Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Dómnefndin: Guðlín Ósk Bragadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Gréta Björg Jakobsdóttir með verðlaunamyndirnar.
Dómnefndin: Guðlín Ósk Bragadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Gréta Björg Jakobsdóttir með verðlaunamyndirnar.
Líf og starf 16. mars 2020

Tíu grunnskólanemar unnu til verðlauna í árlegri teiknisamkeppni

Nú liggja fyrir úrslit í teiknisamkeppni 4. bekkinga en um er ræða keppni sem haldin er í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn ár hvert.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra tók þátt í valinu á verðlaunamyndunum og var einstaklega stolt af sköpunarkrafti og hugmyndaflugi nemendanna og sagði keppni sem þessa vera mikilvæga og hvetjandi fyrir bæði nemendur og kennara.

Verðlaunamyndirnar tíu, en allar myndir er jafnframt að finna á vef verkefnisins skolamjolk.is.

Rúmlega 1.500 myndir bárust frá 62 skólum

Metþátttaka var í keppninni þetta skólaárið en rúmlega 1.500 myndir bárust frá 62 skólum alls staðar að af landinu. Tíu myndir voru valdar úr þessum mikla fjölda og hafa skólastjórnendum í viðkomandi skólum verið færð gleðitíðindin.

Peningagjöf frá Mjólkursamsölunni

Verðlaunahöfum eru veitt viðurkenningar­skjöl fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá Mjólkursamsölunni. Verðlaunaféð rennur óskipt í bekkjarsjóð viðkomandi og getur bekkurinn nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag saman og efla liðsheild í samráði við umsjónarkennara og skólastjórnendur.

„Myndefnið í keppninni er sem fyrr frjálst en má gjarnan tengjast mjólk og íslensku sveitinni eða hollustu og heilbrigði og er óhætt að segja að kýr og mjólkurfernur séu vinsælustu viðfangsefnin,“ segir Gréta Björg Jakobsdóttir, markaðsfulltrúi MS og einn af fulltrúum í dómnefnd keppninnar. „Hugmyndirnar eru óþrjótandi og hæfileikarnir með ólíkindum hjá 9 og 10 ára nemendum sem leggja margir hverjir gríðarlegan metnað í myndirnar sínar og eru núna að uppskera.“

Vinningshafar í teiknisamkeppninni skólaárið 2019–2020 eru:

  • Akvelina Darta Bruvere, Hrafnagilsskóla
  • Álfrún Lóa Jónsdóttir, Hamraskóla
  • Hanna Katrín Magnúsdóttir, Melaskóla
  • Jón Emil Christophsson, Öxarfjarðarskóla
  • Katrín Kristinsdóttir, Fellaskóla Reykjavík
  • Katrín Líf Sigurðardóttir, Setbergsskóla
  • Natalía Björk Kowalska, Árbæjarskóla
  • Steinunn Ingvadóttir, Melaskóla
  • Telma Lind Hákonardóttir, Holtaskóla
  • Ugne Skyriute, Fellaskóla Reykjavík

Dómnefndin þakkar 4. bekkingum kærlega fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum og skólunum þeirra innilega til hamingju.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...