Hannyrðahornið 18. mars 2020

Vorið kallar

Handverkskúnst
Fallegir sokkar er eitthvað sem allir hafa gaman af að setja á fæturna. Þessir eru prjónaðir úr dásamlega Drops Nord garninu sem núna er á 30% afslætti hjá okkur. 
 
Stærðir: 35/37 (38/40) 41/43
Lengd fótar: 22 (24) 27 cm.
Garn: DROPS Nord (fæst í Handverkskúnst)
   - Púðurbleikur nr 12: 100 (100) 100 g 
Prjónar: Sokkaprjónar nr 2,5 eða sú stærð sem þarf til að fá 26 lykkjur = 10 cm í sléttu prjóni.
Úrtaka (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 72 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 6) = 12. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna 11. og 12. hverja lykkju slétt saman.
 
Hælúrtaka:
UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið slétt þar til 7 (8) 8 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, snúið stykkinu.
 
UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðið þar til 7 (8) 8 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðið, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, snúið stykkinu.
UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6 (7) 7 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eina og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, snúið stykkinu.
 
UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6 (7) 7 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, snúið stykkinu.
Haldið áfram með úrtöku alveg eins með því að það fækki um 1 lykkju áður en 1 lykkju er steypt yfir þar til 15 (15) 17 lykkjur eru eftir á prjóni.
 
SOKKUR: Fitjið upp 72 (72) 80 lykkjur á sokkaprjóna nr 2,5. Tengið í hring og prjónið stroff (1 slétt, 2 brugðið) 2½ cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 6 (6) 4 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 66 (66) 77 lykkjur. Prjónið A.1 hringinn (= 6 (6) 7 mynstureiningar með 11 lykkjum). Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka eru 60 (60) 70 lykkjur í umferð. Prjónið A.2 hringinn (= 6 (6) 7 mynstureiningar með 10 lykkjum). A.2 er prjónað alls 2 sinnum á hæðina en í síðustu umferð í A.2 (síðasta endurtekning A.2 á hæðina) er prjónað þannig: Prjónið 14 (13) 12 lykkjur slétt og fækkið jafnframt um 2 (1) 2 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (= 12 (12) 10 lykkjur), prjónið 27 (29) 31 lykkjur slétt, prjónið 19 (18) 27 lykkjur slétt og fækkið jafnframt um 4 (1) 6 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (= 15 (17) 21 lykkjur) = 54 (58) 62 lykkjur á prjóninum. Stykkið mælist nú ca 17 cm frá uppfitjunarkanti í öllum stærðum. Haldið eftir fyrstu 12 (12) 10 lykkjum á prjóni, setjið næstu 27 (29) 31 lykkjur á band (= mitt á fæti) og haldið eftir þeim 15 (17) 21 lykkjum sem eftir eru á prjóni = 27 29) 31 lykkjur á prjóni fyrir hæl. Lesið leiðbeiningar fyrir hæl og prjónið slétt fram og til baka yfir hællykkjurnar í 5 (5½) 6 cm. Setjið 1 prjónamerki mitt í síðustu umferð – prjónamerkið er notað síðar þegar mæla á frá lengd á fæti. Prjónið síðan HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan. Eftir hælúrtöku er næsta umferð prjónuð þannig: Prjónið slétt yfir 15 (15) 17 hællykkjurnar, prjónið upp 13 (14) 16 lykkjur meðfram hlið á hæl, setjið 1 prjónamerki, prjónið 1 (2) 3 lykkjur slétt, prjónið A.3A yfir næstu 20 lykkjur (= 2 mynstureiningar), prjónið A.3B (= 5 lykkjur), prjónið 1 (2) 3 lykkjur, setjið 1 prjónamerki og prjónið upp 13 (14) 16 lykkjur meðfram annarri hlið á hæl = 62 (72) 80 lykkjur í umferð.
 
Haldið svona áfram með mynstur með sléttu prjóni og A.3 yfir 25 lykkjurnar ofan á fæti. JAFNFRAMT er nú lykkjum fækkað hvoru megin við 27 (29) 31 lykkjurnar á milli prjónamerkja á fæti þannig: Prjónið 2 síðustu lykkjurnar á undan fyrsta prjónamerki á fæti slétt saman og prjónið 2 lykkjurnar á eftir síðasta prjónamerki á fæti snúnar slétt saman. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 8 (8) 10 sinnum = 52 (56) 60 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 18 (19) 21 cm frá prjónamerki á hæl (nú eru ca 4 (5) 6 cm til loka). Takið frá öll fyrri prjónamerki og setjið 2 ný prjónamerki í stykkið þannig að það verða 26 (28) 30 lykkjur bæði ofan á og undir fæti (það á að vera 1 prjónamerki í hvorri hlið á sokk og prjónamerkin eru notuð þegar fella á af fyrir tá).
 
Prjónið slétt hringinn yfir allar lykkjur og fellið af fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir að prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), prjónið 2 lykkjur snúnið slétt saman. Endurtakið við hitt prjónamerkið (= 4 lykkjur færri í umferð). Fækkið lykkjum svona í hvorri hlið í annarri hverri umferð alls 5 (7) 11 sinnum og síðan í hverri umferð alls 5 (4) 0 sinnum = 12 (12) 16 lykkjur eftir.
 
Í næstu umferð eru allar lykkjurnar prjónaðar 2 og 2 slétt saman = 6 (6) 8 lykkjur eftir.
 
Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á bandi og festið vel. Sokkurinn mælist ca 22 (24) 27 cm frá prjónamerki á hæl. Prjónið hinn sokkinn alveg eins.
 
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is