Svanhildur Pálsdóttir, viðburða- og markaðsstjóri hjá Textílmiðstöð Íslands, er í óða önn að undirbúa Prjónagleðina 2022, sem fram fer á Blönduósi aðra helgina í júní.
Svanhildur Pálsdóttir, viðburða- og markaðsstjóri hjá Textílmiðstöð Íslands, er í óða önn að undirbúa Prjónagleðina 2022, sem fram fer á Blönduósi aðra helgina í júní.
Líf og starf 10. júní 2022

Allt að smella saman og mikil eftirvænting

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Nú er allt að smella saman og við finnum fyrir miklum áhuga og eftirvæntingu,“ segir Svanhildur Pálsdóttir, viðburða- og markaðsstjóri hjá Textílmiðstöð Íslands, um Prjónagleðina 2022, sem haldin verður á Blönduósi dagana 10. til 12. júní næstkomandi.

Fjöldi viðburða er á dagskrá, fjölbreytt námskeið og fyrirlestrar um prjónatengd efni, prjónakvöldvaka, prjónamessa og þá er Garntorgið á sínum stað í íþróttahúsinu. Fyrsta Prjónagleðin var haldin árið 2016 og þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin.

„Það verður að venju margt í boði, fróðleg námskeið og fyrirlestrar og svo skemmta þátttakendur sér auðvitað vel inn á milli og njóta þess að eiga góðar stundir saman yfir prjónaskapnum,“ segir hún.
Kaupa þarf námskeið á vefverslun Textílmiðstöðvarinnar, þar eru einnig helgararmbönd til sölu en þeim þarf að framvísa á fyrirlestra hátíðarinnar. Frítt er inn á Garntorgið og á ýmsa viðburði nægir að mæta bara á svæðið.

Markmiðið að sameina prjónafólk

„Markmiðið með prjónagleðinni hefur alltaf verið að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum, gömlum hefðum og síðast en ekki síst hinni almennu prjónagleði í öllum sínum fjölbreytileika,“ segir Svanhildur. „Við sköpum hlýlegan og notalegan vettvang fyrir fólk að koma saman og prjóna, spjalla, deila reynslu sinni, læra eitthvað nýtt eða gamalt og njóta samverunnar með öðrum ástríðufullum prjónurum.“

Fjölbreytt úrval námskeiða og fyrirlestra

Úrval námskeiða er í boði nú á komandi Prjónagleði, en þar má nefna námskeið um prjónatækni, hvernig hægt er að nýta afganga, námskeið í prjónahönnun, í skapandi prjóni og um litatilfinningar en einnig er námskeið í hefðbundnu lopapeysuprjóni en það er í boði á ensku, enda hafa útlendingar mikinn áhuga á íslensku lopapeysunni, að sögn Svanhildar.

Að venju verða nokkrir fyrirlestrar á hátíðinni, en sem dæmi segir Thelma Steimann, ungur íslenskur prjónahönnuður, frá sér og sinni hönnun sem er að slá í gegn í prjónaheiminum um þessar mundir. Helga Thoroddsen heldur fyrirlestur um það hvers vegna allir ættu að prjóna og einnig mun Árný Björg Ósvaldsdóttir halda fyrirlestur um prjónaskap og umhverfismál, sem er mjög brýnt málefni nú um stundir.

Auk námskeiða og fyrirlestra er sitthvað í boði til skemmtunar. Heimafólk efnir til pjónakvöldvöku í félagsheimilinu á Blönduósi á laugardagskvöldinu 11. júní, þar sem boðið verður upp á smárétti, lifandi tónlist og skemmtilega samveru. Þessi viðburður er spennandi nýjung og Svanhildur væntir þess að gestir hátíðarinnar taki þessu framtaki opnum örmum og fjölmenni á kvöldvökuna.
Prjónamessa verður í Blönduóskirkju og gengið verður prjónandi frá Kvennaskólanum til messu eins og gert var fyrr á öldum. Einnig má nefna að opið hús verður í ullarþvottastöðinni á Blönduósi föstudaginn 10. júní.

Garnveisla á Garntorgi

Garntorgið verður á sínum stað í íþróttahúsinu en það hefur að sögn Svanhildar skipað stóran sess á Prjónagleðinni undanfarin ár. Mjög góð þátttaka verður að þessu sinni, um 30 söluaðilar með sínar vörur, handlitarar, smáspunaverksmiðjur, hand- verksfólk og verslanir með garn og prjónatengdan varning.

„Garntorgið er stór viðburður í sjálfu sér, ég er viss um að annað eins vöruúrval fyrir prjónafólk hefur ekki sést undir sama þaki í Íslandssögunni, þvílíka garnveislan. Það er ótrúlega spennandi fyrir okkur garnfíklana,“ segir hún með glampa í augum

Grasnytjar og þjóðtrú
Líf og starf 6. júlí 2022

Grasnytjar og þjóðtrú

Á síðasta ári gaf Guðrún Bjarnadóttir, eigandi Hespuhússins í Ölfusi, ú...

Líflegt hjá Síldarminjasafninu
Líf og starf 6. júlí 2022

Líflegt hjá Síldarminjasafninu

„Það lítur út fyrir að vertíðin í sumar verði góð, bókanir hafa sjaldan eð...

Arfleið óttans
Líf og starf 5. júlí 2022

Arfleið óttans

Unnur Sólrún Bragadóttir hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögu sem ka...

Iðjagræn fegurð og ævintýraleg tré
Líf og starf 5. júlí 2022

Iðjagræn fegurð og ævintýraleg tré

Ljubljana í Slóveninu er falleg borg með mörgum almenningsgörðum og stórum g...

Græn og læsileg rit
Líf og starf 4. júlí 2022

Græn og læsileg rit

Um þessar mundir eru áskrifenduraðfáíhús Garðyrkjuritið og Skógræktarritið.

Stækka hótel og heilsulind
Líf og starf 4. júlí 2022

Stækka hótel og heilsulind

„Það var komin þörf fyrir stækkun, undanfarin ár hefur mikið verið bókað hjá...

Áskoranir skapa tækifæri
Líf og starf 2. júlí 2022

Áskoranir skapa tækifæri

„Það eru blikur á lofti, því er ekki að neita. Allir stórir liðir í rekstrar...

Vintage Valentino, Gucci, Ganni ...
Líf og starf 1. júlí 2022

Vintage Valentino, Gucci, Ganni ...

Heyrst hefur bak við tjöld tískuunnenda að lúxusveldið Valentino hafi haft þa...