Ögurballið 2021
Líf og starf 20. júlí 2021

Ögurballið 2021

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hið árlega Ögurball var haldið í Ögri við Ísafjarðardjúp laugardaginn 17. júlí sl. og fór vel fram í blíðskaparveðri. Hljómsveitin Þórunn & Halli tróðu upp að vanda en þau hafa spilað óslitið á Ögurballi frá 1999 og eru æviráðin. Erpur Eyvindarson tróð svo upp í hléi, en hann hefur verið svonefndur pásutrúður ballsins í fjölmörg ár.

Á Ögurballi koma kynslóðirnar saman og skemmta sér á alvöru gamaldags sveitaballi þar sem hefðirnar og rómantík svífur yfir vötnum. Ögurball teygir sig orðið yfir heila helgi, með ýmsum atriðum og er einn vinsælasti viðburður sumarsins á Vestfjörðum. Ballið er haldið í samkomuhúsi sveitarinnar sem var byggt 1925. Andlit Ögurballsins er sendiherra viðburðarins og í ár var það Mosfellingurinn Una Hildardóttir sem leiðbeindi nýliðum í sveitaballamenningu um góða siði, stuð og ósvikna stemningu.

Thelma Rut Hafliðadóttir einn skipuleggjenda segir langa hefð fyrir þessu fornfræga balli: „Fyrir tíma nútíma samgangna gerðu Djúpmenn sér ferð í Ögur til að sletta úr klaufunum, oftast sjóleiðina og dönsuðu fram á morgun. Ballgestir fengu svo rabarbaragraut með rjóma áður en þeir fengu ferðaleyfi heim til að skerpa ögn á þeim."

Skylt efni: Ögurball

Bændur í Bónorðsför
Líf og starf 26. júlí 2021

Bændur í Bónorðsför

Þýska sjónvarpsstöðin RTL heldur um taumana á einum ástsælasta raunveruleikaþætt...

Fjölbreytt sambland af dýra­um­hirðu og kennslu ólíkra listforma
Líf og starf 23. júlí 2021

Fjölbreytt sambland af dýra­um­hirðu og kennslu ólíkra listforma

Sóldís Einarsdóttir, myndlistarkennari, hestakona, hundaþjálfari og hundasnyrtir...

Listi yfir prjónaband
Líf og starf 22. júlí 2021

Listi yfir prjónaband

Áhugi fólks á að prjóna og hekla er gríðarlegur og úrvalið af bandi sömuleiðis m...

Buðu hestamönnum í saltkjötsveislu
Líf og starf 22. júlí 2021

Buðu hestamönnum í saltkjötsveislu

Um hundrað manns mættu til veisluhalda á Króksstöðum í Eyjafjarðarsveit á dögunu...

Spil sem miðlar þekkingu um plöntur
Líf og starf 22. júlí 2021

Spil sem miðlar þekkingu um plöntur

Flóruspilið gengur út á að læra að þekkja algengar íslenskar plöntutegundir. Sto...

Lífsstílslitaðar tískubylgjur eða fordæmi komandi kynslóða?
Líf og starf 22. júlí 2021

Lífsstílslitaðar tískubylgjur eða fordæmi komandi kynslóða?

Með flokkun, moltugerð og almennri meðvitund þegar kemur að því að bjarga heimin...

Gersemar sendar til varðveislu
Líf og starf 22. júlí 2021

Gersemar sendar til varðveislu

Gersemar og gögn úr geymslu Bændasamtakanna send í varðveislu – níu bretti til Þ...

Hraða gerð deiliskipulags vegna nýrra lóða í haust
Líf og starf 21. júlí 2021

Hraða gerð deiliskipulags vegna nýrra lóða í haust

Mikil eftirspurn er eftir lóðum í Varmahlíð í Skagafirði. Þrjár lóðir voru auglý...