Líf og starf 19. maí 2020

Íslensk náttúra séð í gegnum linsu blaðamanns

Vilmundur Hansen

Áskell Þórisson, blaðamaður, opnar ljósmyndasýningu í Gallerí Vest, Hagamel 67, í Vesturbæ Reykjavíkur, föstudaginn 22. maí.

Sýningin verður einungis opin þann dag frá kl. 15-18 og á laugardaginn 23. maí frá kl. 13-17. Áskell tekur fyrst og síðast myndir í íslenskri náttúru. Myndirnar eru prentaðar á striga og þandar á blindramma. Til að auðvelda fólki að finna salinn má geta þess að Melabúðin er skammt frá Gallerí Vest.