Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 ára.
Teppið Tólf ský
Hannyrðahornið 17. desember 2019

Teppið Tólf ský

Létt og fljótprjónað teppi, prjónaðir ferningar með gatamynstri. Stykkið er prjónað úr 2 þráðum Drops Alpaca en einnig er hægt að nota 1 þráð af Drops Air eða Drops Nepal. 
 
 
 
 
Stærð: ca 96x128 cm.
Garn: 
Drops Alpaca
- Rjómahvítur nr 0100: 400 g 
- Ljósperlugrár nr 9020: 400 g
 
Prjónar: Hringprjónn 60 cm, nr 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur með gatamynstri með 2 þráðum verði 10 cm á breidd, 1 ferningur mælist ca 32x32 cm.
 
Mynstur: Sjá mynsturteikningar A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. A.4 sýnir hvernig ferningarnir eru settir saman.
 
TEPPI: Teppið samanstendur af 12 ferningum sem saumaðir eru saman í lokin.
 
Ferningur A: Fitjið upp 55 lykkjur með 1 þræði af hvorum lit. Prjónið 6 umferðir garðaprjón (slétt allar umferðir). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur með garðaprjóni, prjónið A.1A (= 12 lykkjur), prjónið A.1B yfir næstu 24 lykkjurnar (= 2 mynstureiningar 12 lykkjur), prjónið A.1C (= 13 lykkjur) og endið með 3 kantlykkjur með garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist ca 30 cm – endið eftir heila eða hálfa mynstureiningu á hæðina, prjónið 6 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið alls 4 ferninga.
 
Ferningur B: Fitjið upp 55 lykkjur með 2 þráðum af rjómahvítum. Prjónið 6 umferðir garðaprjón. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur með garðaprjóni, prjónið A.2A (= 3 lykkjur), prjónið A.2B yfir næstu 42 lykkjur (= 7 mynstureiningar 6 lykkjur), prjónið A.2C (= 4 lykkjur) og endið með 3 kantlykkjur með garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur.
 
Þegar stykkið mælist ca 30 cm – endið eftir heila eða hálfa mynstureiningu á hæðina og stillið málið eftir ferningi A, prjónið 6 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið alls 4 ferninga.
 
Ferningur C: Fitjið upp 55 lykkjur með 2 þráðum af ljósperlugráum. Prjónið 6 umferðir garðaprjón. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur með garðaprjóni, prjónið A.3 yfir næstu 49 lykkjur (= 7 mynstureiningar 7 lykkjur) og endið með 3 kantlykkjur með garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar mynstrið mælist ca 30 cm - endið eftir heila eða hálfa mynstureiningu á hæðina og stillið málið eftir ferning A og B, prjónið 6 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið alls 4 ferninga.
 
Frágangur: Leggið ferningana saman eins og sýnt er í A.4. Saumið ferningana saman með 1 þræði af ljósperlugráum – saumið kant í kant yst í lykkjubogana svo að saumurinn verði flatur. Passið uppá að saumarnir verði ekki stífir. Klippið alla þræði og festið enda.
 
Mikil gróska í félagsstarfi ullarvinnsluhópa og ýmis tækifæri eru í nýtingu hráefnisins
Hannyrðahornið 11. maí 2021

Mikil gróska í félagsstarfi ullarvinnsluhópa og ýmis tækifæri eru í nýtingu hráefnisins

Á dögunum var haldinn fyrsti Evrópski ullardagurinn. Ísland tók þátt í viðburðin...

Fallegt prjónavesti
Hannyrðahornið 28. apríl 2021

Fallegt prjónavesti

Vesti eru vinsæl í dag og notuð við öll tilefni. Þetta fallega vesti er prjónað ...

Litríkt púðaver
Hannyrðahornið 30. mars 2021

Litríkt púðaver

Prjónað púðaver úr DROPS Paris. Prjónað í röndum, með garðaprjóni og snúningum.

Vetrarskjól á herra
Hannyrðahornið 24. mars 2021

Vetrarskjól á herra

Hálskragar með axlarsæti hafa verið vinsælir í vetur og þessi fallegi kragi fyri...

Stílhreint dömuvesti
Hannyrðahornið 5. mars 2021

Stílhreint dömuvesti

Vesti eru svo vinsæl núna, prjónuð í ýmsum grófleikum. Þetta fallega vesti er fl...

Lillesand húfa
Hannyrðahornið 10. febrúar 2021

Lillesand húfa

Útprjónaðar húfur eru alltaf prýði á höfði. Þessi húfa fyrir börn er hlý og mjúk...

Norðurstjörnuvettlingar
Hannyrðahornið 22. janúar 2021

Norðurstjörnuvettlingar

Þessir fallegu vettlingar eru prjónaðir með norrænu mynstri. Uppskrift að húfu o...

Falleg stroffhúfa
Hannyrðahornið 11. janúar 2021

Falleg stroffhúfa

Fljótprjónuð húfa / hipsterhúfa í stroffprjóni úr DROPS Air. Þétt og góð í kulda...