Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kryddað garðaprjónssjal
Hannyrðahornið 11. mars 2019

Kryddað garðaprjónssjal

Höfundur: Handverkskúnst
Einfalt og skemmtilegt sjal prjónað frá hlið með garðaprjóni og röndum. Garnið Delight er á 30% afslætti í mars. 
 
Stærð: Hæð fyrir miðju ca 52 cm. Lengd efst ca 172 cm.
Garn: Drops Delight (fæst í Handverkskúnst)  
- Litur 1: grænn/beige nr 08: 100 g
- Litur 2: ólífa/ryð/plómu nr 10: 100 g, 
Prjónar: Hringprjónn 60-80 cm, nr 4 
Prjónfesta: 21 lykkja = 10 cm
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum.
 
Rendur:
Allt sjalið er prjónað í röndum. Prjónið *2 umferðir garðaprjón með lit 1 og 2 umferðir garðaprjón með lit 2*, endurtakið frá *-* allt stykkið. Klippið ekki frá þráðinn á milli randa. Látið þráðinn fylgja með meðfram hlið á stykki, passið uppá að þráðurinn verði ekki of strekktur.
 
SJAL: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Allt sjalið er prjónað með garðaprjóni (þ.e. allar umferðir slétt).
 
Fitjið upp 3 lykkjur á hringprjón 4 með lit 1 og prjónið 1 umferð slétt. Nú er prjónað áfram með útaukningum, úrtökum og rendur – sjá útskýringu að ofan. Prjónið þannig:
 
UMFERÐ 1 (= rétta) litur 1: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 5 lykkjur.
 
UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið allar lykkjur og uppsláttinn slétt. Skiptið yfir í lit 2.
 
UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman (aðeins laust), prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 lykkja slétt. 
 
UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið allar lykkjur og uppsláttinn slétt. Skiptið yfir í lit 1.
 
UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir af umferð, sláið uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið uppá prjóninn og 1 lykkja slétt.
 
Endurtakið síðan umferð 2-5 (alltaf skipt um lit í umferð frá réttu) þar til ca 221 lykkjur eru á prjóninum eða prjónið að óskaðri lengd (passið uppá að nægilegt magn af garni sé eftir fyrir affellingu).
 
Til að fá kant sem er teygjanlegur er fellt af þannig: *fellið af 2 lykkjur, sláið uppá prjóninn og fellið uppsláttinn af eins og venjuleg lykkja*, endurtakið frá *-* þar til allar lykkjur hafa verið felldar af. Klippið frá og festið enda. Þvoið sjalið og leggið í mál.  
 
Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð

Jólakósí
Hannyrðahornið 11. desember 2023

Jólakósí

Prjónuð flöskuhulstur úr DROPS Nepal