítil undanfarinn tíu ár en var með allra minnsta móti á síðasta ári. Talið er að hátt í tíu milljón manns í landinu sem lifi við skort þurfi enn að herða sultarólina.

Vill jöfnun raforkuverðs milli þéttbýlis og dreifbýlis

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti ályktun á fundi sínum 9. maí um að beina því til ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar að raforkuverð í dreifbýli og þéttbýli verði jafnað.

Skáblað í garðinn og stofuna

Áhugafólk um pottaplöntur, sem hefur farið mjög fjölgandi undanfarin misseri og ár, þekkir vel til ýmissa afbrigða begónía. Þessar blómríku plöntur bjóða upp á mikið litaúrval og ekki spillir fyrir að laufblöðin eru oft mjög litrík og sérkennileg.

Mikil gróska í hvala- og náttúruskoðun

„Það er oft mjög mikið líf hér við höfnina og þá sérstaklega á sumrin, suma daga liggja skip á öllum hafnarköntum og margt fólk á ferli á hafnarsvæðinu,“ segir Þórir Örn Gunnars­son, hafnarstjóri í Húsa­víkurhöfn.