Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Framtíðin er björt í garðyrkjugreinunum.
Framtíðin er björt í garðyrkjugreinunum.
Líf og starf 1. júní 2021

Fjölbreytt sumarstörf garðyrkjunema

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Lokapróf nemenda á Garð­yrkju­skólanum eru að baki þetta vorið og sumarið bíður með fjölbreyttum verkefnum sem reyna á þekkingu þeirra á ólíkum sviðum.

Nemendur þurfa auk tveggja vetra bóknáms á Reykjum að ljúka 60 vikna verknámi á verknámsstað sem skólinn viðurkennir undir handleiðslu garðyrkjufræðings til að fá fullnaðarútskrift sem garðyrkjufræðingar.

Þannig tekur atvinnulífið virkan þátt í kennslunni og eykur þekkingu og færni nemenda á þeim sviðum sem þeir leggja áherslu á í sínu námi. Þetta fyrirkomulag hefur verið við lýði áratugum saman og hefur gefið góða raun.

Nemar á blómaskreytingabraut.

Brúðarvendir og skógarhögg

Nemendur á skrúðgarðyrkju­braut skólans taka til hendinni við margs konar lóðafrágang, gróður­setningu, hleðslur og hellulagnir, fjölbreytta garðaumhirðu í heimilisgörðum, við lóðir fyrirtækja og opinberu rými ásamt margvíslegri viðhaldsvinnu. Skógtækninemar vinna við umhirðu skóga og gróðursetningar, viðhald, ýmsa skipulagsvinnu, trjáfellingar og grisjun svo dæmi séu nefnd. Nemar annarra námsbrauta sinna verkefnum sem hæfa þeirra áhugasviði. Nemar á blómaskreytingabraut fá meðal annars sumarstörf í blómaverslunum þar sem þeim gefst færi á að æfa sitt handverk.

Grænmeti, blóm og garðagróður

Nemendur í garðyrkjuframleiðslu stunda sitt verknám í gróðrar­stöðvum víða um land þar sem ræktað er græmeti í gróðurhúsum og á garðlöndum og að sumu leyti við úrvinnslu og sölu afurða sem stöðvarnar framleiða, eða þá við ræktun afskorinna blóma og pottaplantna, sem hefur aukist talsvert undanfarin ár. Aðrir vinna við framleiðslu og sölu garð- og skógarplantna. Nokkrir nemendur skólans hafa þegar stofnað til eigin atvinnurekstrar og sinna honum vitaskuld allt árið auk garðyrkjunámsins.

Aðkoma atvinnulífsins skiptir miklu máli

Farsælt samstarf skólans og atvinnulífsins er mikilvægur þáttur í að þjálfa nemendur til starfa í hinum ýmsu greinum garðyrkjunnar. Reyndir garðyrkju­fræðingar, bæði í einkageiranum og þeir sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum taka þannig á sig ákveðnar skyldur við menntun nýrra garðyrkjufræðinga og eiga sinn þátt í ákvarðanatöku og stefnumótun um framtíð garðyrkjunámsins með setu í skólaráði og nefndum á veg­um skólans. Það hefur reynst skólanum mikilvægt að eiga þessa bakhjarla að og kunn­um við sem störfum við garðyrkjuskólann þeim bestu þakkir fyrir samstarf og stuðning þegar á hefur reynt.

Aðsókn í garðyrkjunám aldrei verið meiri

Mikil aðsókn hefur verið í garðyrkjunámið á Reykjum og aldrei meira en nú. Það helgast meðal annars af því að neytendur bera aukið traust til afurða sem íslenskir garðyrkjubændur framleiða og endurspeglast í stóraukinni neyslu innlendra garðyrkjuafurða, auk þess sem miklu meira hefur verið um að landsmenn ferðist innangarðs en dæmi eru um fyrr. Meðvitund landsmanna um kolefnis­bindingu eykur áhuga á ræktun hvers kyns gróðurs, hvort sem er í heimagarðinum, við sumarbústaðinn eða í skóg­ræktarlöndum og kallar aukinn áhugi almennings á garðyrkju á fleira fagmenntað fólk til ráðgjafar og starfa. Framtíðin er því björt í garðyrkjugreinunum.

Nemendur á skrúðgarðyrkjubraut skólans taka til hendinni við margs konar lóðafrágang, gróðursetningu, hleðslur og hellulagnir, fjölbreytta garðaumhirðu í heimilisgörðum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...