Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hundrað ára prósaljóð um lífskraft mannlegrar tilvistar
Líf og starf 3. janúar 2020

Hundrað ára prósaljóð um lífskraft mannlegrar tilvistar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mannveran eftir Maxím Gorkí er rúmlega hundrað ára prósaljóð um lífskraft mannlegrar tilvistar sem var samið í aðdraganda rússnesku byltingarinnar. Ljóðið er eitt af fyrstu útgefnum verkum Gorkí.

Þýðandi er myndlistarkonan Freyja Eilíf. Freyja er fædd árið 1986 og dvaldi í Rússlandi í ár á táningsaldri og lærði rússnesku og hefur hún unnið að þýðingu verksins í rúman áratug. Útgefandi er Skriða bókaútgáfa.

Freyja Eilíf.


Freyja segir að Maxím Gorkí, sem var uppi 1868 til 1936, sé best þekktur fyrir félagslegt raunsæi í rússneskum bókmenntum og að ljóðið Mannveran sem kom út árið 1903 sé eitt af hans fyrstu útgefnu verkum.


Sagt er um Gorkí að hann hafi alist upp á hliðargötum lífsins og að hann hafi veitt heiminum ógleymanlega innsýn í líf og tilveru rússneskrar alþýðu, reiði og ástríður, um þarsíðustu aldamót og í aðdraganda rússnesku byltingarinnar,

Auk þess að leggja stund á myndlist og þýðingar rekur Freyja Skynlistasafnið í Þingholtunum. Útgáfunni verður fagnað í Holti, Menningarsetri á Hvammstanga, þann 19. desember og í Skynlista­safninu í Reykjavík, í Bergstaðastræti 25B þann 21. desember.

Skriða bókaútgáfa hóf starfsemi sína fyrr á þessu ári með útgáfu örsagnasafnsins Einsamræður eftir Birtu Þórhallsdóttur og ljóðabókarinnar Vínbláar varir eftir Sigurbjörgu Friðriksdóttur. 

Mannlíf á Búnaðarþingi
Líf og starf 25. mars 2024

Mannlíf á Búnaðarþingi

Æðsta samkoma Bændasamtaka Íslands er Búnaðarþing. Í ár stóð það yfir frá fimmtu...

Stjörnuspá 21. mars - 11.  apríl
Líf og starf 21. mars 2024

Stjörnuspá 21. mars - 11. apríl

Vatnsberinn hefur lengi verið að velta því fyrir sér að flytja sig um set og jaf...

Félagsskapur eldri borgara
Líf og starf 19. mars 2024

Félagsskapur eldri borgara

Stofnfundur Félags eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var haldinn sunnudaginn 11. ...

Áframhaldandi búseta talin möguleg
Líf og starf 13. mars 2024

Áframhaldandi búseta talin möguleg

Við Langanesströnd sem liggur að botni Bakkaflóa stendur Bakkafjörður ásamt bæði...

Kirkjugarðsklúbburinn
Líf og starf 12. mars 2024

Kirkjugarðsklúbburinn

Halaleikhópurinn víðfrægi tók að sér verkið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Mench...

Bændamótmæli á Íslandi?
Líf og starf 11. mars 2024

Bændamótmæli á Íslandi?

Mótmæli bænda í Evrópu hafa verið í fréttum undanfarin misseri þar sem þeir vald...

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars
Líf og starf 8. mars 2024

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars

Vatnsberinn hefur alla burði til þess að koma í framkvæmd þeim hugmyndum sem eru...

Lundi
Líf og starf 6. mars 2024

Lundi

Lundi er algengasti fuglinn okkar og jafnframt einn af okkar einkennisfuglum. Ha...