Jón Svavar Þórðarson bóndi við ölkeldukranann. Með honum eru nokkur af barnabörnum hans Jónas Emil, Steinunn Lára, Jón Svavar og Soffía Margrét.
Jón Svavar Þórðarson bóndi við ölkeldukranann. Með honum eru nokkur af barnabörnum hans Jónas Emil, Steinunn Lára, Jón Svavar og Soffía Margrét.
Fólk 3. september 2014

Þúsundir ferðamanna heimsækja ölkeldu á Snæfellsnesi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bærinn Ölkelda í Staðarsveit er kennd við uppsprettu við bæinn sem í er ölkelduvatn. Jón Svavar Þórðarson bóndi og Kristján bróðir hans létu fyrir allmörgum árum bora fyrir heitu vatni á hlaðinu við bæinn en í stað heits vatns kom upp ölkelduvatn.

„Á 30 metra dýpi var komið niður á æð en stað þess að fá upp heitt vatn kom upp kalt ölkelduvatn. Við settum krana á holuna og í dag er stanslaus straumur hingað til að smakka á vatninu, einkabílar og rútur fullar af ferðafólki. Ég hef ekki tekið nákvæmlega saman hversu margir ferðamenn heimsækja staðinn en heimilisfólkið hér giskar á að hingað komi að minnsta kosti 10.000 manns á ári til að fá sér sopa.“

Svavar segir að hann hafi síðar borað nokkrar holur eftir heitu vatni fjær bænum, þar af tvær 800 m djúpar, og í dag hafi hann aðgang að rúmum sekúndulítra af 50 °C heitu vatni.

Vill gera sælkeramatargerð aðgengilegri
Fólk 17. desember 2020

Vill gera sælkeramatargerð aðgengilegri

Síðastliðinn þriðjudag streymdi íslenskt lambakjöt þriðja matreiðsluþættinum í s...

Myndir og textar haldast í hendur
Fólk 15. desember 2020

Myndir og textar haldast í hendur

Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring hafa endurnýjað kynnin í bókagerð nýrrar...

Fjöldi rafrænna listviðburða fyrir grunnskólanemendur um allt land
Fólk 17. nóvember 2020

Fjöldi rafrænna listviðburða fyrir grunnskólanemendur um allt land

„Það er virkilega ánægjulegt að geta miðlað svo fjölbreyttum og faglegum listvið...

„Þetta var í hæsta máta mjög sérstakt og forvitnilegt“
Fólk 19. október 2020

„Þetta var í hæsta máta mjög sérstakt og forvitnilegt“

„Mér finnst að þessi saga eigi erindi til fólks. Aðstæður Íslendinga nú eru auðv...

Íslensk náttúra í lykilhlutverki
Fólk 29. september 2020

Íslensk náttúra í lykilhlutverki

Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á Stóru-Ásgeirsá í Vestur-Húnavatnssýslu, gaf nýle...

Eini íslenski garðyrkjubóndinn sem ræktar sellerí til sölu í stórmörkuðum
Fólk 21. september 2020

Eini íslenski garðyrkjubóndinn sem ræktar sellerí til sölu í stórmörkuðum

Á Hverabakka II á Flúðum reka þau Þorleifur Jóhannesson og Sjöfn Sigurðardóttir ...

Lögleg heimaslátrun styður bændur í Bandaríkjunum
Fólk 14. nóvember 2019

Lögleg heimaslátrun styður bændur í Bandaríkjunum

Á vordögum 2019 birtust nokkrar greinar í Bændablaðinu [8., 9., 10. og 12. tbl. ...

Fær bændur til að nýta rekstur sinn til hins ýtrasta og hugsa í nýsköpun
Fólk 12. nóvember 2019

Fær bændur til að nýta rekstur sinn til hins ýtrasta og hugsa í nýsköpun

Árangur verkefna sem fylkisstjórinn í Nordland-fylki í Noregi hefur staðið fyrir...