Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stokkurinn inniheldur 52 spil með upplýsingum um grasnytjar og þjóðtrú tegundanna ásamt latínuheiti, gróðurlendi og ætt.
Stokkurinn inniheldur 52 spil með upplýsingum um grasnytjar og þjóðtrú tegundanna ásamt latínuheiti, gróðurlendi og ætt.
Líf og starf 22. júlí 2021

Spil sem miðlar þekkingu um plöntur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Flóruspilið gengur út á að læra að þekkja algengar íslenskar plöntutegundir. Stokkurinn inniheldur 52 spil og regluspjald. Spilið er í anda spilsins veiðimaður þar sem markmiðið er að safna fjögurra spila samstæðum.


Á spilunum eru upplýsingar um grasnytjar og þjóðtrú tegundanna ásamt latínuheiti, gróðurlendi og ætt. Spilið er hugsað til fróðleiks og skemmtunar. Stokkurinn er stærri en hefðbundinn spilastokkur vegna fræðslunnar sem fylgir. Spilið er í A6 stærð eða 10,5 x 14,7 sentímetrar. Blómamynd eftir listamanninn Eggert Pétursson skreytir spilin og umbúðirnar og kemur spilið í fallegri öskju.


Í spilinu er spilað með þrettán plöntutegundir og ef vel gengur með fyrsta stokkinn munu bætast við fleiri stokkar með nýjum tegundum á næstu árum. Guðrún Bjarnadóttir, hjá Hespuhúsinu, höfundur og útgefandi spilsins, segir að hugmyndin að spilinu eigi uppruna sinn í því að hún hafi verið að kenna plöntugreiningu í fjölmörg ár og farið með fólk í fræðslugöngur um plöntur. „Mér til hálfgerðrar skelfingar áttaði ég mig á því hversu almennt er að fólk þekkir ekki algengustu plönturnar í náttúrunni í kringum okkur. Flest fólk býr í borgum og bæjum og tengslin við náttúruna eru að rofna. Spilið, sem er unnið upp úr bókinni Grasnytjar á Íslandi, þjóðtrú og saga sem kom út árið 2018, er því viðleitni til að vekja áhuga fólks á plöntum og um leið að miðla smá fróðleik um þær. Stefnt er að því að gefa spilið út á ensku og pólsku með haustinu.“ Flóruspilið fæst í Hespuhúsinu sem er staðsett rétt fyrir utan Selfoss og hægt er að panta það á www.hespa.is og fá upplýsingar um spilið og verslanir sem hafa spilið í sölu.

Skylt efni: Spil | plöntutegundir

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...

Viðburðaríkt ár framundan
Líf og starf 3. apríl 2024

Viðburðaríkt ár framundan

Landbúnaðarsafn Íslands rekur sögu sína til ársins 1940, þegar komið var upp saf...