Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Þau Víkingur Leon Þórðarson og Emelía Íris Benediktsdóttir í hlutverkum sínum.
Þau Víkingur Leon Þórðarson og Emelía Íris Benediktsdóttir í hlutverkum sínum.
Menning 28. apríl 2023

Dýrið & Blíða

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Blönduóss kynnir með stolti fjölskyldusýninguna Dýrið og Blíðu, sem þekkist á enskunni sem Beauty and the Beast.

Dýrið/Prinsinn: Víkingur Leon Þórðarson. Skuggar: Óskar Sólberg Róbertsson og Baltasar Guðmundsson.

Er þetta fyrsta sýning leikfélagsins í níu ár og segir forynjan Eva Guðbjartsdóttir að mikil eftirvænting sé í fólki að stíga á sviðið. Sigurður Líndal leikstýrir en honum er innan handar eiginkonan Greta Clough.

Í leikhópnum eru níu manns og er Eva vongóð um að takist að rétta úr kútnum eftir langa hríð og hefja hið blómlega leikstarf sem áður einkenndi Leikfélag

Blönduóss. Lengi vel var frumsýnt annað hvert ár, þá í kringum páskana eða sumardaginn fyrsta, en síðastliðin ár hafa Covid og svo áfall í samfélaginu litað starfsemi leikfélagsins. Gaman væri að fjölga meðlimum leikfélagsins svo og fólki sem hefur áhuga á að vinna bakvið tjöldin – sviðsmenn, sminkur, ljósamenn ... allir sem áhuga hafa er því hér með boðnir velkomnir.

Blíða: Emelía Íris Benediktsdóttir.

Eva segir að nokkuð sé um að vanti fólk á milli tvítugs og fertugs, en Emilía Íris Benediktsdóttir, aðalleikona verksins um Dýrið og Blíðu, er rétt þrettán ára gömul Hvammstangamær sem áður hafði gert góða hluti í leiklistinni þar í bæ. Tekið skal fram að mótleikari hennar er tvítugur, og sagan því ekki jafn mikill rómans og oft.

Áhugavert er að segja frá því að árið 1897 var fyrsta leiksýningin sett upp á Blönduósi, „Kómedía“, og voru flytjendur liðsmenn „Leikfimifélags Blönduóss“.

Árið 1944 var leikfélagið svo formlega stofnað og starfaði nánast óslitið fram að aldamótum, sýning sett upp hvert einasta ár. Langar Evu að endurvekja þennan kraft samfélagsins sem kemur einnig fram í 1. árgangi Húnavöku árið 1961, grein eftir Tómas R. Jónsson „Það er áreiðanlega ósk og von okkar allra að leikstarfsemi megi eflast og þroskast hér á Blönduósi í framtíðinni til skemmtunar og menningarauka fyrir héraðsbúa. Til þess að það megi verða er fyrsta og aðalskilyrðið það, að hér rísi upp fyrirhugað félagsheimili, með nægilega rúmgóðu leiksviði, búningsherbergjum og geymslum. Slík breyting á öllum aðstæðum mundi hvetja uppvaxandi æskufólk og starfandi leikfélag til stærri átaka. Stærri og fjölbreyttari verkefni yrðu tekin til meðferðar, og þá mundi auðveldara að fá hingað hæfa leikstjóra og tjaldamálara en nú er.

Sýningar á Dýrinu og Blíðu verða fjórar talsins – enda tekið tillit til sauðburðar – en þær verða dagana 29. apríl- 3. maí. Eva er bjartsýn á framhaldið og segir að félagið hafi nýverið gert 3 ára samning við Húnabyggð þar sem stefnt er á að sýna annað hvert ár, en að auki verið með námskeiðshald og annað þess utan. Kostnaður er mikill við sýningar og því sé gaman að bjóða upp á minni viðburði, skemmtikvöld og annað þar sem t.d. verði sýnt upptekið efni síðustu áratuga er viðkoma leikfélaginu.

Er von til þess að það kveiki undir frekari áhuga þeirra sem hafa einhvern hug á að ganga til liðs við leikfélagið enda er tilvera leiklistar jafnan sálin og lífið í samfélögum.

Frú Klemma kaupakona: Anna Margrét Jónsdóttir.

Jens: Pálmi Ragnarsson, Jakob: Hafþór Örn Laursen Ólason.

Gala galdraþula / Maríanna Þorgríms- dóttir.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...