Reynir Hauksson og spænska flamencolistafólkið spilar í Salnum í Kópavogi dagana 25. og 26. maí.
Líf og starf 20. maí 2019

Borgfirskur gítarleikari slær tóninn með spænsku listafólki

Ritstjórn
Reynir Hauksson, gítarleikari frá Hvanneyri, sem búsettur er í Granada á Spáni, kemur hingað til lands í mánuðinum og heldur flamenco-tónleika ásamt fríðu föruneyti. 
 
Í Salnum í Kópavogi munu Íslendingar og Spánverjar sameinast í eldheitum dansi, tilfinningaþrungnum söng og suðrænum gítarleik. Boðið verður upp á það allra helsta úr heimi flamenco með nokkrum fremstu listamönnum Granada. 
 
Til þess að hita upp fyrir sýningarnar í Kópavogi verða þrennir dúettatónleikar haldnir nokkrum dögum áður, í Borgarnesi, á Hvanneyri og í Reykjavík. Þá munu Reynir og spænsku listamennirnir bjóða upp á sk. „masterklass“ þar sem þátttakendum býðst að fræðast um ýmis grunvallaratriði tón- og danslista. 
 
Kristinn R. Ólafsson verður kynnir á sýningunum í Salnum. Miðasala er á vefnum tix.is.
 
Dúett-tónleikar
Landnámssetrið – þri. 21. maí kl. 20.30
Mengi – mið. 22. maí kl. 21.00
Hvanneyri Pub – fim. 23. maí kl. 20.30
 
Sýningar
Salurinn í Kópavogi, lau. 25. maí kl. 21.00
Salurinn í Kópavogi, sun. 26. maí kl. 21.00 (aukatónleikar)
 
Masterklass í Salnum, 25. maí kl. 15.00. Dans-, söng- og gítarkennsla ásamt fyrirlestri.
 

Reynir Hauksson með Alhambra-höllina í Granada í Andalúsíu í baksýn.
 

Kristinn R. Ólafsson verður kynnir á tónleikunum í Salnum í Kópavogi.