Hannyrðahornið 23. maí 2019

Ponchoið Malina

Handverkskúnst
Poncho með hjartalaga puff spori, heklað úr Drops Brushed Alpaca Silk. Létt og þægilegt til að bregða yfir sig í sumar. 
 
Stærðir:  S/M – L/XL – XXL/XXXL
 
Garn: Drops Brushed Alpaca Silk, fæst hjá Handverkskúnst. Fjólublár nr 08: 200-200-250 g 35% afsláttur til 31. maí af öllu Drops garni.
 
Heklunál: 5,5 mm
 
Heklfesta: 13 stuðlar á breidd og 8 umferðir á hæð verða 10 x 10 cm.
 
 
Poncho: Stykkið er heklað fram og til baka eins og hálsklútur og síðan saumað saman í poncho. Fitjað er upp með tveimur þráðum en eftir það heklað með einföldum þræði, þetta er gert til þess að uppfitið sé teygjanlegra.
 
Fitjið upp 60-72-84 loftlykkjur. Fyrstu tvær umferðirnar eru heklaðar eftir mynstri A.1a í fyrstu 4 loftlykkjurnar, eftir mynstri A.2a í næstu 52-64-76 loftlykkjur (= 13-16-19 mynstureiningar) og eftir mynstri A.3a í síðustu 4 loftlykkjurnar. Svo er heklað eftir mynstri A.1b yfir mynstur A.1a, A.2b yfir A.2a og A.3b yfir A.3a. Endurtakið A.1b/A.2b/A.3b til stykkið mælist ca 137-145-160 cm, klippið frá og gangið frá endum.
 
Frágangur: Brjótið stykkið saman svo úr verði poncho líkt og sést á myndinni. Saumið saman með varpspori og gætið þess að saumurinn sé ekki of strekktur.
 
Mynstur