Einar Ófeigur Björnsson er nýr varaformaður Bændasamtaka Íslands.
Líf og starf 18. mars 2019

Einar Ófeigur Björnsson er nýr varaformaður

Vilmundur Hansen

Nokkur uppstokkun hefur orðið á stjórn Bændasamtaka Íslands eftir að Sindri Sigurgeirsson sagði sig frá formennsku í samtökunum.


Samhliða því að Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, Svartárkoti, tók við af Sindra sem formaður Bændasamtaka Íslands, tók Einar Ófeigur Björnsson, Lóni II, við sem varaformaður af Guðrúnu. Auk þess kom Guðrún S. Lárusdóttir, Keldudal, ný inn í aðalstjórnina, en hún var fyrsti varamaður.