Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýja þvottavélin hefur hlotið nafnið AI Ecobubble og ef vel er leitað hérlendis má sjálfsagt finna þann grip.
Nýja þvottavélin hefur hlotið nafnið AI Ecobubble og ef vel er leitað hérlendis má sjálfsagt finna þann grip.
Menning 7. febrúar 2023

Örplast ætlar alla að drepa

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Eitt af mörgum vandamálum heimsins er víst örplastið. Þessar litlu agnir sem finnast hvarvetna núorðið, bæði í neysluvatni, skolpi og jafnvel svífandi um loftið, þökk sé gerviefnum teppa, sófa eða annars ófagnaðar sem okkur þykir nauðsynlegur.

Taka skal þó fram að neysluvatn víðast á Íslandi er úr lindum sem síast hafa í gegnum jarðlög á löngum tíma. Er því afar ólíklegt að slíkt vatn innihaldi plastagnir eða aðrar trefjar enn sem komið er.

Við viljum auðvitað að allt sé sem hreinast og fínast hjá okkur og á meðan við drekkum okkar (enn þá) tiltölulega örplasts- og trefjalausa lindarvatn stingum við gjarnan í þvottavélina. Setjum svo í þurrkarann. En þarna leynast akkúrat þessir smágerðu óvinir. Til dæmis, ef þvottavél er fyllt þvotti úr gerviefni (einum versta mengunarvaldinum) leysast rúmlega 700.00 þúsund örtrefja út í skolvatnið.

Að minnsta kosti samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var af teymi Plymouth-háskólans í Bretlandi fyrir um fimm árum. Þvottur sem settur er í þurrkara er svo enn frekari skaðvaldur, en loftið sem kemur úr því er jafnan gegnsósa af þessum litlu óvinum okkar.

Og hvað getum við gert?

Með þetta í huga hafa framleiðendur þvottavéla og þurrkara reynt að haga hönnun sinni og þróun tækja í þá áttina að okkur muni ekki beinlínis lifandi drepa.

Nýverið kynnti fyrirtækið Samsung nýstárlega þvottavél fyrir neytendum sínum, nefnilega þvottavél sem á að draga úr þessum örplastsfaraldri.egir svo í fréttatilkynningu:

„Snemma á síðasta ári hittust yfirmenn frá Samsung og fatafyrirtækinu Patagonia til að hefja viðræður um þróun lausnar með það fyrir augum að minnka losun örplasts úr fötum við þvott. Örplast hefur mikil og skaðleg áhrif á umhverfið og ógnar ekki aðeins vistkerfi hafsins heldur einnig heilsu manna. Talið er að á hafsbotninum einum séu yfir 14 milljónir tonna af örplasti, þar sem 35 prósent af örplasti sjávar koma úr þvotti fatnaðar gerviefna. Vísindamenn hafa einnig komist að því að menn neyta jafngildis eins kreditkorts af örplasti vikulega úr loftinu sem við öndum að okkur og vatninu sem við drekkum". (Þá bandarískir borgarar, ekki við íslensku).

Tæknilegur sannleikur

Til viðbótar við samstarf fyrirtækis Patagoniu komu að hönnuninni umhverfisverndarsamtökin Ocean Wise Plastics Lab. Þau tóku sig til og gátu sannreynt þróun tæknideildar Samsung þegar kom að prófunum er vörðuðu árangursríkustu þvotta- aðferðina til að draga úr úthellingu örplasts – sem og staðalinn til að mæla hversu áhrifarík lækkunin var.

Forsvarsmenn Samsung vilja svo minna fólk á að í stað þess að þvo lítið magn af fötum oft er skynsamlegra að þvo mikið magn fatnaðar í einu og velja lægra vatnshitastig fyrir föt sem eru ekki of skítug, en slíkt getur sparað bæði orku og vatnsmagnið sem notað er.

En þetta vita nú margir.

Drögum úr mengun, notum minna þvottaefni ...

Að auki, og einnig sem margir vita, minna hinir sömu forsvarsmenn á að ekki er ráðlegt að nota of mikið þvottaefni við þvott og segja stoltir frá því að þvottavélar Samsung séu með gervigreindarþvottastillingu sem mælir þyngd þvottarins og óhreinindi til að nota sjálfkrafa rétt magn af þvottaefni. Til viðbótar við það að draga verulega úr örtrefjamengun.

Með framleiðslu IFA 2022 sýndu forsvarsmenn Samsung ekki aðeins hversu framarlega þeir eru er kemur að tækninýjungum, heldur hvaða áherslur þeir hafa á framtíðarsýn sína í þágu umhverfisins.

Í stefnu fyrirtækisins kemur fram að þeir muni halda ótrauðir áfram að gera jörðina heilbrigðari og hjálpa notendum að gera slíkt hið sama með samstarfi sem flestra og þá nýstárlegum vörum.

Skylt efni: örplast

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....