Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ómar Smári Óttarsson með flottan sjóbirting úr Tungulæknum.
Ómar Smári Óttarsson með flottan sjóbirting úr Tungulæknum.
Í deiglunni 17. október 2017

Þetta verður árleg ferð hjá okkur

Höfundur: Gunnar Bender
Sjóbirtingsveiðin  er flott þessa dagana og veiðimenn eru að fá fína veiði. Fiskurinn er vænn og það virðist vera mikið af honum víða. Ómar Smári Óttarsson var að koma úr veiði við Kirkjubæjarklaustur. Gefum honum orðið.
 
„Við fórum nokkrir félagar í Tungulæk og gekk nú bara frekar vel, náðum að landa í kringum 50 fiskum og misstum eitthvað svipað. En maður þurfti nú heldur betur að vinna fyrir því samt. Við vorum að kasta á Breiðuna fullt af fiski, örugglega í kringum þúsund fiska, en þeir voru bara ekki í miklu tökustuði.  Þeir voru þó að sýna sig mikið á svæðinu. 
 
Þær flugur sem virkuðu á þá voru þurrflugur, „hitce“ og litlir „stremerar“ eins og „sunrey, black ghost“ og „Flæðarmúsin“.  Þá vorum við að vinna með þunga „stremera“ og sökkutaum. 
 
Það komu fjórir risar á land, stærsti 88 sentímetrar og 52 sm í ummál.  Svo komu tveir 83 cm alveg nákvæmlega jafn stórir, en mjög ólíkir á litinn. Síðan kom einn silfraður og flottur í kringum 80 og eitthvað cm. Meðalstærðin var býsna góð, í kringum 60–70 cm og feitir og sterkir.
 
Eins og ég sagði, þá var þetta ekki gefin veiði. Við þurftum að vinna vel fyrir þessu og myndi ég segja að við hefðum verið grjótharðir, því það var hræðilegt veður. Engu að síður  var þetta rosalega skemmtileg ferð og ætlum við að hafa þetta árlegt,“ sagði Ómar enn fremur.

Skylt efni: Tungulækur | sjóbirtingur

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs
Fréttaskýring 18. apríl 2024

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs

Alþingi samþykkti 21. mars sl. breytingu á búvörulögum sem felur í sér undanþágu...

Mikilvægasta rými jarðar
Fréttaskýring 29. mars 2024

Mikilvægasta rými jarðar

Stærsta innlögn nýrra fræsafna í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða átti sér ...

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast
Fréttaskýring 23. febrúar 2024

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast

Á komandi áratugum er líklegt að landbúnaður breytist verulega. Þættir eins og t...

Úrgangsmálin í ólestri
Fréttaskýring 9. febrúar 2024

Úrgangsmálin í ólestri

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög hér á landi þar sem bann er lagt við urðun á...

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika
Fréttaskýring 30. janúar 2024

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika

Aðstöðumunur kúabænda vegna mismunandi stuðnings við kvótakaup milli landsvæða h...

Auður, kvóti, mjólk og skuld
Fréttaskýring 26. janúar 2024

Auður, kvóti, mjólk og skuld

Þegar tiltekinn hópur bænda hefur tök á að eignast mjólkurkvóta með því að vera ...

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða
Fréttaskýring 13. janúar 2024

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), segir að ...