Hannyrðahornið 05. maí 2020

Barnateppið Baby Diamonds

Handverkskúnst
Barnateppi eru alltaf vinsæl hvort sem er til gjafar eða eigin nota. Þetta fallega teppi er prjónað með gataprjóni. 
 
Stærðir: 47x52 (65x80) cm.
 
Garn: DROPS Merino Extra Fine (fæst í Handverkskúnst): Gráblár nr 23: 200 (300) g
 
Prjónfesta: 20 lykkjur x 26 umferðir = 10 x 10 cm.
 
Prjónar: Hringprjónn 60-80 cm langur nr 4,5.
 
Garðaprjón: (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
 
TEPPI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna.
 
Uppskrift: Fitjið upp 94 (130) lykkjur á hringprjón nr4,5. Prjónið mynstur þannig: 2 kantlykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir, 2 kantlykkjur garðaprjón. Haldið áfram fram og til baka svona. Í síðustu umferð með sléttum lykkjum frá röngu, fækkið um 1 (5) lykkjur jafnt yfir umferð = 93 (125) lykkjur.
 
Nú er mynstrið prjónað þannig: 2 kantlykkjur garðaprjón, A.2a yfir næstu 9 lykkjur, A.2b yfir næstu 72-104 lykkjur (= 9 (13) mynstureiningar með 8 lykkjum), A.2c yfir næstu 8 lykkjurnar, 2 kantlykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 45 (73) cm – stillið af þannig að endað sé eftir 8. umferð eða 16. umferð í mynsturteikningu.
 
Prjónið nú mynstur þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir, 2 kantlykkjur garðaprjón, jafnframt í 3. umferð er aukið út um 1 (5) lykkjur jafnt yfir umferð = 94 (130) lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, fellið af með brugðnum lykkjum frá réttu.
 
 
 
Prjónakveðja
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is