Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Reykir í Ölfusi. Mynd / HKr.
Reykir í Ölfusi. Mynd / HKr.
Líf og starf 20. júlí 2020

Garðyrkjunám á Reykjum haustið 2020

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Á Reykjum í Ölfusi hefur verið kennd garðyrkja samfellt frá árinu 1939. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að mennta garðyrkjufólk til almennra garðyrkjustarfa og þegar fyrstu garðyrkjufræðingarnir útskrifuðust tóku garð­yrkju­fögin miklum framförum. Gróðrarstöðvum hefur fjölgað og framleiðslan orðið sífellt fjölbreyttari og framleiðendur eru í óða önn að rækta blóm, grænmeti og garðplöntur. 

Neysluaukning er áberandi á íslenskum garðyrkjuafurðum undanfarin misseri og ár, jafnvel svo að þörf er á mikilli stækkun garðlanda og gróðurhúsa og fyrirsjáanleg er þörf á fleiri menntuðum garðyrkjufræðingum í öllum garðyrkjugreinum.

Aðsókn í garðyrkjunám er mikil.

Sex námsbrautir

Nú er kennd garðyrkja á sex ólíkum námsbrautum: Skrúðgarðyrkjubraut, Skógur og náttúra (skógtækni), Blómaskreytingabraut, Garð- og skógarplöntubraut, Ylræktarbraut og Braut um lífræna ræktun matjurta. 

Nemendur eru skráðir í nám á tveggja ára fresti, næst hefst kennsla í ágúst og tekur bóknámið tvö ár í staðarnámi. Útskrifaðir garðyrkjufræðingar af öllum þessum brautum hafa lært sitt fag að því marki að þeir geta hafið störf við sína grein, ýmist í einkafyrirtækjum, hjá bæjar- og sveitarfélögum eða í eigin fyrirtækjum. Námið er nátengt atvinnulífinu, til dæmis fer verknám fram á viðurkenndum verknámsstöðum sem oftar en ekki eru gróðrarstöðvar og önnur garðyrkjufyrirtæki. Verknám erlendis kemur einnig vel til greina.

Aðsóknin slær öll met í ár

Að þessu sinni er aðsókn í garðyrkjunám meiri en nokkru sinni fyrr. Áberandi er hversu mikil aðsókn er að námi í lífrænni ræktun en einnig er mikil aðsókn að ylræktarbraut, skrúðgarðyrkjubraut og aðrar brautir sömuleiðis. Aukning í fjölda umsókna er nærri 40% miðað við undanfarin ár. Öllum nýnemum er tekið fagnandi, hvort sem um er að ræða staðarnema eða fjarnema. Námið hefst 24. ágúst.


Aðstaðan á Reykjum fer sífellt batnandi

Í allmörg ár hefur aðstaða til kennslu verið þokkalega góð en þó hefur fjárskortur verið viðvarandi og nauðsynlegt að fara í endurbætur á skólahúsi og annarri aðstöðu til náms og kennslu. Það er öllum Reykjavinum gleðiefni að nú er verið að endurbyggja gróðurskálann stóra sem er kennimerki skólahússins og tengir saman kennslustofur, skrifstofur, mötuneyti og aðra aðstöðu. Vonir standa til að verkinu verði lokið nú í haust og þá hefst vinna við að fylla hann á ný fallegum gróðri sem mun bæði verða til prýði og henta vel til kennslu.

Á Reykjum er tilraunagróðurhús sem nýtist til fjölbreyttra tilrauna í ræktunartækni.

Tilraunahús og verknámskennsla í gróðurhúsum og garðlöndum

Á Reykjum er tilraunagróðurhús sem nýtist til fjölbreyttra tilrauna í ræktunartækni. Undanfarin ár hafa verið stundaðar athyglisverðar tilraunir á vetrarlýsingu grænmetis sem gefa starfandi garðyrkjubændum aukna þekkingu á notkun raflýsingar sem hefur leitt til þess að hægt er að rækta margar tegundir allt árið, ólíkt því sem áður var. Nemendur hafa einnig aðgang að ræktunaraðstöðu og gera ýmsar athuganir og verkefni í gróðurhúsunum. Mikið safn pottaplantna er að finna á Reykjum og Bananahúsið víðfræga hýsir fjölda plantna frá fjarlægum deildum jarðar, ekki síst gróður frá hitabeltislöndum. Á landi Reykja vex mikill og fjölbreyttur garðagróður og skógartré sem nemendur nota óspart í sínu námi, bæði til að kynnast ólíkum tegundum og við skógarumhirðu. Aðstaða til verklegrar kennslu í skrúðgarðyrkju er bæði í gróðurhúsum og annars staðar í nágrenni skólans.

Samheldni og metnaður einkennir starfsmannahópinn

Við skólann starfa um 15 manns, bæði kennarar og umsjónarfólk gróðurhúsa og útisvæða. Allir starfsmenn vinna að sama markmiði, þ.e. að gera Garðyrkjuskólann á Reykjum að miðstöð þekkingar í öllum greinum garðyrkjunnar og þar með að efla faglega menntun stéttarinnar, nú þegar mikil aukning er í neyslu ferskra íslenskra garðyrkjuafurða og almenn jákvæðni ríkir í garð íslenskrar garðyrkju.

Mannlíf á Búnaðarþingi
Líf og starf 25. mars 2024

Mannlíf á Búnaðarþingi

Æðsta samkoma Bændasamtaka Íslands er Búnaðarþing. Í ár stóð það yfir frá fimmtu...

Stjörnuspá 21. mars - 11.  apríl
Líf og starf 21. mars 2024

Stjörnuspá 21. mars - 11. apríl

Vatnsberinn hefur lengi verið að velta því fyrir sér að flytja sig um set og jaf...

Félagsskapur eldri borgara
Líf og starf 19. mars 2024

Félagsskapur eldri borgara

Stofnfundur Félags eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var haldinn sunnudaginn 11. ...

Áframhaldandi búseta talin möguleg
Líf og starf 13. mars 2024

Áframhaldandi búseta talin möguleg

Við Langanesströnd sem liggur að botni Bakkaflóa stendur Bakkafjörður ásamt bæði...

Kirkjugarðsklúbburinn
Líf og starf 12. mars 2024

Kirkjugarðsklúbburinn

Halaleikhópurinn víðfrægi tók að sér verkið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Mench...

Bændamótmæli á Íslandi?
Líf og starf 11. mars 2024

Bændamótmæli á Íslandi?

Mótmæli bænda í Evrópu hafa verið í fréttum undanfarin misseri þar sem þeir vald...

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars
Líf og starf 8. mars 2024

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars

Vatnsberinn hefur alla burði til þess að koma í framkvæmd þeim hugmyndum sem eru...

Lundi
Líf og starf 6. mars 2024

Lundi

Lundi er algengasti fuglinn okkar og jafnframt einn af okkar einkennisfuglum. Ha...