Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Halldór Gunnarsson með vænan fisk á veiðislóðum í Veiðivötnum.
Halldór Gunnarsson með vænan fisk á veiðislóðum í Veiðivötnum.
Í deiglunni 8. nóvember 2018

Einn af hápunktum sumarsins

Höfundur: Gunnar Bender
Veiðivötn eru án efa einn af mínum uppáhaldsstöðum yfir sumarið og reyni ég að fara sem oftast,“ segir Halldór Gunnarsson þegar hann ræðir um veiðisumarið í sumar.
 
„Við ákváðum þetta sumarið að fara öll í fjölskyldunni saman yfir verslunarmannahelgina til að reyna fyrir okkur, en dóttirin hefur sýnt mikinn áhuga á að kíkja eitthvað í veiði með gamla. Það var búið að vera tiltölulega rólegt yfir hjá okkur þennan afskaplega fallega dag, utan nokkra af minni gerðinni úr Stóra Hraunvatni, og Litlasjó. Þá þurfti ég að lenda í því óhappi að slíta flugulínuna við Stóra Hraunvatn, en í staðinn fyrir að gefast upp þá var línan bara hnýtt saman með tvöföldum naglahnút og haldið áfram.
Í hverjum túr í Veiðivötn er alltaf stoppað um stund við Rauðagíg, þennan flotta gíg sem geymir svo marga risana.
 
Hér ætlaði ég að reyna að láta dótturina fá einn stóran. En eftir töluverðan tíma og mörg köst án þess að verða var við nokkuð ákváðum við að segja þetta gott og hendast niður að Litlasjó. Dóttirin arkaði af stað en ég ákvað að taka 2 köst í lokin og viti menn.  – Þegar flugan var að sökkva í síðasta kastinu er rifið í af offorsi og þessi tignarlegi hængur tekur stökkið með agnið í kjaftinum. Brösuglega náðist þessi 10,5 punda höfðingi á land í góðri samvinnu við dótturina. Var þetta án efa einn af hápunktum sumarsins hjá okkur, og klárlega borgaði sig að hnýta löskuðu flugulínuna saman. 
 
Rauðigígur gefur kannski ekki marga ár hvert, en stórir eru þeir sem þarna dvelja,“ sagði Halldór að lokum.

Skylt efni: Veiðivötn

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs
Fréttaskýring 18. apríl 2024

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs

Alþingi samþykkti 21. mars sl. breytingu á búvörulögum sem felur í sér undanþágu...

Mikilvægasta rými jarðar
Fréttaskýring 29. mars 2024

Mikilvægasta rými jarðar

Stærsta innlögn nýrra fræsafna í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða átti sér ...

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast
Fréttaskýring 23. febrúar 2024

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast

Á komandi áratugum er líklegt að landbúnaður breytist verulega. Þættir eins og t...

Úrgangsmálin í ólestri
Fréttaskýring 9. febrúar 2024

Úrgangsmálin í ólestri

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög hér á landi þar sem bann er lagt við urðun á...

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika
Fréttaskýring 30. janúar 2024

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika

Aðstöðumunur kúabænda vegna mismunandi stuðnings við kvótakaup milli landsvæða h...

Auður, kvóti, mjólk og skuld
Fréttaskýring 26. janúar 2024

Auður, kvóti, mjólk og skuld

Þegar tiltekinn hópur bænda hefur tök á að eignast mjólkurkvóta með því að vera ...

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða
Fréttaskýring 13. janúar 2024

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), segir að ...