Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Menningarveisla Sólheima
Fólk 2. júní 2015

Menningarveisla Sólheima

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sólheimar fagna í ár 85 ára afmæli og verður Menningarveisla sett í  10. skipti laugardaginn 6. júní kl. 13.00.

Ómar Ragnarsson heiðra samfélagið með nærveru sinni og opna Menningarveisluna með formlegum hætti. Það eru allir velkomnir á opnunina en þá verða sýningar formlega opnaðar og verða fyrstu tónleikar Menningarveislunnar með íbúum Sólheima. 

Metnaðarfull dagskrá hefur verið undirbúin og mun veislan standa fram til 22 ágúst. Í ár eru 30 ár síðan Reynir Pétur gekk hringinn í kringum Ísland með eftirminnilegum hætti. 

Sett hefur verið upp sýning í íþróttaleikhúsi Sólheima til að minnast þess merka atburðar, en íþróttaleikhúsið er einmitt sú bygging sem safnað var fyrir með göngunni.

Ljósmyndasýningar hafa verið settar upp, umhverfistengdar sýningar eru í Sesseljuhúsi auk þess sem fræðandi og skemmtilegir fyrirlestrar verða í boði í allt sumar. 

Sýning á listmunum íbúa verður í Ingustofu, en þar verður að finna verk sem íbúar hafa unnið á vinnustofum Sólheima. Tónleikar eru alla laugardaga í Sólheimakirkju þar sem fjölbreyttur hópur listamanna mun koma fram. Lögð hefur verið sérstök áhersla á fjölbreytileika í dagskrá Menningarveislunnar og mun t.d. Háskólalestin koma í heimsókn, hestadagar verða í boði, brúðuleikhús og sænskur fjöllistahópur svo eitthvað sé nefnt. 

Það eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, ókeypis er á alla viðburði og er það von íbúa Sólheima að sem flestir komi í heimsókn og njóta þess einstaka samfélags sem Sólheimar er og fagni með okkur 85 ára afmælisárinu.

Skylt efni: Sólheimar | hátíð | uppákomur

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Fólk 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Fólk 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Fólk 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Fólk 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Fólk 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Fólk 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Fólk 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Fólk 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...