Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Húsin í vistvæna og sjálfbæra Hurdal-bæjarkjarnanum í Noregi eru sérstök að mörgu leyti þar sem orka frá sólu er notuð til að hita þau upp og þau eru einangruð með sérstakri trjátrefjaeinangrun.
Húsin í vistvæna og sjálfbæra Hurdal-bæjarkjarnanum í Noregi eru sérstök að mörgu leyti þar sem orka frá sólu er notuð til að hita þau upp og þau eru einangruð með sérstakri trjátrefjaeinangrun.
Mynd / Filago
Líf&Starf 23. febrúar 2016

Vistvænt og sjálfbært samfélag

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Í bæjarfélaginu Hurdal í Austur-Noregi er nú fyrsti vistvæni bæjarkjarninn í byggingu sem samanstendur af íbúðarhúsum byggðum úr náttúrulegum efnum, bóndabæ og vistvænni sameiginlegri miðstöð steinsnar frá íbúðabyggðinni. 
 
Áætlað er að um 500 manns muni flytja inn í bæjarkjarnann á næstu árum þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og lífsgæði.
 
Allar íbúðir í fyrsta áfanga seldar
 
Allar íbúðir í fyrsta byggingarstiginu eru seldar og nú eru íbúar í um 70 íbúðum í vistvæna- og sjálfbæra-Hurdal. Um páskana koma 130 íbúðir til viðbótar í sölu en öll húsin sem byggð eru dansa í takt við náttúruna ef svo er hægt að komast að orði, en þau eru án allra eiturefna, drifin áfram á orku frá sólu og við og möguleiki er á að klæða húsin að utan með viðhaldsfríum efnivið. Hér fær umhverfistæknifræði að njóta sín þar sem fundnar hafa verið margar nýjar lausnir til að gera bæjarkjarnann að veruleika. 
„Upphafið að verkefninu má rekja aftur til ársins 1990 þegar hópur fólks frá Austur-Noregi höfðu ákveðna sýn um öðruvísi og sjálfbærari hátt til að búa og lifa við. Þessir aðilar höfðu séð og upplifað álíka samfélag og það dreymdi um í Skotlandi. Upp úr því var átta árum síðar stofnað félagið Kilden Økosamfunn þar sem byrjað var á að leita að stað til að  byrja á fyrsta vistvæna- og sjálfbæra bæjarkjarna Noregs,“ útskýrir Kristin Klaveness, upplýsingafulltrúi Filago, sem á og sér um verkefnið.
 
Engin venjuleg hús
 
Leitað var til sveitarfélagsins Hurdal um samstarf sem er í um klukkutíma fjarlægð frá Ósló. Þar varð ákjósanlegt landsvæði við sveitabæ fyrir valinu og árið 2003 var búið að byggja átta lítil hús á svæðinu. 
„Það tók 20 ár að koma þessari hugmynd almennilega í framkvæmd og hafði á þeim tíma kostað mikla vinnu þar sem huga þurfti að mörgum nýjum útfærslum. Sögulegum áfanga í þessu ferli var náð haustið 2013 þegar hús í fyrsta áfanga voru næstum öll seld án nokkurrar markaðssetningar,“ segir Kristin, en fermetraverðið á húsunum er í kringum 500 þúsund krónur íslenskar.
 
„Núna eru 130 íbúðir á teikniborðinu og mikill áhugi á svæðinu. Það eru bæði Norðmenn og til dæmis Danir og fólk frá Belgíu sem hefur nú flutt inn í Hurdal og eru á mismunandi stöðum í lífinu, það er jafnt fullorðið fólk sem og fólk með ung börn. Húsin eru allt annað en venjuleg hús, þau eru hituð upp með sólarsellum, inni í þeim eru viðarofnar með sápusteini sem heldur vel hitanum og þau eru einangruð með svokallaðri trjátrefjaeinangrun. Þannig að við tölum jafnan um að húsin í Hurdal andi og lifi í eiginlegri merkingu orðanna.“
 
Margar hugmyndir og endalausir möguleikar
 
Kristín leggur áherslu á að leiðin að vistvæna-Hurdal sé búin að vera löng og ströng en að ferlið hafi jafnframt verið mjög lærdómsríkt. Filago hefur í hyggju að byggja upp fleiri vistvæna og sjálfbæra landsbæi í Noregi.
 
„Verkefnið hefur fengið mikla athygli og ekki hvað síst eftir að ríkissjónvarpið NRK vildi gera raunveruleikaþætti um samfélagið sem hefur fengið mikið áhorf. Einnig hefur verið komið á sjálfbæru-hátíðinni sem verður framvegis haldin hvert sumar og fékk mikla athygli á síðasta ári þar sem fólk víðs vegar að úr þjóðfélaginu kom til að upplifa Hurdal-samfélagið.“ 
 
Sífellt færist meira og meira líf yfir landsbæinn þar sem eru öflug íbúasamtök, fólk sameinast um að nýta bíla sína, þar er svokölluð framtíðarsmiðja þar sem búið er að opna kaffihús og bakarí, þar er einnig íþróttasalur og fleira er fyrirhugað í sameiginlega húsnæðinu sem er 2.400 fermetrar að stærð. 
 
„Það er hægt að leigja sér aðstöðu í framtíðarsmiðjunni og þar er til dæmis „græn læknamiðstöð“ og fyrirtækið Green sleep sem selur dýnur og sængur úr 100% náttúrulegum efnum til að auka svefngæði viðskiptavina sinna. Einnig er öflugur garðahópur í bænum þar sem meðlimir hjálpa hver öðrum að rækta hin ýmsu matvæli og skiptast á reynslusögum. Síðasta sumar var prófað að bjóða upp á áskriftarleið á fersku lífrænt ræktuðu grænmeti sem framleitt er í Hurdal, pakkað í kassa og með uppskriftahefti með hugmyndum sem féll í góðan jarðveg. Það er mjög jákvætt fólk sem hefur flutt hingað og móttækilegt fyrir nýjum hugmyndum svo ég myndi segja að það sé mikil gróska á svæðinu og spennandi tímar fram undan með fleiri íbúum,“ segir Kristin, sem keypti sér sjálf íbúð í Hurdal í fyrra og líkar búsetan þar vel. 

5 myndir:

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...