Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ögurballið 2021
Líf og starf 20. júlí 2021

Ögurballið 2021

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hið árlega Ögurball var haldið í Ögri við Ísafjarðardjúp laugardaginn 17. júlí sl. og fór vel fram í blíðskaparveðri. Hljómsveitin Þórunn & Halli tróðu upp að vanda en þau hafa spilað óslitið á Ögurballi frá 1999 og eru æviráðin. Erpur Eyvindarson tróð svo upp í hléi, en hann hefur verið svonefndur pásutrúður ballsins í fjölmörg ár.

Á Ögurballi koma kynslóðirnar saman og skemmta sér á alvöru gamaldags sveitaballi þar sem hefðirnar og rómantík svífur yfir vötnum. Ögurball teygir sig orðið yfir heila helgi, með ýmsum atriðum og er einn vinsælasti viðburður sumarsins á Vestfjörðum. Ballið er haldið í samkomuhúsi sveitarinnar sem var byggt 1925. Andlit Ögurballsins er sendiherra viðburðarins og í ár var það Mosfellingurinn Una Hildardóttir sem leiðbeindi nýliðum í sveitaballamenningu um góða siði, stuð og ósvikna stemningu.

Thelma Rut Hafliðadóttir einn skipuleggjenda segir langa hefð fyrir þessu fornfræga balli: „Fyrir tíma nútíma samgangna gerðu Djúpmenn sér ferð í Ögur til að sletta úr klaufunum, oftast sjóleiðina og dönsuðu fram á morgun. Ballgestir fengu svo rabarbaragraut með rjóma áður en þeir fengu ferðaleyfi heim til að skerpa ögn á þeim."

Skylt efni: Ögurball

Einstakt safn á einstökum stað
Líf og starf 12. ágúst 2022

Einstakt safn á einstökum stað

Smámunasafnið er ekki minjasafn, ekki landbúnaðarsafn eða verkfærasafn, búsá...

Stiklað á stóru um sögu SAK
Líf og starf 10. ágúst 2022

Stiklað á stóru um sögu SAK

Í tilefni af 95 ára afmæli Sambands austfirskra kvenna (SAK) er hér stiklað a...

„Við vissum að þetta var draumurinn og létum vaða!“
Líf og starf 29. júlí 2022

„Við vissum að þetta var draumurinn og létum vaða!“

Eftir að hafa alið með sér þann draum að gerast bændur í allmörg ár ákváðu...

Heilbrigð og jákvæð sýn á líkamann
Líf og starf 29. júlí 2022

Heilbrigð og jákvæð sýn á líkamann

Í tískuheiminum þetta sumarið má vart snúa sér í hálfhring án þess að ve...

Hafurinn Þorri í Finnafirði
Líf og starf 20. júlí 2022

Hafurinn Þorri í Finnafirði

Þessi glæsilegi hafur, sem heitir Þorri, á heima á bænum Felli í Finnafirði. ...

„Enda eins og ég byrjaði með föður mínum nítján ára gamall“
Líf og starf 20. júlí 2022

„Enda eins og ég byrjaði með föður mínum nítján ára gamall“

Sveinn Björnsson, garðyrkjubóndi á Varmalandi í Reykholti, hefur stundað tó...

Hundur og köttur í fanginu á heimasætunni
Líf og starf 19. júlí 2022

Hundur og köttur í fanginu á heimasætunni

Hundurinn Pipar og heimiliskötturinn á Skorrastað II í Fjarðabyggð í fanginu...

Álftirnar fóru og hafa ekki verið meira til ama
Líf og starf 18. júlí 2022

Álftirnar fóru og hafa ekki verið meira til ama

Eitt af langlífustu umkvörtunarefnum bænda í jarðrækt er ágangur fugla; aðal...