Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Ögurballið 2021
Líf og starf 20. júlí 2021

Ögurballið 2021

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hið árlega Ögurball var haldið í Ögri við Ísafjarðardjúp laugardaginn 17. júlí sl. og fór vel fram í blíðskaparveðri. Hljómsveitin Þórunn & Halli tróðu upp að vanda en þau hafa spilað óslitið á Ögurballi frá 1999 og eru æviráðin. Erpur Eyvindarson tróð svo upp í hléi, en hann hefur verið svonefndur pásutrúður ballsins í fjölmörg ár.

Á Ögurballi koma kynslóðirnar saman og skemmta sér á alvöru gamaldags sveitaballi þar sem hefðirnar og rómantík svífur yfir vötnum. Ögurball teygir sig orðið yfir heila helgi, með ýmsum atriðum og er einn vinsælasti viðburður sumarsins á Vestfjörðum. Ballið er haldið í samkomuhúsi sveitarinnar sem var byggt 1925. Andlit Ögurballsins er sendiherra viðburðarins og í ár var það Mosfellingurinn Una Hildardóttir sem leiðbeindi nýliðum í sveitaballamenningu um góða siði, stuð og ósvikna stemningu.

Thelma Rut Hafliðadóttir einn skipuleggjenda segir langa hefð fyrir þessu fornfræga balli: „Fyrir tíma nútíma samgangna gerðu Djúpmenn sér ferð í Ögur til að sletta úr klaufunum, oftast sjóleiðina og dönsuðu fram á morgun. Ballgestir fengu svo rabarbaragraut með rjóma áður en þeir fengu ferðaleyfi heim til að skerpa ögn á þeim."

Skylt efni: Ögurball

Framtíðargreining matvæla  í ferðaþjónustu
Líf og starf 20. október 2021

Framtíðargreining matvæla í ferðaþjónustu

Ráðstefna á vegum Nordic Food in Tourism var haldið á Egilsstöðum 30. september ...

Keyptu 70 rafbíla á einu bretti
Líf og starf 20. október 2021

Keyptu 70 rafbíla á einu bretti

Höldur-Bílaleiga Akureyrar festi kaup á 70 rafbílum á dögunum, en um er að ræða ...

Á Grenivík vantar húsnæði og fólk til starfa
Líf og starf 20. október 2021

Á Grenivík vantar húsnæði og fólk til starfa

„Staðan hjá okkur er sú að það vantar húsnæði og einnig fólk til starfa,“ segir ...

Lögfræðingur og læknir sem stunda sjálfsþurftarbúskap á Fjarkastokki við Þykkvabæ
Líf og starf 14. október 2021

Lögfræðingur og læknir sem stunda sjálfsþurftarbúskap á Fjarkastokki við Þykkvabæ

Bærinn Fjarkastokkur stendur á bökkum Hólsár, skammt fyrir ofan Þykkvabæ í Rangá...

Bókaunnendur athugið!
Líf og starf 14. október 2021

Bókaunnendur athugið!

Frásagnarlist hefur fylgt mann­kyninu frá alda öðli og þykir greinarhöfundi fátt...

Afkastageta aukin um 40% og fullvinnsla eykst bæði á fóðurbætiefni og til manneldis
Líf og starf 12. október 2021

Afkastageta aukin um 40% og fullvinnsla eykst bæði á fóðurbætiefni og til manneldis

Framkvæmdir hafa staðið yfir við stækkun verksmiðju Íslenska kalkþörungafélagsin...

Betri búrekstur með loftslagsvænni landbúnaði
Líf og starf 12. október 2021

Betri búrekstur með loftslagsvænni landbúnaði

Loftslagsvænn landbúnaður, sam­starfsverkefni stjórnvalda, Ráðgjafarmiðstöðvar l...

Lionskonur í Eyjafjarðarsveit söfnuðu birkifræi
Líf og starf 11. október 2021

Lionskonur í Eyjafjarðarsveit söfnuðu birkifræi

Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit lagði Skógræktinni og Landgræðslunni lið ...