Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Kjötafurðir af forystufé hafa ekki verið nýttar til manneldis að neinu marki en einungis eru um 80–100 forystufé slátrað á hverju hausti.
Kjötafurðir af forystufé hafa ekki verið nýttar til manneldis að neinu marki en einungis eru um 80–100 forystufé slátrað á hverju hausti.
Mynd / Fræðasetur um forystufé
Líf og starf 22. september 2023

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Matvælasjóður úthlutaði Fræða­setri um forystufé, sem staðsett er á Svalbarði í Þistilfirði, styrk að upp­hæð 3.000.000 kr. til að markaðs­setja og þróa gæða kjötafurðir af forystufé.

Einir Björn Ragnarsson, matvælafræðingur og kjötiðnaðarmaður.
Mynd / Aðsend.

Að verkefninu standa matvælafræðingarnir Arnkell Arason og Einir Björn Ragnarsson í samstarfi við Daníel Hansen, umsjónarmann fræðasetursins.

Forystufé með fágæta eiginleika

Á heimasíðu fræðasetursins kemur fram að frá upphafi byggðar hefur forystufé verið órjúfanlegur hluti af sauðfjárhaldi Íslendinga og sé í miklum metum hjá sauðfjárbændum þar sem féð er talið búa yfir ákveðnum hæfileikum. Það þykir t.d. vera með sérstaka forystueiginleika, fer fyrir hópi sauðfjár og leiðir það í skjól í vondum veðrum.

Það þykir einnig vera harðgerðara en annað fé, háfættara og meira í vexti og hafa hæfileika til að finna á sér veðrabrigði, sem var verðmætur eiginleiki í beitarbúskap fyrri tíma. Álíka hegðunarmynstur sé hvergi þekkt í heiminum og því séu þessir eiginleikar afar fágætir.

Stofn forystufjár er lítill, eða einungis um 1.500 talsins, og er skilgreint sem sérstakur stofn sauðfjár innan Bændasamtaka Íslands.

Kjötið fínlegt og bragðgott

Bændablaðið náði tali af Daníel Hansen, sem staddur var á ullarráðstefnu í Kaupmannahöfn, og forvitnaðist nánar um þetta verkefni.

Daníel segir að hugmyndin að verkefninu hafi kviknað þegar þeir Arnkell hittust austur á Egilsstöðum. „Ég var staddur á sýningu austur á Egilsstöðum þar sem ég var að kynna nokkrar afurðir af forystufé, tvíreykt hangikjöt og snakkpylsur, þegar við Arnkell tókum tal saman. Hann sýndi þessu mikinn áhuga og úr varð þessi hugmynd að þróa kjötafurðir af forystufé sem lúxus matvöru.

Spurður út í hver sé munurinn á kjöti af forystufé og sauðfé segir Daníel að bragðið sé öðruvísi.

„Það er mikið minna kjöt á forystufé, það er fituminna og bæði bragð og áferð er öðruvísi. Þetta er fínlegt og mjög bragðgott kjöt, mætti segja að það sé mitt á milli þess að vera geitakjöt og kindakjöt.“

Úthlutað var úr sjóðnum fyrr í sumar og hefur hugmyndavinna hafist um hvernig best sé að verka og þurrka kjötið. Einir Björn Ragnarsson, matvælafræðingur og kjötiðnaðarmaður, mun sjá um þær tilraunir. „Við höfum nokkrar hugmyndir um hvernig best sé að verka og þurrka kjötið. Við munum byrja á því að sjá hvað gerist þegar við hengjum kjötið upp án allra bragðefna, hvað náttúran gerir við það og hvernig gæðin breytast við það. Það eru líka uppi humyndir um að láta kjötið hanga með salti eða kryddi. Þetta eru lítil læri, þau minnstu eru eins og hálft venjulegt lambalæri, en vegna þess spái ég því að salt og krydd gangi vel inn í kjötið og bragðið njóti sín enn betur. Við munum nýta haustið til að prófa okkur áfram og fáum einnig innblástur frá aðferðum erlendis.“

Takmarkað upplag

Hingað til hafa kjötafurðir af forystufé ekki verið nýttar til manneldis að neinu marki en einungis eru um 80–100 forystufé slátrað á hverju hausti og því ljóst að framleiðslan verður í litlu magni og árstíðabundin. „Efniviðurinn er ekki mikill, þar sem stofninn er lítill og það er til takmarkað upplag af lærum af forystufé,“ segir Einir.

Aðspurður segir Einir að stefnt verði að því að bjóða upp á vöru sem hægt verði að borða hráa, líkt parmaskinku. Vonandi verði einnig hægt að bjóða upp á hátíðarsteik, sem verður sérstaklega bragðmikil.

Kona í fremstu röð
Líf og starf 8. desember 2023

Kona í fremstu röð

Bændablaðið fékk til prufu nýjustu útgáfu af rafmagnsbílnum Hyundai Kona í Style...

Hátíðarbragur með jólastjörnum
Líf og starf 7. desember 2023

Hátíðarbragur með jólastjörnum

Jólastjarna er eitt vinsælasta jólablómið á Íslandi. Þessa dagana eru jólastjörn...

Svipmyndir frá afmælisráðstefnu
Líf og starf 6. desember 2023

Svipmyndir frá afmælisráðstefnu

Fjölmennt og góðmennt var á afmælisráðstefnu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ...

Guðni á Þverlæk heiðraður
Líf og starf 5. desember 2023

Guðni á Þverlæk heiðraður

Guðni Guðmundsson, bóndi á bænum Þverlæk í Holtum í Rangárþingi ytra, var á dögu...

Pink Iceland og Skriðuklaustur verðlaunuð
Líf og starf 4. desember 2023

Pink Iceland og Skriðuklaustur verðlaunuð

Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar voru nýlega veitt á 25 ára afmælisráðstefnu...

Jólamarkaðir í desember
Líf og starf 30. nóvember 2023

Jólamarkaðir í desember

Hinn árlegi Jólamarkaður Miðjunnar verður haldinn í Framsýnarsalnum 1. desember ...

Gráhegri
Líf og starf 29. nóvember 2023

Gráhegri

Gráhegri er stór, háfættur og hálslangur vaðfugl. Hann er nokkuð útbreiddur um E...

Margur er smala krókurinn
Líf og starf 28. nóvember 2023

Margur er smala krókurinn

Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands (SFÍ) hélt fjárhundakeppni sína, Spaða...