Stokkurinn inniheldur 52 spil með upplýsingum um grasnytjar og þjóðtrú tegundanna ásamt latínuheiti, gróðurlendi og ætt.
Stokkurinn inniheldur 52 spil með upplýsingum um grasnytjar og þjóðtrú tegundanna ásamt latínuheiti, gróðurlendi og ætt.
Líf og starf 22. júlí 2021

Spil sem miðlar þekkingu um plöntur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Flóruspilið gengur út á að læra að þekkja algengar íslenskar plöntutegundir. Stokkurinn inniheldur 52 spil og regluspjald. Spilið er í anda spilsins veiðimaður þar sem markmiðið er að safna fjögurra spila samstæðum.


Á spilunum eru upplýsingar um grasnytjar og þjóðtrú tegundanna ásamt latínuheiti, gróðurlendi og ætt. Spilið er hugsað til fróðleiks og skemmtunar. Stokkurinn er stærri en hefðbundinn spilastokkur vegna fræðslunnar sem fylgir. Spilið er í A6 stærð eða 10,5 x 14,7 sentímetrar. Blómamynd eftir listamanninn Eggert Pétursson skreytir spilin og umbúðirnar og kemur spilið í fallegri öskju.


Í spilinu er spilað með þrettán plöntutegundir og ef vel gengur með fyrsta stokkinn munu bætast við fleiri stokkar með nýjum tegundum á næstu árum. Guðrún Bjarnadóttir, hjá Hespuhúsinu, höfundur og útgefandi spilsins, segir að hugmyndin að spilinu eigi uppruna sinn í því að hún hafi verið að kenna plöntugreiningu í fjölmörg ár og farið með fólk í fræðslugöngur um plöntur. „Mér til hálfgerðrar skelfingar áttaði ég mig á því hversu almennt er að fólk þekkir ekki algengustu plönturnar í náttúrunni í kringum okkur. Flest fólk býr í borgum og bæjum og tengslin við náttúruna eru að rofna. Spilið, sem er unnið upp úr bókinni Grasnytjar á Íslandi, þjóðtrú og saga sem kom út árið 2018, er því viðleitni til að vekja áhuga fólks á plöntum og um leið að miðla smá fróðleik um þær. Stefnt er að því að gefa spilið út á ensku og pólsku með haustinu.“ Flóruspilið fæst í Hespuhúsinu sem er staðsett rétt fyrir utan Selfoss og hægt er að panta það á www.hespa.is og fá upplýsingar um spilið og verslanir sem hafa spilið í sölu.

Skylt efni: Spil | plöntutegundir

Bændur í Bónorðsför
Líf og starf 26. júlí 2021

Bændur í Bónorðsför

Þýska sjónvarpsstöðin RTL heldur um taumana á einum ástsælasta raunveruleikaþætt...

Fjölbreytt sambland af dýra­um­hirðu og kennslu ólíkra listforma
Líf og starf 23. júlí 2021

Fjölbreytt sambland af dýra­um­hirðu og kennslu ólíkra listforma

Sóldís Einarsdóttir, myndlistarkennari, hestakona, hundaþjálfari og hundasnyrtir...

Listi yfir prjónaband
Líf og starf 22. júlí 2021

Listi yfir prjónaband

Áhugi fólks á að prjóna og hekla er gríðarlegur og úrvalið af bandi sömuleiðis m...

Buðu hestamönnum í saltkjötsveislu
Líf og starf 22. júlí 2021

Buðu hestamönnum í saltkjötsveislu

Um hundrað manns mættu til veisluhalda á Króksstöðum í Eyjafjarðarsveit á dögunu...

Spil sem miðlar þekkingu um plöntur
Líf og starf 22. júlí 2021

Spil sem miðlar þekkingu um plöntur

Flóruspilið gengur út á að læra að þekkja algengar íslenskar plöntutegundir. Sto...

Lífsstílslitaðar tískubylgjur eða fordæmi komandi kynslóða?
Líf og starf 22. júlí 2021

Lífsstílslitaðar tískubylgjur eða fordæmi komandi kynslóða?

Með flokkun, moltugerð og almennri meðvitund þegar kemur að því að bjarga heimin...

Gersemar sendar til varðveislu
Líf og starf 22. júlí 2021

Gersemar sendar til varðveislu

Gersemar og gögn úr geymslu Bændasamtakanna send í varðveislu – níu bretti til Þ...

Hraða gerð deiliskipulags vegna nýrra lóða í haust
Líf og starf 21. júlí 2021

Hraða gerð deiliskipulags vegna nýrra lóða í haust

Mikil eftirspurn er eftir lóðum í Varmahlíð í Skagafirði. Þrjár lóðir voru auglý...