Fólk

Einn hektari getur gefið af sér tæpt tonn af svínakjöti

Einn umsvifamesti kornræktandi landsins er svínabóndinn Björgvin Þór Harðarson í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á bökkum Stóru-Laxár. Hann og fjölskylda hans, sem stendur á bak við svínabúið, hefur á undanförnum árum markað sér heildstæða nálgun á búskapinn þar sem slagorðið er frá „akri í maga“.

Líf og fjör í Grobbholti við Húsavík

Það hefur heldur betur verið líf og fjör í Grobbholti liðna daga, en þangað hafa leik- og grunnskólabörn af Húsavík ásamt öðrum góðum gestum komið og litið á litlu lömbin sem þar skoppa nú um að minnsta kosti bráðum grænar grundir.

Blast – en ekki plast

Fimm nemendur við Háskólann í Reykjavík í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja er að skoða möguleikann á að vinna með íslenskt bygg þar sem ræktun þess hefur náð ágætri kjölfestu á síðasta áratugnum. Nýsköpun með erfðabreytt bygg hefur verið á mikilli uppleið og ræktun á lífrænu byggi er í uppsveiflu.

Bakað blómkáls-taco og lambakóróna

Bakað, blómkáls-taco getur verið skemmtileg tilbreyting frá hakkréttum sem oftast eru notaðir í svokallaða taco-rétti; bragðmikil máltíð sem byggir á grænmeti og er hollt og ferskt.

Blesastaðir 1a

„Við fluttum á Blesastaði árið 1997. Þá var hér rekið myndarlegt kúabú sem við breyttum yfir í hrossarækt strax á fyrsta árinu.Við fáum um 20 folöld á ári sem svo flest eru seld einhvern tíma á lífsleiðinni,“ segja ábúendurnir.

Íslensk náttúra séð í gegnum linsu blaðamanns

Áskell Þórisson, blaðamaður, opnar ljósmyndasýningu í Gallerí Vest, Hagamel 67, í Vesturbæ Reykjavíkur, föstudaginn 22. maí.

Harðfiskur og kartöfluflögur

Á undanförnum árum hefur verið unnið að hugmynd að íslensku nasli með íslensku hráefni, sem innblásið er af hinum breska þjóðarrétti „fish and chips“. Íslenska útgáfan er hins vegar ekki djúpsteiktur fiskur og franskar kartöflur, heldur harðfiskur og kartöfluflögur. Stefnt er á alþjóðlega markaðssetningu á næstu vikum.