Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hvað varð um rifna kindakjötið?
Gamalt og gott 27. júlí 2016

Hvað varð um rifna kindakjötið?

Á forsíðunni 11. júlí árið 2000 er mynd skartað frá Landsmóti hestamanna í Víðidal, sem þá var nýafstaðið. Aðalumfjöllunarefni forsíðunnar er hins vegar verðmætaaukning landbúnaðarafurða - og einkum sauðfjárafurða. 

Þannig er rætt við Örn Bergsson, þáverandi stjórnarmann í Bændasamtökum Íslands, þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að brýnt sé að koma á fót útflutningsmiðstöð landbúnaðarins. Ástæðulaust sé að framleiðendur séu að keppa sín á milli og selja á sömu markaðina. Það hafi leitt til þess að verð á kindakjöti hafi lækkað um 30 kr/kg. 

Þá er einnig á þessari forsíðu sagt frá vöruþróun úr kindakjöti sem Matvælarannsóknir Keldnaholts og Sláturfélag Suðurlands áttu í samstarfi um. Um rifið kindakjöt var að ræða (shredded meat), en í fréttinni kom fram að kindakjöt væri talið henta vel í þessa framleiðslu vegna þess hversu bragðmikið það sé.

Er þess getið að slíkar vörur njóti mikilla vinsælda erlendis, einkum meðal ungs fólks. Framleiðsla á rifnu kjöti byggist á því að soðið kjöt er sundurgreint í bein, sinar, fitu og vöðvaþræði. „Vöðvaþræðirnir eru notaðir sem grunnhráefni, sósu blandað saman við þá og þá er varan tilbúin. Þessi framleiðsla er notuð sem fylling í brauð, svo sem hamborgara-, pítu- eða samlokubrauð.“

Í fréttinni kemur fram að sumarið 2000 var aðeins boðið upp á rifið kjöt á tveimur veitingastöðum í Reykjavík og á hvorugum þeirra var hráefnið kindakjöt.

Lesa má þetta tölublað Bændablaðsins á vefnum timarit.is:

13. tbl. 2000

 

Vorverkin í Eyjafjarðarsveit hófust mánuði fyrr en undanfarin ár
Gamalt og gott 23. mars 2022

Vorverkin í Eyjafjarðarsveit hófust mánuði fyrr en undanfarin ár

Í lok marsmánaðar fyrir tíu árum var sagt frá því á forsíðu Bændablaðsins að vor...

Yfirvofandi nautakjötsskortur árið 2002
Gamalt og gott 26. janúar 2022

Yfirvofandi nautakjötsskortur árið 2002

Í byrjun árs 2002 birtist á forsíðu Bændablaðsins frétt um að yfirvofandi væri n...

Endurunnið úrgangsvax til framleiðslu á útikertum
Gamalt og gott 15. desember 2021

Endurunnið úrgangsvax til framleiðslu á útikertum

Á forsíðu jólablaðs Bændablaðsins fyrir fimm árum var sagt frá fyrirtækinu Plast...

Hrútasýning fjárræktarfélaganna í Öxarfirði og Þistilfirði
Gamalt og gott 3. nóvember 2021

Hrútasýning fjárræktarfélaganna í Öxarfirði og Þistilfirði

Sameiginleg hrútasýning fjárræktarfélaganna í Öxarfirði og Þistilfirði var haldi...

Metár í sauðfjárafurðum haustið 2000
Gamalt og gott 26. ágúst 2021

Metár í sauðfjárafurðum haustið 2000

Á forsíðu Bændablaðsins þriðjudaginn 16. janúar 2001 er grein frá uppgjöri haust...

Kartöflubændur ganga í Samband garðyrkjubænda
Gamalt og gott 27. maí 2021

Kartöflubændur ganga í Samband garðyrkjubænda

Í tíunda tölublaði Bændablaðsins árið 2001, í lok maí, er greint frá því að Land...

Búnaðargjald dæmt ólögmætt
Gamalt og gott 10. mars 2021

Búnaðargjald dæmt ólögmætt

Í 21. tölublaði Bændablaðsins árið 2011, þann 24. nóvember, er forsíðufrétt um a...

Díoxínmálið í Skutulsfirði
Gamalt og gott 18. janúar 2021

Díoxínmálið í Skutulsfirði

Í fyrsta tölublaði Bændablaðsins fyrir tíu árum, árið 2011, var díoxínmálið svok...