Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Grilluð fiskispjót og hjónabandssæla
Matarkrókurinn 22. júní 2021

Grilluð fiskispjót og hjónabandssæla

Grilluð fiskispjót eru frábær kostur fyrir kvöldmatinn þegar þú hefur ekki tíma til að marínera og elda kjöt. Ekki þarf að marínera fisk lengi, í raun er fiskur í sítrussafa eldunaraðferð í Suður-Ameríku. Dýfið spjótunum í sterkt krydd eftir smekk, sem búið er til með ólífuolíu, sítrónusafa, hvítlauk, kúmeni og chilidufti, þræðið síðan upp á tein og bakið í ofurheitum ofni eða setjið á grillið.

Fyrir maríneringuna
½ bolli ólífuolía
3 msk. sítrónusafi
1 msk. rautt chiliduft
1 tsk. kúmen duft
½ tsk. túrmerik duft
½ tsk. hvítlauksduft
Salt - eftir smekk

Fiskspjót
Þéttur hvítur fiskur (þorskur, langa, lúða o.fl.)
1 stk. græn paprika
1 lítill rauðlaukur

Aðferð

Kryddmarínering: Þeytið allt saman í skál og leggið til hliðar. Ef þið notið tréspjót, gætið þess að leggja þau áður í vatn í 10 mínútur.

Hitið ofninn í 200 gráður. Raðið á stóra bökunarplötu með smjörpappír og setjið til hliðar.

Skerið fiskinn, paprikuna og laukinn í þykka teninga og bætið þeim í skál. Bætið helmingnum af tilbúinni kryddmaríneringu og blandið til að húða fiskinn og grænmetið vel. Hvílið í 10 mínútur.

Þræðið fiskinn og grænmetið til skiptis upp á tein (4-6) og setjið það síðan á bökunarplötuna.

Bakið í 12-15 mínútur og snúið teini einu sinni um miðjan bökunartíma. Ef þið viljið er hægt að kveikja á grillinu síðustu tvær mínúturnar í eldun til að fá lit á fiskinn. Ekki elda of mikið því þá verður hann of harður.

Hve lengi á að elda grillaðan lax?

Fiskurinn festist við ristina í fyrstu, en eftir um það bil 6 til 8 mínútur verður húðin skörp og losnar náttúrlega og gerir það auðvelt að snúa yfir á hina hliðina í aðeins 1-2 mínútur á seinni hliðinni.

Við hvaða hitastig er best að grilla lax?

Hvernig á að segja til um hvenær grillaður lax er tilbúinn. Grillaður fiskur er soðinn þegar hann er 65 gráður, en hann mun halda áfram að eldast þegar þú hefur dregið hann af grillinu eða ofninum. Til að tryggja að fiskurinn þinn sé ekki of soðinn er hann tekinn af grillinu þegar hann er 60-65 gráður og láta hann síðan hvíla í nokkrar mínútur áður en roðið er tekið af og fiskurinn framreiddur.

Sósur til að bera fram með grilluðum laxi

Best er að velja kaldar sósur

Til dæmis:

  • tartarsósu
  • mangó ávaxtasalsa
  • dill sýrðan rjóma
  • heimalagað basilikupestó
  • bragðbætt smjör

Grillaður lax
Penslið laxinn með olíu og eldið hann um 90 prósent með roðhliðinni niður þar til það losnar auðveldlega frá grillinu, í um það bil 6-8 mínútur áður en þú snýrð yfir á hina hliðina í 2-4 mínútur í viðbót.

4 stk. bitar af laxaflöki
2 msk. olía
2 tsk. salt
2 tsk. ný malaður svartur pipar
1 sítróna skorin í bita

Undirbúið grillið. Penslið eldunargrindurnar, passið að þær séu hreinar og lokið lokinu fyrir hita.

Húðið laxaflökin með olíu og kryddið jafnt með salti og svörtum pipar. Grillið lax í 6-8 mínútur eða þar til fiskurinn lýsist á litinn, verður þéttari viðkomu og þú getur lyft flökunum af eldunargrindunum án þess að þeir festist.

Snúið laxinum við, lokið grillinu og eldið í 65 gráður, eða um það bil 2-4 mínútur. Setjið á fatið til að hvíla í 1-2 mínútur og berið fram með sítrónu og kaldri sósu.

Jarðarberja- og rabarbara-hjónabandssæla
Hægt er að leika sér með gömlu góðu hjónabandssæluna með að bæta jarðarberjum og smá engifer í sultuna og er þá kominn nær nýr réttur.

2 bollar haframjöl
2 bollar hveiti
2 bollar hrásykur (gott að blanda með púðursykri)
2 bollar möndlumjöl
2 tsk. matarsóti
2 egg

Unnið í matvinnsluvél og svo bætt við 250 g af íslensku smjöri í teningum.

Þetta er uppskrift í tvær kökur eða nokkrar litlar. Setjið rúmlega helming í botninn á forminu. Þrýstið ofan í smurt form eða pönnu. Ofan á er rabarbarasultu smurt og hinum helmingnum af deiginu dreift yfir sultuna. Bakað við 200 gráður í um 30 mínútur.

Heilsteikt blómkál með tahini sesammauki og tómatsalsa
Matarkrókurinn 9. júlí 2021

Heilsteikt blómkál með tahini sesammauki og tómatsalsa

Blómkál er líklega uppáhalds­grænmeti margra og hægt að borða það á hverjum degi...

Íslenskir tómatar eru frábærir
Matarkrókurinn 2. júlí 2021

Íslenskir tómatar eru frábærir

Íslensku tómatarnir eru frábærir og oft marglitir í ýmsum stærðum, mikið hefur a...

Grilluð fiskispjót og hjónabandssæla
Matarkrókurinn 22. júní 2021

Grilluð fiskispjót og hjónabandssæla

Grilluð fiskispjót eru frábær kostur fyrir kvöldmatinn þegar þú hefur ekki tíma ...

Egg og orkustykki fyrir fólk á ferðinni
Matarkrókurinn 7. júní 2021

Egg og orkustykki fyrir fólk á ferðinni

„Deviled egg“ er klassísk eggja­uppskrift og fullkomin fyrir aukna orku. Uppskri...

Próteinríkt  nautakjöts- og kjúklingabaunasalat
Matarkrókurinn 26. maí 2021

Próteinríkt nautakjöts- og kjúklingabaunasalat

Lykillinn að vel heppnuðum nautakjötsrétti er eldun á háum hita fyrst, svo að læ...

Heilgrilluð nautalund
Matarkrókurinn 30. apríl 2021

Heilgrilluð nautalund

Ein besta nautasteikin er nautalund og oft hægt að gera góð kaup á heilli lund f...

Grillað lambakjöt með hvítlauk og rósmarín
Matarkrókurinn 31. mars 2021

Grillað lambakjöt með hvítlauk og rósmarín

Að grilla lambakjötið á þennan hátt er fljótlegra og auðveldara, sumsé að hafa k...

Grænmeti og möndluhjúpaður kjúlli
Matarkrókurinn 12. mars 2021

Grænmeti og möndluhjúpaður kjúlli

Við skulum vera heiðarleg, grænmetismeðlæti getur orðið einhæft og stundum erfit...