Fólk / Líf og starf

Nýr lektor í lands­lags­arkitektúr

Landbúnaðarháskólinn hefur fengið til liðs við sig nýjan lektor í landslagsarkitektúr, Samaneh Nickayin, Ph.D. í landslagsarkitektúr. Nickayin hefur víðtæka reynslu bæði sem starfandi landslagsarkitekt og við kennslu og rannsóknir.

Vill grásleppuveiðar í kvóta

Vertíðin var heilt yfir góð að sögn grásleppusjómanns sem gerir út frá Ólafsfirði, að minnsta kosti fyrir þá sem komust á sjó áður en veiðarmar voru stöðvaðar. Hann segist hlynntur því að setja grásleppuveiðar í kvóta enda séu ólympískar veiðar í ákveðið marga daga tímaskekkja.

Sögulegt hrun í fjárfestingum í orkugeiranum á heimsvísu

Heimsfaraldur COVID-19 hefur leitt til mesta hruns í fjárfestingum í orkugeiranum í sögunni, bæði hvað varðar fyrirtæki sem nýta jarðefnaeldsneyti sem og endur­nýjanlega orkugjafa.

Afslöppun, friðsæld og fegurð

Ferðaskrifstofan Travel East Iceland býður í sumar upp á lúxus gönguferðir í Borgarfirði eystri í samstarfi við Ferðaþjónustuna Álfheima. Boðið er upp á þriggja og fimm daga ferðir þar sem dvalið er á hóteli Álfheima. Auk þess sem boðið er upp á dagsferðir.

Lætur af störfum eftir 53 ár hjá Mjólkursamsölunni

Sigurður Rúnar Friðjónsson hóf fyrst störf hjá Mjólkursamlaginu í Búðardal árið 1964, þá 13 ára gamall, við framleiðslu á kaseini sem sumarstarfsmaður og komst á samning þar 1967.

Paprikuplantan sem bætti sig

Elín Árnadóttir var í leikskóladeild Krikaskóla þegar hún kom heim með paprikuplöntu fyrir þremur árum. Krakkarnir í hennar hreiðri gróðursettu fræ innan úr papriku í mold og var paprikuplantan sennilega orðin um tíu sentímetrar á hæð þegar þau tóku hana heim.

Útilegukortið hefur aðdráttarafl og eykur viðskipti á viðkomandi svæði

Frá árinu 2006 hefur fyrirtækið Útilegukortið ehf. gefið út samnefnt aðgangskort að tjaldstæðum á Íslandi sem það hefur gert samninga við. Þetta hefur mælst afar vel fyrir og hafa mörg verkalýðsfélög niðurgreitt slík kort til sinna félagsmanna.