Hannyrðahornið 08. júlí 2020

Haustpeysa

Handverkskúnst
Þessi er tilvalin í útileguna eða fyrir haustið. Peysan er prjónuð með gatamynstri og hringlaga berustykki, úr 1 þræði af DROPS Eskimo eða 2 þráðum af DROPS Air. Báðar garntegundir fást hjá Handverkskúnst.  
 
Stærðir:  S (M) L (XL) XXL (XXXL)
   Yfirvídd: 88 (98) 110 (120) 130 (142) cm.
 
Garn:  DROPS Eskimo
   Rauður nr 08: 550 (650) 700 (750) 850 (900) g
Eða notið:
DROPS Air
Hindber nr 25: 400 (450) 500 (500) 600 (600) g 
 
Prjónar: Sokka- og hringprjónar 40 og 80 cm, nr 7 og 8 – eða þá stærð sem þarf til að 11 lykkjujr  og 15 umf í sléttu prjóni verði 10x10 cm.
 
PERLUPRJÓN (prjónað í hring):
Umferð 1: 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið
Umferð 2: 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt
Endurtakið umf 1 og 2.
 
Fram- og bakstykki: Fitjið upp 102 (114) 126 (144) 156 (168) lykkjur á hringprjón nr 7 með 1 þræði Eskimo eða 2 þráðum Air. Tengið í hring, setjið prjónamerki sem markar upphaf umferðar, prjónið stroff þannig: *3 lykkjur slétt, 3 lykkjur perluprjón – sjá skýringu að ofan*, endurtakið frá *-* þar til prjónaðar hafa verið 7 umf. Skiptið yfir á hringprjón nr 8 og prjónið 2 umf slétt, þar sem í fyrstu umf er fækkað um 6 (6) 6 (12) 12 (12) lykkjur jafnt yfir = 96 (108) 120 (132) 144 (156) lykkjur. Prjónið áfram slétt prjón þar til stykkið mælist 33 (34) 35 (37) 38 (39) cm, prjónið nú þannig: prjónið fyrstu 21 (24) 27 (30) 33 (36) lykkjurnar (= hálft bakstykki), fellið af næstu 6 lykkjur (= handvegur), prjónið næstu 42 (48) 54 (60) 66 (72) lykkjur (= framstykki), fellið af næstu 6 lykkjur (= handvegur), prjónið næstu 21 (24) 27 (30) 33 (36) lykkjurnar (= hálft bakstykki). Geymið stykkið og prjónið ermar.
 
 
Ermi: Fitjið upp 30 (30) 30 (30) 36 (36) lykkjur á sokkaprjóna nr 7 með 1 þræði af Eskimo eða 2 þráðum af Air. Prjónið stroff þannig: 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur perluprjón – sjá skýringu að ofan*, endurtakið frá *-* þar til prjónaðar hafa verið 7 umf. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 8. Prjónið slétt prjón, JAFNFRAMT í fyrstu umf er lykkjufjöldinn jafnaður í 28 (28) 32 (32) 36 (36) lykkjur.  Þegar stykkið mælist 10 cm er aukið út um 1 lykkju í uphafi og enda umferðar, endurtakið útaukningu með 8 (8) 6 (6) 5 (5) cm millibili 3 (3) 4 (4) 5 (5) sinnum til viðbótar = 36 (36) 42 (42) 48 (48) lykkjur. Þegar ermin mælist 41 cm í öllum stærðum eru felldar af 6 lykkjur mitt undir ermi (þ.e.a.s. 3 lykkjur í upphafi umf og 3 lykkjur í enda umf) = 30 (30) 36 (36) 42 (42) lykkjur á prjóninum. Prjónið aðra ermi eins.
 
 
Berustykki: Sameinið ermar og bol á hringprjón nr 8 = 144 (156) 180 (192) 216 (228) lykkjur. Prjónið 0 (1) 2 (3) 4 (5) umf slétt, JAFNFRAMT í fyrstu umf er lykkjufjöldinn jafnaður í 144 (160) 176 (192) 208 (224) lykkjur. Prjónið mynstur A.2 (= 16 l) 9 (10) 11 (12) 13 (14) sinnum í umf. Þegar allt A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 63 (70) 77 (84) 91 (98) lykkjur á prjóninum. Prjónið nú 2 umf slétt og fækkið um 15 (20) 25 (30) 35 (40) lykkjur jafnt yfir = 48 (50) 52 (54) 56 (58) lykkjur.
 
Hálsmál: Skipti yfir á hringprjóna nr 7 og prjónið A.1 hringinn. Þegar A.1 er prjónað til loka á hæðina er fellt af með sl yfir sl og br yfir br lykkjur.
 
Frágangur: Saumið saman op undir ermum, gangið frá endum, þvoið flíkina og leggið til þerris.
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is