„Til að koma til móts við þá sem vilja aðlaga uppskriftir að íslenskri framleiðslu ákvað ég að safna upplýsingum um íslenskt band og skrá þær á aðgengilegan hátt" segir Maja Siska.
„Til að koma til móts við þá sem vilja aðlaga uppskriftir að íslenskri framleiðslu ákvað ég að safna upplýsingum um íslenskt band og skrá þær á aðgengilegan hátt" segir Maja Siska.
Líf og starf 22. júlí 2021

Listi yfir prjónaband

Áhugi fólks á að prjóna og hekla er gríðarlegur og úrvalið af bandi sömuleiðis mikið. Aragrúi uppskrifta eru búnar til og fólk framleiðir flíkur og nytjahluti úr alls kyns garni og bandi. Þótt uppskriftir séu gefnar upp fyrir ákveðna bandtegund má oft nota annað band. Maja Siska ásamt Huldu Brynjólfsdóttur og Katrínu Andrésdóttur hafa tekið saman lista yfir prjónaband sem er framleitt á Íslandi eða úr íslenskri ull.

„Sumum finnst það einfalt og eðlilegt að finna sambærilegt band eða aðlaga uppskriftina að bandi sem er til, en það eru ekki allir í þeim sporum. Til að geta gert þetta á þægilegan hátt þurfum við að hafa nægar upplýsingar til samanburðar, hvaða efniviður er í bandinu, prjónfesta og prjónastærð, þyngd/lengd og ýmislegt annað sem skiptir máli. Öll umræða í dag hneigist að því að fækka sótsporum og nýta náttúrulegt hráefni úr nærumhverfinu. Stuðla þannig að sjálfbærni og umhverfisvernd,“ segir Maja Siska og bætir við: „Til að koma til móts við þá sem vilja aðlaga uppskriftir að íslenskri framleiðslu ákvað ég að safna upplýsingum um íslenskt band og skrá þær á aðgengilegan hátt.

Þannig verður auðveldara að velja band sem hentar í stað þess bands sem gefið er upp í uppskriftinni. Með þessu viljum við líka hvetja fólk sem notar garn eða band við handverk sitt að velja íslenskt ef þess er kostur, úrvalið er ótrúlega fjölbreytt!“

Skjalið er aðgengilegt til niðurhals og útprentunar á uppspuni.is og thingborg.is. Má deila að vild.

Skylt efni: prjón | Prjónaband

Bændur í Bónorðsför
Líf og starf 26. júlí 2021

Bændur í Bónorðsför

Þýska sjónvarpsstöðin RTL heldur um taumana á einum ástsælasta raunveruleikaþætt...

Fjölbreytt sambland af dýra­um­hirðu og kennslu ólíkra listforma
Líf og starf 23. júlí 2021

Fjölbreytt sambland af dýra­um­hirðu og kennslu ólíkra listforma

Sóldís Einarsdóttir, myndlistarkennari, hestakona, hundaþjálfari og hundasnyrtir...

Listi yfir prjónaband
Líf og starf 22. júlí 2021

Listi yfir prjónaband

Áhugi fólks á að prjóna og hekla er gríðarlegur og úrvalið af bandi sömuleiðis m...

Buðu hestamönnum í saltkjötsveislu
Líf og starf 22. júlí 2021

Buðu hestamönnum í saltkjötsveislu

Um hundrað manns mættu til veisluhalda á Króksstöðum í Eyjafjarðarsveit á dögunu...

Spil sem miðlar þekkingu um plöntur
Líf og starf 22. júlí 2021

Spil sem miðlar þekkingu um plöntur

Flóruspilið gengur út á að læra að þekkja algengar íslenskar plöntutegundir. Sto...

Lífsstílslitaðar tískubylgjur eða fordæmi komandi kynslóða?
Líf og starf 22. júlí 2021

Lífsstílslitaðar tískubylgjur eða fordæmi komandi kynslóða?

Með flokkun, moltugerð og almennri meðvitund þegar kemur að því að bjarga heimin...

Gersemar sendar til varðveislu
Líf og starf 22. júlí 2021

Gersemar sendar til varðveislu

Gersemar og gögn úr geymslu Bændasamtakanna send í varðveislu – níu bretti til Þ...

Hraða gerð deiliskipulags vegna nýrra lóða í haust
Líf og starf 21. júlí 2021

Hraða gerð deiliskipulags vegna nýrra lóða í haust

Mikil eftirspurn er eftir lóðum í Varmahlíð í Skagafirði. Þrjár lóðir voru auglý...