Þátttakendur á námskeiðum Farskólans koma alls staðar að af landinu. Hér er verið að kenna súrsun matvæla.
Þátttakendur á námskeiðum Farskólans koma alls staðar að af landinu. Hér er verið að kenna súrsun matvæla.
Mynd / Farskólinn, Norðurlandi V.
Líf og starf 20. september 2022

Mikil gróska í matarhandverki

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, er 30 ára á þessu ári. Framboð námskeiða hefur aldrei verið meira en um 20 námskeið verða í boði í haust.

Nú fimmta árið í röð eru að hefjast námskeið um matarhandverk sem haldin eru í samstarfi við Vörusmiðjuna á Skagaströnd og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Vörusmiðjan á Skagaströnd er orðin svo umsetin að Farskólinn þarf að festa daga þar ár fram í tímann til að komast að með sín námskeið.

Halldór B. Gunnlaugsson er verkefnastjóri hjá Farskólanum. Haustið 2018 bauð skólinn upp á sjö námskeið en upp frá því hefur sífellt verið bætt við námskeiðum á hverju hausti. „Í raun eru námskeiðin orðin það mörg að haustið dugar ekki, þannig að við erum með allt skólaárið undir. Við erum nú með alls 21 námskeið sem er undir hatti Farskólans og fleiri á leiðinni, m.a. erum við að undirbúa námskeið í bjórbruggi og annað um þurrkun á öllu mögulegu, enda var verið að setja upp öflugan þurrkskáp hjá Vörusmiðjunni,“ segir hann.

Námskeið skapa frumkvöðla

Halldór segir að í fyrstu hafi námskeiðin verið hugsuð með bændur í huga enda hafi þeir kallað eftir þeim.

„Það kom fljótt í ljós að alls konar fólk hafði áhuga á námskeiðunum okkar og alls ekki bara af Norðurlandi vestra, því fólk alls staðar að af landinu hefur sótt þau. Við höfum reynt að koma til móts við þann hóp með því að bjóða öll námskeið um helgar þannig að fólk geti jafnvel sótt tvö til þrjú námskeið sömu helgina,“ segir hann.

Það er frábært að fylgjast með því hversu mikil gróska er í matarhandverki á svæðinu og fer sívaxandi. Við fylgjumst stolt með og finnst við eiga í þessum frumkvöðlum, þetta er mikið fólk sem hefur sótt nám og námskeið hjá okkur,“ segir Halldór.

Frá því námskeið Farskólans á sviði matarhandverks hófust hafa orðið til tvær vandaðar heimavinnslur á svæðinu og tvær aðrar eru í burðarliðnum. „Það er nákvæmlega það sem við vonuðumst eftir, að fólk gæti byrjað sína starfsemi hjá Vörusmiðjunni á Skagaströnd og þegar umfangið réttlætti framkvæmdir heima fyrir yrði farið í þær.“

Framboð námskeiða nú í vetur hefur aldrei verið meira, yfir 20 mismunandi námskeið eru í boði og áhuginn er mikill. Hér er í gangi námskeið í úrbeiningu.

Samstarf í Svíþjóð

Í janúar munu kennarar og starfsfólk hjá Farskólanum og Vörusmiðjunni heimsækja Eldrimner, sem er matarhandverksskóli í Svíþjóð, og segir Halldór að fólki sé velkomið að slást með í för. Í ferðinni verður m.a. sótt námskeið í ostagerð og þá stendur til að heimsækja nokkra smáframleiðendur á svæðinu umhverfis skólann.

Mögulega verður einnig reynt að fá kennara úr skólanum til liðs við Farskólann og bjóða upp á námskeið og jafnvel gætu kennarar af Norðurlandi vestra sótt sænska skólann heim.

Skylt efni: Farskólinn

Gömul skip verða ekki minjar sé þeim eytt
Líf og starf 23. september 2022

Gömul skip verða ekki minjar sé þeim eytt

„Þetta er gríðarmikið verkefni,“ segir Hörður G. Jóhannsson, sem hafist hefur...

Forsetinn heiðraði Siggu á Grund
Líf og starf 23. september 2022

Forsetinn heiðraði Siggu á Grund

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti bæinn Forsæti í Flóahrepp...

Fyrstu fimm herbergin á Hótel Kalda opnuð í ágúst
Líf og starf 22. september 2022

Fyrstu fimm herbergin á Hótel Kalda opnuð í ágúst

„Þetta er heilmikið ævintýri sem við erum nú að leggja út í,“ segir Agnes Si...

Fyrsta skáldsaga sauðfjárbónda
Líf og starf 21. september 2022

Fyrsta skáldsaga sauðfjárbónda

Gabríel og skrýtna konan er ný skáldsaga eftir Guðna Reyni Þorbjörnsson, sa...

Mikil gróska í matarhandverki
Líf og starf 20. september 2022

Mikil gróska í matarhandverki

Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, er 30 ára á þessu á...

Bjarni og Anton Helgi hlutu Borgfirsku menningarverðlaunin
Líf og starf 20. september 2022

Bjarni og Anton Helgi hlutu Borgfirsku menningarverðlaunin

Stjórn minningarsjóðs Ingibjargar Sigurðardóttur og Guðmundar Böðvarssonar, ...

Heillandi að sullast með liti
Líf og starf 19. september 2022

Heillandi að sullast með liti

Kristín Linda Jónsdóttir, fyrrum kúabóndi í Miðhvammi í Þingeyjarsveit, o...

Mannlíf og menning á Austurlandi fyrr og nú
Líf og starf 19. september 2022

Mannlíf og menning á Austurlandi fyrr og nú

Minjasafn Austurlands á Egils­stöðum á rætur sínar að rekja til ársins 1942...