Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vaskir veiðimenn á rjúpu.
Vaskir veiðimenn á rjúpu.
Mynd / Hörður Jónsson
Í deiglunni 20. nóvember 2018

Oft verið miklu meira af rjúpu

„Við erum  búnir að fara tvisvar á rjúpu og fengið mjög lítið, einn og einn fugl. það var bara alls ekki mikið af fugli,“ sagði veiðimaður sem við hittum uppi á Holtavörðuheiði aðra helgina sem mátti fara á rjúpu.
 
Flestir eru sammála um að það sé minna af rjúpu en oft áður. Og einn kom með þá kenningu að lítið hefði verið af berjum á stórum hluta landsins, eins og fyrir vestan og norðan. 
 
„Rjúpan hefur bara ekki haft eins mikið að borða eins og venjulega, í Borgarfirði var mjög lítið af berjum, eiginlega ekki neitt bara,“ sagði þessi veiðimaður og það var margt til í þessu hjá honum.
 
Í Borgarfirði var varla ber á lyngi, sama hvað var leitað og leitað. Rigningasumar og sólarlítið.
 
Veiðimenn sem við höfum rætt við voru sammála um minni rjúpu eins og uppi á Holtavörðuheiði. Eftir tveggja tíma labb sást einn fugl og lítið annað. Einn hrafn á flugi og hann var alls ekki hvítur að sjá við fyrstu sýn.
 
Svona er þetta bara en einni helgi hefur verið bætt við og það hefur sitt að segja fyrir veiðimenn. 

Skylt efni: rjúpa | rjúpnaveiðar

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs
Fréttaskýring 18. apríl 2024

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs

Alþingi samþykkti 21. mars sl. breytingu á búvörulögum sem felur í sér undanþágu...

Mikilvægasta rými jarðar
Fréttaskýring 29. mars 2024

Mikilvægasta rými jarðar

Stærsta innlögn nýrra fræsafna í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða átti sér ...

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast
Fréttaskýring 23. febrúar 2024

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast

Á komandi áratugum er líklegt að landbúnaður breytist verulega. Þættir eins og t...

Úrgangsmálin í ólestri
Fréttaskýring 9. febrúar 2024

Úrgangsmálin í ólestri

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög hér á landi þar sem bann er lagt við urðun á...

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika
Fréttaskýring 30. janúar 2024

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika

Aðstöðumunur kúabænda vegna mismunandi stuðnings við kvótakaup milli landsvæða h...

Auður, kvóti, mjólk og skuld
Fréttaskýring 26. janúar 2024

Auður, kvóti, mjólk og skuld

Þegar tiltekinn hópur bænda hefur tök á að eignast mjólkurkvóta með því að vera ...

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða
Fréttaskýring 13. janúar 2024

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), segir að ...