Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Húfa með dúski
Hannyrðahornið 4. október 2022

Húfa með dúski

Höfundur: Margrét Jónsdóttir.
Stærðir:

S M L

Efni:

100 g plötulopi frá Þingborg eða Ístex

Prjónar:

Hringprjónar nr 4,5 og 6 40 sm langir, sokkaprjónar nr 6

Aðferð:

Prjónað er úr lopanum þreföldum, húfan er prjónuð í hring

Húfan:

Fitjið upp 64-68-68 l á hringprj nr 4,5 og prj 2 sl og 2 br 8 umf. Skiptið yfir á hringprj nr 6. *Prjónið 2 umf sl og svo 2 umf 2 sl og 2 br*, endurtakið þetta 5-6-7 x. Ef vill er hægt að hafa húfuna dýpri, bætið við mynsturumferðum hér.
Prj eina umf sl. Í næstu umf sem einnig er prj sl er tekið úr svona: *Prj 2 l sl, prj 2 l saman*. Endurtakið út umf. Því næst eru prj 2 umf með 2 l sl og 1 l br.
Í næstu umf er skipt yfir á sokkaprjóna nr 6. Þá eru 2 umf prj sl og í þeirri fyrri eru tekið úr svona: *Prj 2 l saman, prj 1 l sl*. Endurtakið út umf. Prj 3 umf 1 sl og 1 br. Slítið frá og hafið endann í lengra lagi.

Nú eru lykkjurnar teknar saman í kollinn:

Setjið nál á endann, þræðið í brugðnu lykkjurnar og geymið þær sléttu á prjóninum. Gerið þetta út umf og herðið vel að. Gætið þess að slíta ekki endann, snúið aðeins upp á þráðinn þá verður hann sterkari. Þræðið síðan í sléttu lykkjurnar og herðið vel að og stingið svo endanum yfir á rönguna og gangið frá endanum, og eins frá endanum við uppfitina.

Þvoið húfuna í volgu vatni og leggið til þerris.

Á þessa húfu er upplagt að setja dúsk.

Skylt efni: húfa

Salka Valka-húfan
Hannyrðahornið 29. nóvember 2022

Salka Valka-húfan

Grunnuppskrift fyrir húfu úr Huldubandi frá www. uppspuni.is, líka kjörin til þe...

Skógarfjör
Hannyrðahornið 4. nóvember 2022

Skógarfjör

Fallegir jólalegir sokkar prjónaðir úr Drops Nord

Benjamína-vettlingar
Hannyrðahornið 1. nóvember 2022

Benjamína-vettlingar

Munstrið á þessum vettlingum er innblásið af minni fyrstu lopapeysuhönnun sem he...

Eyrnaband með fölskum köðlum
Hannyrðahornið 18. október 2022

Eyrnaband með fölskum köðlum

Fallegt og einfalt eyrnaband fyrir börn prjónað með fölskum kaðli úr DROPS M...

Húfa með dúski
Hannyrðahornið 4. október 2022

Húfa með dúski

Húfan er í þremur stærðum og upplagt er að setja á hana dúsk

Súkkulaðitoppur
Hannyrðahornið 20. september 2022

Súkkulaðitoppur

Klassísk garðaprjónshúfa á börn, prjónuð úr DROPS BabyMerino. Stykkið er ...

Ullarvikupeysa 2022
Hannyrðahornið 6. september 2022

Ullarvikupeysa 2022

Prjónað er úr plötulopanum tvöföldum. Bolur og ermar eru prjónuð í hring.

Taumvettlingar
Hannyrðahornið 18. ágúst 2022

Taumvettlingar

Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands hefur þjóð...