Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Brynja, sem hefur heillast af keramiki, en bollarnir eru renndir og skreyttir af henni með handmáluðum íslenskum fuglum.
Brynja, sem hefur heillast af keramiki, en bollarnir eru renndir og skreyttir af henni með handmáluðum íslenskum fuglum.
Mynd / Úr einkasafni
Líf og starf 8. maí 2020

Málar fugla á bolla í gríð og erg við miklar vinsældir

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Vorið er komið og fuglarnir staðfesta það með komu sinni, einn af öðrum. Landsmenn hafa fagnað komu þeirra undanfarnar vikurnar og hafa talað mikið saman og deilt myndum á samfélagsmiðlum meðan á samkomubanninu stendur.

Einn þessara landsmanna sem fylgist með komu farfuglanna er Brynja Davíðsdóttir, betur þekkt síðustu 25 árin sem „Brynja hamskeri“. Brynja er með meistarapróf í náttúru- og umhverfisfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands (2013) og hefur stundað diplómanám í leirlist í Myndlistaskólanum í Reykjavík í vetur.

Brynja hefur lengst af menntað sig og unnið störf sem tengjast varðveislu, vernd eða fræðslu um íslensku náttúruna og þá helst mófuglanna. Hún fagnaði því sérstaklega að fá að vinna heima undanfarinn mánuð þar sem hún hefur fengið útrás fyrir uppsafnaðri vinnugleðinni við frjálsa leirsköpun. Undanfarið rúmt ár hefur hún leirað fugla og dýr fríhendis í steinleir og rennt bolla sem hún teiknar á fuglamyndir og brennir svo við 1260 °C.

Heilluð af fuglum

„Mér hefur stundum fundist, hérlendis, fólk leyfa fuglafræðingum að tjá sig mest um fuglana, í stað þess að eigna sér þá fyrst og fremst sjálft með góðri þekkingu og hjartað að leiðarljósi. En það er að aukast að venjulegt fólk, konur og karlar, taki t.d. myndir af fuglum og deili á fuglasíðum samfélagsmiðlanna og ég fagna því sérstaklega því umræðan um algenga fugla er að verða meiri, og einskorðast ekki lengur við fuglafræðinga eða veiðimenn. Nú ber meira á því að fólk sýni áhuga á fuglunum, skilji lífshætti þeirra og nauðsyn þess að spilla ekki náttúrunni með aðgerðum sínum, heldur varðveiti það litla líf sem ­þrífst hér á þessari harðbýlu eyju. Ég hef verið heilluð af fuglum síðan ég var lítil, og mér finnst það forréttindi að fylgjast með þeim koma heim á vorin og ala upp sína unga áður en fer að dimma aftur í ágúst,“ segir Brynja.

Ljáir náttúrunni rödd sína

Brynja segir að leirlistin sín og uppstoppunin, sem hún stundar líka, sé hennar leið til að ljá náttúrunni rödd sem nær inn á heimili venjulegs fólks, til að minna okkur á hvað vorið og lífið á Íslandi er yndislegt og að við megum ekki gleyma því þó að við dveljum með hugann í mannheimum að stórum hluta. „Ég hef ótrúlega sterka köllun til að vinna með höndunum og hef verið með hugann við fugla og dýralíf heimskautanna frá því að ég man eftir mér. Ég vildi helst geta unnið eingöngu við það að skapa þessa list mína, og að varðveita og miðla þessari sögu og aðdáun minni á dýralífinu okkar.“

Upplagðar tækifærisgjafir

Nú í apríl hefur Brynja staðið fyrir sölu á bollum á instagram-síðunni sinni, „brynja.d“, og Facebook-síðunni „Brynja Leirlist“ og var þeim afar vel tekið, „Bollarnir og stytturnar hafa selst vel sem persónulegar eigur og tækifærisgjafir. „Nú er ég í óða önn að fylla brennsluofninn af fleiri fuglabollum sem verða birtir og seldir á síðunum mínum þar til ég get tekið á móti gestum í vinnuskúrnum mínum í Miðtúninu á Selfossi eftir 4. maí næstkomandi,“ segir Brynja. 

 

Brynja, sem hefur heillast af keramiki, en bollarnir eru renndir og skreyttir af henni með handmáluðum íslenskum fuglum.

Mannlíf á Búnaðarþingi
Líf og starf 25. mars 2024

Mannlíf á Búnaðarþingi

Æðsta samkoma Bændasamtaka Íslands er Búnaðarþing. Í ár stóð það yfir frá fimmtu...

Stjörnuspá 21. mars - 11.  apríl
Líf og starf 21. mars 2024

Stjörnuspá 21. mars - 11. apríl

Vatnsberinn hefur lengi verið að velta því fyrir sér að flytja sig um set og jaf...

Félagsskapur eldri borgara
Líf og starf 19. mars 2024

Félagsskapur eldri borgara

Stofnfundur Félags eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var haldinn sunnudaginn 11. ...

Áframhaldandi búseta talin möguleg
Líf og starf 13. mars 2024

Áframhaldandi búseta talin möguleg

Við Langanesströnd sem liggur að botni Bakkaflóa stendur Bakkafjörður ásamt bæði...

Kirkjugarðsklúbburinn
Líf og starf 12. mars 2024

Kirkjugarðsklúbburinn

Halaleikhópurinn víðfrægi tók að sér verkið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Mench...

Bændamótmæli á Íslandi?
Líf og starf 11. mars 2024

Bændamótmæli á Íslandi?

Mótmæli bænda í Evrópu hafa verið í fréttum undanfarin misseri þar sem þeir vald...

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars
Líf og starf 8. mars 2024

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars

Vatnsberinn hefur alla burði til þess að koma í framkvæmd þeim hugmyndum sem eru...

Lundi
Líf og starf 6. mars 2024

Lundi

Lundi er algengasti fuglinn okkar og jafnframt einn af okkar einkennisfuglum. Ha...