Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mikill skortur á nautakjöti fyrir tíu árum
Gamalt og gott 8. september 2016

Mikill skortur á nautakjöti fyrir tíu árum

Í Bændablaðinu 12. september fyrir tíu árum er fjallað um alvarlegan nautakjötsskort. Rætt er við Hermann Árnason, stöðvarstjóra hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi, sem segir að allt árið hafi verið erfitt að fá nautgripi til slátrunar - ekki síst kýr.

„Nú mega bændur framleiða eins og þeir geta af mjólk og þá er hver kýr látin mjólka lengur en áður, meðan kvótinn réð ríkjum,“ segir hann. 

Í fréttinni segir hann ennfremur að nautgriparækt sé aðeins að taka við sér aftur eftir að hún hafi nánast lagst af þegar verð nautakjöts var hvað lægst. Á þessu ári hafi töluvert af nautakjöti verið flutt inn því íslenska framleiðslan anni ekki eftirspurn á markaðnum enda hafi nautakjötsframleiðsla stórminnkað. Það hafi verið gengið alltof langt í að fækka nautum til slátrunar og ekki síst nú þegar kýr fáist ekki heldur.

Hermann bendir á að búsháttabreytingar hafi líka sitt að segja. Kúabúunum er að fækka en þau sem eftir eru stækka. Þá eru bændur ekki með nautaeldi meðfram mjólkurframleiðslunni eins og áður. Vegna þessa skorts á nautakjöti hefur verð til bænda hækkað umtalsvert. 

Einnig er rætt við Reyni Eiríksson, framleiðslustjóra Norðlenska, í umfjölluninni. Hann tekur undir með Hermanni með að mikill skortur hafi verið allt árið vegna þess að framleiðslan hafi dregist saman. ,,Ef við horfum á tölur frá fyrstu sjö mánuðum þessa árs hefur nautakjötsframleiðslan dregist saman um 16% frá sama tíma 2005 og í tonnum talið eru það um 300 tonn. Framleiðslan fór niður fyrir tveimur árum þegar verðið var hvað lægst og framleiðslan hefur ekki farið upp aftur nema hvað minna var drepið af kálfum í fyrra þegar verðið fór upp aftur. Þeir eru þó ekki komnir inn í framleiðsluna og hversu mikið menn settu á skal ég ekki segja um,“ sagði Reynir. Hann segist hafa heyrt að það nautakjöt sem verið sé að flytja inn sé afar misjafnt að gæðum og að frosnar nautalundir hafi jafnvel verið orðnar tveggja ára.“

Á vefnum timarit.is má nálgast gömul tölublað Bændablaðsins á stafrænu formi.

Vorverkin í Eyjafjarðarsveit hófust mánuði fyrr en undanfarin ár
Gamalt og gott 23. mars 2022

Vorverkin í Eyjafjarðarsveit hófust mánuði fyrr en undanfarin ár

Í lok marsmánaðar fyrir tíu árum var sagt frá því á forsíðu Bændablaðsins að vor...

Yfirvofandi nautakjötsskortur árið 2002
Gamalt og gott 26. janúar 2022

Yfirvofandi nautakjötsskortur árið 2002

Í byrjun árs 2002 birtist á forsíðu Bændablaðsins frétt um að yfirvofandi væri n...

Endurunnið úrgangsvax til framleiðslu á útikertum
Gamalt og gott 15. desember 2021

Endurunnið úrgangsvax til framleiðslu á útikertum

Á forsíðu jólablaðs Bændablaðsins fyrir fimm árum var sagt frá fyrirtækinu Plast...

Hrútasýning fjárræktarfélaganna í Öxarfirði og Þistilfirði
Gamalt og gott 3. nóvember 2021

Hrútasýning fjárræktarfélaganna í Öxarfirði og Þistilfirði

Sameiginleg hrútasýning fjárræktarfélaganna í Öxarfirði og Þistilfirði var haldi...

Metár í sauðfjárafurðum haustið 2000
Gamalt og gott 26. ágúst 2021

Metár í sauðfjárafurðum haustið 2000

Á forsíðu Bændablaðsins þriðjudaginn 16. janúar 2001 er grein frá uppgjöri haust...

Kartöflubændur ganga í Samband garðyrkjubænda
Gamalt og gott 27. maí 2021

Kartöflubændur ganga í Samband garðyrkjubænda

Í tíunda tölublaði Bændablaðsins árið 2001, í lok maí, er greint frá því að Land...

Búnaðargjald dæmt ólögmætt
Gamalt og gott 10. mars 2021

Búnaðargjald dæmt ólögmætt

Í 21. tölublaði Bændablaðsins árið 2011, þann 24. nóvember, er forsíðufrétt um a...

Díoxínmálið í Skutulsfirði
Gamalt og gott 18. janúar 2021

Díoxínmálið í Skutulsfirði

Í fyrsta tölublaði Bændablaðsins fyrir tíu árum, árið 2011, var díoxínmálið svok...