Hannyrðahornið 13. janúar 2020

Hlý vetrarhúfa

Handverkskúnst
Prjónuð húfa með áferð og dúsk, hálsklútur með kögri úr DROPS Eskimo. 
 
Stærð: 
S/M – M/L.
 
Höfuðmál: ca 54/56 – 56/58 cm.
 
Efni: DROPS ESKIMO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki E)
150-150 g litur 85, karrí
50 g litur 57, sæblár
 
PRJÓNFESTA:
11 lykkjur á breidd og 15 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.
11 lykkjur á breidd og 18 umferðir á hæð með mynstri A.1 = 10 x 10 cm.
 
PRJÓNAR: DROPS HRINGPRJÓNAR NR 7: lengd 40 cm fyrir stroff.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 8: lengd 40 cm.
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 8.
 
Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3.
 
Úrtaka (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 64 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 10) = 6,4. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna til skiptis 5. og 6. hverja lykkju og 6. og 7. hverja lykkju slétt saman.
 
HÚFA: Fitjið upp 64 (68) lykkjur á hringprjón nr 7 með Eskimo. Tengið í hring, setjið prjónamerki sem marker upphaf umferðar og prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 11 cm. Skiptið yfir á hringprjón nr 8. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10-12 lykkjur jafnt yfir = 54 (56) lykkjur. Prjónið A.1 hringinn í 13 (14) cm – stillið af að endað sé eftir síðustu umferð í mynsturteikningu. Nú byrjar úrtakan: Prjónið 0 (2) lykkjur með mynstri A.1 eins og áður, *A.2 (= 11 lykkjur), A.3 (= 7 lykkjur)*, prjónið frá *-* alls 3 sinnum á breidd. Þegar mynsturteikningin hefur verið prjónuð til loka á hæðina, eru 18 (20) lykkjur eftir í umferð. Prjónið 1 umferð slétt þar sem prjónaðar eru 2 og 2 lykkjur slétt saman = 9 (10) lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Húfan mælist ca 32 (33) cm. Dúskur: Gerið lausan og stóran dúsk ca 12 cm að þvermáli með 6 þráðum karrý og 1 þræði sæblár. Saumið dúskinn niður efst á húfuna.
 
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
 
Erlent