Hannyrðahornið 20. júlí 2020

Alvira púðaver

Handverkskúnst
Þetta fallega púðaver er prjónað með gatamynstri.  
 
Stærð: 47x45 cm (púðaverið passar fyrir púða í stærð 50x50 cm, það er fallegra ef það strekkist aðeins á verinu)
 
Garn: Drops Flora (fæst í Handverkskúnst: 250 gr
 
Prjónar: Hringprjónn 80 cm, nr 3 eða þá stærð sem þarf til að 24 lykkjur í sléttu prjóni = 10 cm.
 
Garðaprjón (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.
Púðaver: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón. Fitjið upp 224 lykkjur á hringprjón nr 3 með Flora. Tengið í hring og setjið prjónamerki sem markar upphaf umferðar. Prjónið 4 umferðir garðaprjón – sjá útskýringu að ofan. Setjið 1 prjónamerki eftir 112 lykkjur = stykkinu skipt í fram- og bakhlið. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Prjónið síðan mynstur eftir mynsturteikningu A.1 (= 16 mynstureiningar með 14 lykkjum). Haldið áfram með þetta mynstur. Þegar stykkið mælist ca 44 cm – stillið af eftir 14. eða 28. umferð í mynsturteikningu, prjónið 4 umferðir garðaprjón. Fellið af – Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með prjónum sem eru ½ númeri grófari.
 
 
 
Frágangur: Brjótið uppá stykkið við prjónamerkin. Saumið efri kantinn saman kant í kant í ystu lykkjubogana. Setjið púða í verið og saumið síðan neðri kantinn saman.
 
 
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is