Hannyrðahornið 26. febrúar 2020

Hekluð karfa

Handverkskúnst

Hvernig væri að hekla sér körfur undir hekl- og prjónaverkefnin? Eða skella hekluðum körfum inn á bað, í eldhúsið eða bústaðinn.

Þessar skemmtilegu körfur eru heklaðar Drops Eskimo sem er gróft garn, notuð er stór nál og því fljótheklaðar. Drops Eskimo er á 30% afslætti hjá okkur í Handverkskúnst allan febrúar, er fáanlegt í yfir 50 litbrigðum og hentar vel til þæfingar.

Uppskriftina er einnig að finna á vef Garnstudio og er hún þar í tveimur stærðum.

Stærð: Þvermál ca 30 cm, hæð ca 17 cm.
Garn: Drops Eskimo, fæst á www.garn.is
- Beige nr. 48: 250 g
- Lime nr. 35: 100 g

Heklunál: 6 mm
Heklfesta: 12 stuðlar og 6 umferðir = 10 x 10 cm.
Mynstur nr. ee-550.

Hekl leiðbeiningar: Í byrjun hverrar umf með fl, skiptið út fyrstu fl með 1 ll, umf endar á 1 kl í 1. ll frá byrjun umf. Í byrjun hverrar umf með st, skiptið út fyrsta st með 3 ll, umf endar á kl í 3. ll frá byrjun umf.
Skammstafanir á hekli: ll – loftlykkja, kl – keðjulykkja, fl – fastalykkja, st - stuðull

Uppskriftin:
Stykkið er heklað í hring. Byrjað er á að hekla botninn.

Með beige lit, heklið 2 ll.

1. umf: Heklið 6 fl í 2. ll frá heklunálinni – MUNIÐ heklleiðbeiningar.
2. umf: Heklið 2 fl í hverja fl = 12 fl.
3. umf: Heklið *1 fl í næstu fl, heklið 2 fl í næstu fl*, endurtakið frá *-* út umf = 18 fl.
Munið að passa upp á heklfestuna.
4. umf: Heklið *1 fl í næstu 2 fl, heklið 2 fl í næstu fl*, endurtakið frá *-* út umf = 24 fl.
5. umf: Heklið *1 fl í næstu 3 fl, heklið 2 fl í næstu fl*, endurtakið frá *-* út umf = 30 fl.
6-16. umf: Haldið áfram að auka út um 6 fl í hverri umf með því að hekla 1 fl fleiri fyrir hverja útaukningu = 96 fl í umf.

Heklið nú körfuna þannig:
1. umf: Heklið 1 st í hverja fl – MUNIÐ heklleiðbeiningar = 96 st.
2. umf: Heklið 1 ll, *1 frambrugðinn st í kringum næstu 4 st, 1 afturbrugðinn st í kringum næstu 4 st*, endurtakið frá *-* út umf.
3. umf: Heklið eins og í umf 2.
4. umf: Heklið 1 ll, *1 afturbrugðinn st í kringum næstu 4 st, 1 frambrugðinn st í kringum næstu 4 st *, endurtakið frá *-* út umf.
5. umf: Heklið eins og í umf 4.

Endurtakið umf 2-5 einu sinni til viðbótar. Skiptið um lit. Heklið með lime lit eina endurtekningu til viðbótar (= 4 umferðir), þá ætti karfan að mælast ca 16 cm á hæð.

Síðasta umferðin á körfunni er kantur, þá er heklað 1 fl í hvern st og er aðeins heklað í aftari hluta lykkjunnar


Heklkveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is