Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Eyrnaband með fölskum köðlum
Hannyrðahornið 18. október 2022

Eyrnaband með fölskum köðlum

Höfundur: Mæðgurnar í Handverkskúnst - www.garn.is

Fallegt og einfalt eyrnaband fyrir börn prjónað með fölskum kaðli úr DROPS Merino Extra Fine.

DROPS Design: Mynstur me-082-bn Stærðir: 2 (3/5) 6/9 (10/12) ára

Höfuðmál: ca 48/50 (50/52) 52/54 (54/56) cm

Garn: DROPS MERINO EXTRA FINE (fæst í Handverkskúnst) litur á mynd, ametist nr 36: 50 (50) 100 (100) g

Prjónar: Sokkaprjónar nr 4 og kaðlaprjónn

Prjónfesta: 21 lykkja x 28 umferðir = 10 x 10 cm.

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð.

EYRNABAND - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:

Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að aftan og saumað saman í lokin.

EYRNABAND:

Fitjið upp 30 (30) 36 (36) lykkjur á prjón nr 4 með DROPS Extra Fine. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan. Prjónið nú mynstur þannig: Prjónið mynsturteikningu A.1 – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð.

Haldið áfram með mynstur A.1. Prjónið þar til stykkið mælist 221⁄2 (231⁄2) 24 (241⁄2) cm (= helmingur af heildar lengd, mátaðu e.t.v. eyrnabandið og prjónaðu að óskaðri lengd). Nú er gerður kaðall fyrir miðju að framan á eyrnabandi þannig: Setjið fyrstu 15 (15) 18 (18) lykkjur á kaðlaprjón, prjónið þær 15-15-18-18 lykkjur sem eftir eru á prjóni. Prjónið síðan 15 (15) 18 (18) lykkjur af kaðlaprjóni. Haldið áfram fram og til baka með mynstur A.1 eins og áður þar til stykkið mælist ca 45 (47) 48 (49) cm – stykkið á að vera jafn langt hvoru megin við kaðal. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. Saumið eyrnabandið mitt að aftan, saumið innan við uppfitjunarkantinn og affellingarkantinn. Festið þráðinn.

Prjónakveðja, Mæðgurnar í Handverkskúnst - www.garn.is

Skylt efni: eyrnaband

Salka Valka-húfan
Hannyrðahornið 29. nóvember 2022

Salka Valka-húfan

Grunnuppskrift fyrir húfu úr Huldubandi frá www. uppspuni.is, líka kjörin til þe...

Skógarfjör
Hannyrðahornið 4. nóvember 2022

Skógarfjör

Fallegir jólalegir sokkar prjónaðir úr Drops Nord

Benjamína-vettlingar
Hannyrðahornið 1. nóvember 2022

Benjamína-vettlingar

Munstrið á þessum vettlingum er innblásið af minni fyrstu lopapeysuhönnun sem he...

Eyrnaband með fölskum köðlum
Hannyrðahornið 18. október 2022

Eyrnaband með fölskum köðlum

Fallegt og einfalt eyrnaband fyrir börn prjónað með fölskum kaðli úr DROPS M...

Húfa með dúski
Hannyrðahornið 4. október 2022

Húfa með dúski

Húfan er í þremur stærðum og upplagt er að setja á hana dúsk

Súkkulaðitoppur
Hannyrðahornið 20. september 2022

Súkkulaðitoppur

Klassísk garðaprjónshúfa á börn, prjónuð úr DROPS BabyMerino. Stykkið er ...

Ullarvikupeysa 2022
Hannyrðahornið 6. september 2022

Ullarvikupeysa 2022

Prjónað er úr plötulopanum tvöföldum. Bolur og ermar eru prjónuð í hring.

Taumvettlingar
Hannyrðahornið 18. ágúst 2022

Taumvettlingar

Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands hefur þjóð...