Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nytjaviður í hlíðum Reykjafjalls.
Nytjaviður í hlíðum Reykjafjalls.
Líf og starf 31. mars 2020

Námsbraut um ræktun skóga og umönnun þeirra

Höfundur: Björgvin Örn Eggertsson

Á starfsstöð LbhÍ á Reykjum í Ölfusi fer fram kennsla á starfsmenntabrautum garð­yrk­j­­unnar. Ein af námsbrautunum er Skógur og náttúra. Námið veitir undirstöðuþekkingu til starfa sem snúa að ýmsum land­bótum eins og skógrækt og landgræðslu.

Kenndar eru grunngreinarnar náttúrufræði, jarðvegs- og áburðarfræði, plöntuþekking, plöntulífeðlisfræði, vistfræði og umhverfisfræði. Fjallað er ítarlega um skógrækt á Íslandi, nýtingu skógarafurða, skjólbelti, útivistarsvæði og friðlönd.

Nemendur á braut skógar og náttúru sá trjáfræi í tilraunahúsinu á Reykjum. Myndir / Björgvin Ö. Eggertsson.

Verkleg kennsla í skóginum á Reykjum

Þá tvo vetur sem bóknámið fer fram taka nemendur þátt í fjölmörgum verklegum æfingum eins og gróðursetningu og grisjun. Plöntunum sem gróðursettar eru hafa nemendur fjölgað í verklegu námi í skógarplöntuframleiðslu við skólann. Skógurinn á Reykjum er ein af helstu kennslustofum brautarinnar og notaður sem slík allt árið. Þannig kynnast nemendur betur breytileika árstíðanna. Skóginum þarf að sinna á mismunandi hátt eftir trjátegund, aldri og þéttleika reitanna. Mestu hefur verið plantað af greni, furu, ösp og birki. Hæstu trén á Reykjum eru þyrping sitkagrenitrjáa sem kallast Systurnar þrjár og eru þær orðnar rúmir 20 metrar á hæð. Í yngri hlutum skógarins fer fram ýmis umhirða eins og millibilsjöfnun sem framkvæmd er með kjarrsög, þar sem teinungur er sagaður frá framtíðartrjám og of þéttar gróðursetningar lagfærðar. Trjámælingar eru gerðar þar sem fjöldi og hæð trjáa er mældur til að meta rúmmálsaukningu viðar og eins til að ákvarða hvort komið sé að grisjun. Grisjunin fer fram með keðjusögum og læra nemendur að fella tré á öruggan hátt og meta mögulega nýtingu á viðnum sem fellur til við grisjunina. Efnið er síðan flutt úr skóginum og nýtt í mismunandi viðarvinnslu, eins og spírur, kurl, arinvið eða sagað með flettisög í borð og planka.

Umhirða, viðhald og áætlanagerð

Kennd er gerð skógræktar­áætlana þar sem reitir eru teiknaðir inn á kortagrunna og ástand skógarins er skráð. Farið er í skipulag, uppsetningu og umhirðu skjólbelta og hvar þau nýtast best og á hagkvæmastan hátt. Í skógarvinnunni þarf að taka tillit til gangandi umferðar og hestaferða sem eru mikið stundaðar í skógræktinni á Reykjum. Tengir það kennsluna við uppbyggingu og viðhald á útivistarsvæðum og friðlöndum. Einnig er farið í skoðunar- og verkefnaferðir í skóglendi og á ferðamannastaði í nágrenninu. Markmiðið er að þjálfa og mennta góða verkmenn og verkstjóra til skógræktar- og landbótastarfa.

Hallur Björgvinsson skoðar skjólbelti með nemendum.

Skógtæknar eru eftirsóttir í skógarumhirðu, verkstjórn og ráðgjöf

Að loknu námi eru nemendur garðyrkjufræðingar af braut skógar og náttúru, eða skógtæknar. Skógtæknar starfa við skóg- og trjárækt og koma að ýmsu sem tengist uppgræðslu, landbótum, náttúruvernd, útivistar- og ferðaþjónustusvæðum, grænum svæðum í þéttbýli svo nokkuð sé nefnt. Námið er einnig góður undirbúningur fyrir háskólanám í skógfræði og landgræðslu, umhverfisfræði og líffræði.

Hægt er að sækja um nám á haustönn 2020 á heimasíðu LbhÍ:  lbhi.is

Björgvin Örn Eggertsson, námsbrautarstjóri Skógar
og náttúru, LbhÍ Reykjum

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...