Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Jón Svavar Þórðarson bóndi við ölkeldukranann. Með honum eru nokkur af barnabörnum hans Jónas Emil, Steinunn Lára, Jón Svavar og Soffía Margrét.
Jón Svavar Þórðarson bóndi við ölkeldukranann. Með honum eru nokkur af barnabörnum hans Jónas Emil, Steinunn Lára, Jón Svavar og Soffía Margrét.
Líf&Starf 3. september 2014

Þúsundir ferðamanna heimsækja ölkeldu á Snæfellsnesi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bærinn Ölkelda í Staðarsveit er kennd við uppsprettu við bæinn sem í er ölkelduvatn. Jón Svavar Þórðarson bóndi og Kristján bróðir hans létu fyrir allmörgum árum bora fyrir heitu vatni á hlaðinu við bæinn en í stað heits vatns kom upp ölkelduvatn.

„Á 30 metra dýpi var komið niður á æð en stað þess að fá upp heitt vatn kom upp kalt ölkelduvatn. Við settum krana á holuna og í dag er stanslaus straumur hingað til að smakka á vatninu, einkabílar og rútur fullar af ferðafólki. Ég hef ekki tekið nákvæmlega saman hversu margir ferðamenn heimsækja staðinn en heimilisfólkið hér giskar á að hingað komi að minnsta kosti 10.000 manns á ári til að fá sér sopa.“

Svavar segir að hann hafi síðar borað nokkrar holur eftir heitu vatni fjær bænum, þar af tvær 800 m djúpar, og í dag hafi hann aðgang að rúmum sekúndulítra af 50 °C heitu vatni.

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...