Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Botna – ullarpils
Hannyrðahornið 6. ágúst 2021

Botna – ullarpils

Höfundur:  Anna Dóra Jónsdóttir

Lopinn í pilsinu er alíslenskur, í sauðalitunum, og í honum er sérvalin lambsull.

Stærðir og mittismál: xsmall 60 cm, small 64 cm, medium 70 cm, large 80 cm og xlarge 86 cm.                                       

Efni og áhöld: 60 cm hringprjónar nr 4 og nr 5.                                                                                                                             

Aðallitur 120-200 gr tvöfaldur þingborgarlopi, meira ef pilsið á að vera síðara.                                                          

Munsturlitur 20 gr Slettuskjótt, litaður tvöfaldur Þingborgarlopi eða Dóruband, litað tvíband.                                      

Fytja upp 112-120-128-136-144 lykkjur á 60 cm hringprjón nr 4, prjóna stroff 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið ca 5 cm, skipta yfir á hringprjón nr 5 og prjóna slétt samkvæmt munstri. Setja merki í hliðar, þ.e. merki 1í byrjun umferðar og merki 2 eftir 56-60-64-68-72 lykkjur.

Prjóna síðan áfram þar til pils mælist 16-20 cm, þá eru prjónaðar styttri umferðir á bakhluta þannig: prjóna þar til 5 lykkjur eru eftir að merki 1, sem er í byrjun umferðar, snúa röngunni að sér og passa að bandið sé fyrir framan, snúi að manni, taka 1 lykkju af vinstri prjón yfir á hægri prjón, þá færist bandið líka yfir á hægri prjón, og setja bandið yfir prjóninn, afturfyrir, þá er eins og lykkjn sé tvöföld, þetta prjónast saman seinna og varnar því að gat myndist, prjóna brugðið þar til 5 lykkjur eru eftir að merki 2, snúa réttunni að sér og gera eins og áður, hafa bandið fyrir framan og setja 1 lykkju af vinstri prjón yfir á hægri prjón og færa bandið yfir prjóninn og prjóna síðan slétt þar til 5 lykkjur eru eftir að fyrst snúningi, gert eins og áður, snúa, færa lykkju, bandið yfir og prjóna brugðið þar til 5 lykkjur eru eftir að fyrsta snúningi í hinni hliðinni, gert eins og áður, snúa, færa lykkju, bandið yfir og prjóna slétt til baka og gera eins og áður, snúa þegar 5 lykkjur eru eftir í síðasta snúning, færa lykkju, bandið yfir og prjóna brugðið og snúa þegar 5 lykkjur eru eftir í síðasta snúning færa lykkju, bandið yfir og prjóna slétt til baka og er þá búið að snúa samtals 6 sinnum, þrisvar sinnum í hvorri hlið, prjóna áfram í hring, passa að prjóna saman bæði böndin þar sem var snúið.

Hægt er að nálgast kennslyndband um stuttar umferðir á youtube .com, “german short rows”.

Prjóna slétt áfram þar til pils mælist ca 30 cm (mælt á framstykki) smekksatriði hvað pilsið á að vera sítt, Tekið úr í næstu umferð þannig:* prjóna 6 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman* endurtakata frá * til* út umferð, prjóna 2 umferðir slétt, skipta yfir á prjóna nr 4 og prjóna stroff 2 lykkjur sléttar og 2 lykkjur brugðnar, 5-10 cm, fella laust af og ganga frá endum. Þvo pilsið í höndum og leggja flatt til að þorna.                   

Skylt efni: íslenskur lopi

Dominik herravettlingar
Hannyrðahornið 25. ágúst 2021

Dominik herravettlingar

Byssuvettlingar (veiðivettlingar – símavettlingar).

Botna – ullarpils
Hannyrðahornið 6. ágúst 2021

Botna – ullarpils

Lopinn í pilsinu er alíslenskur, í sauðalitunum, og í honum er sérvalin lambsull...

Sokkaskór á börnin
Hannyrðahornið 5. júlí 2021

Sokkaskór á börnin

Prjónaðar tátiljur með gata­mynstri fyrir börn úr Drops Flora.

Hipsumhaps-sjal
Hannyrðahornið 21. júní 2021

Hipsumhaps-sjal

Hannaðu þitt eigið sjal eftir „Hipsum-haps“ aðferðinni: auðveld leið til að prjó...

Rondane poncho
Hannyrðahornið 7. júní 2021

Rondane poncho

Fallegt poncho sem tilvalið er að hafa við hendina í sumar. Prjónað úr DROPS Par...

Ullarvikuhúfa
Hannyrðahornið 25. maí 2021

Ullarvikuhúfa

Nokkrir uppskriftahönnuðir hafa sammælst um að senda uppskriftir í Bændablaðið s...

Mikil gróska í félagsstarfi ullarvinnsluhópa og ýmis tækifæri eru í nýtingu hráefnisins
Hannyrðahornið 11. maí 2021

Mikil gróska í félagsstarfi ullarvinnsluhópa og ýmis tækifæri eru í nýtingu hráefnisins

Á dögunum var haldinn fyrsti Evrópski ullardagurinn. Ísland tók þátt í viðburðin...

Fallegt prjónavesti
Hannyrðahornið 28. apríl 2021

Fallegt prjónavesti

Vesti eru vinsæl í dag og notuð við öll tilefni. Þetta fallega vesti er prjónað ...