Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vilmundur Hansen við hljóðnemann í hljóðveri Hlöðunnar.
Vilmundur Hansen við hljóðnemann í hljóðveri Hlöðunnar.
Mynd / Tjörvi Bjarnason
Líf og starf 29. október 2020

Er enn að læra

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Vilmundur Hansen, garðyrkju- og grasafræðingur og blaða­maður Bændablaðsins, hefur frá ársbyrjun þreifað fyrir sér í hlað­varpsheiminum. Á tveggja vikna fresti fræðir hann hlustendur um gróður og garðyrkju í þættinum „Ræktaðu garðinn þinn“ í Hlöðunni, hlaðvarpi Bænda­blaðsins.

„Ég held að viðbrögðin hafi verið góð þrátt fyrir að ég átti mig ekki alveg á því hvernig á að meta það. Ég hitti reyndar mann á götu á dögunum. Hann var að ganga fyrir horn og kipptist við þegar hann sá mig og sagði: „Andskoti brá mér. Ég er að hlusta á hlaðvarpið þitt og dauðbrá við að ganga fram á þig,“ segir Vilmundur, inntur eftir viðbrögðum við hlaðvarpinu. Sem stendur er „Ræktaðu garðinn þinn“ eitt vinsælasta hlaðvarp Hlöðunnar með að meðaltali um 500 hlustanir á hvern þátt.

Vilmundur telur eðli hlaðvarpsins góða leið til að koma fræðslu á framfæri. „Þetta er góð viðbót við blöð og bækur. Það er hægt að hlusta á hlaðvarpið við aðstæður sem erfitt eða ómögulegt er að lesa. Eins og í bíl, ég hef aldrei getað lesið í bíl og alls ekki þegar ég er að keyra.“

Eintal og viðtöl

Fyrir skömmu kom út 16. þátturinn og fjallar hann um haustplöntur en Vilmundur mælir hiklaust með að skipta út sumarblómum fyrir harðgerðari plöntur sem geta lifað fram eftir vetri.

„Haustplöntum er hægt að planta í ker eða beint út í beð, allt eftir aðstæðum, til dæmis litríkt lyng eða sígræna sýprusa. Allar þessar plöntur standa fram í frost og margar geta lifað veturinn af sé þeim skýlt og þær vökvaðar reglulega í þíðu,“ segir hann.

Hvernig sérðu fyrir þér að hlaðvarpið þitt muni þróast á næstu vikum og mánuðum?

„Akkúrat nú er ég í kvíðakasti yfir næstu vikum og því um hvað ég á að fjalla um fram yfir áramót. Það er að koma vetur og fólk ekki mikið að hugsa um garðinn. En það hefst á þrjóskunni. Ég er enn að stíga mín fyrstu skref í hlaðvarpsheimum og enn að læra og læra af mistökum. Pródúserinn minn segir að ég verði að hætta að ræskja mig og gefa frá mér búkhljóð í míkrafóninn og að ég andi of hátt.

Hvað efnistök varðar ætla ég mér að halda áfram að vera með eintalsmessur um garðyrkju og svo stefni ég að því að taka inn fleiri viðmælendur til að víkka umfjöllunina,“ segir Vilmundur, en í haust mátti hlýða á viðtal hans við Kristin Einarsson framkvæmdastjóra í tilefni af 50 ára afmæli Blómavals.

Stutt fræðandi þus

Nafn þáttarins, „Ræktaðu garðinn þinn“, er dregið af samnefndum hópi á Facebook sem Vilmundur stofnaði á sínum tíma og gengur út á ráðgjöf og skoðanaskipti um garðyrkju og gróður. Alls eru nú 40.800 manns í hópnum, sem er mjög virkur og fer stöðugt stækkandi.

„Sjálfum finnst mér gott ef hlaðvarpsþættir eru ekki of langir. Eftir 25 mínútur er ég yfirleitt búinn að tapa þræðinum og farinn að hugsa eitthvað allt annað. Ég reyni að hafa mína þætti 15 til 25 mínútur til að þreyta hlustendur ekki um of á þusinu í mér.“

Alla þætti Hlöðunnar, hlaðvarpi Bændablaðsins, má nálgast á vefsíðunni bbl.is/hladan og á öllum helstu streymisveitum, s.s. Spotify, Apple Podcast, Podcast Addict og Soundcloud.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...