Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hrútasýning fjárræktarfélaganna í Öxarfirði og Þistilfirði
Gamalt og gott 3. nóvember 2021

Hrútasýning fjárræktarfélaganna í Öxarfirði og Þistilfirði

Sameiginleg hrútasýning fjárræktarfélaganna í Öxarfirði og Þistilfirði var haldin 25. október árið 2011 og var greint frá þeim viðburði á forsíðu 20. tölublaðs Bændablaðsins árið 2011.

Hrútasýningin var haldin í fjárhúsum þeirra bræðra Rúnars og Sigþórs Þórarinssona í Sandfellshaga 1. Þar voru mættir um 50 veturgamlir hrútar og 18 lambhrútar. Á forsíðumyndinni eru þrír efstu í flokkum veturgamalla; 1. sæti talið frá hægri: Fjarki 10-150 frá Sandfellshaga 2, faðir Búri 09-165. Fjarki er félagseign þeirra í Hagalandi, Garði, Kollavík og Gunnarsstöðum og það er Gunnar Þóroddsson Hagalandi sem heldur í hrútinn. - 2. sæti Safír 10-264 úr Flögu, faðir Grábotni 06-833, það er Ómar Reynisson einn eigenda hans sem heldur í hann. - 3. sæti Eiki 10-155 frá Bjarnastöðum, faðir Loki 09-607, það er Halldór Olgeirsson eigandi hans sem heldur í hann.

Nánar má fræðast um hrútasýninguna á blaðsíðu 7, í 20. tölublaðinu árið 2011.  

Verðlaunagripir á kúasýningu
Gamalt og gott 5. apríl 2024

Verðlaunagripir á kúasýningu

Þann 31. ágúst 2002 var haldin kúasýningin Kýr 2002 í Ölfushöllinni. Þan...

Páskaeggjaframleiðslan á fullu
Gamalt og gott 28. mars 2024

Páskaeggjaframleiðslan á fullu

Árið 1979 voru framleidd tæplega fjögur hundruð þúsund páskaegg hérlendis, Íslen...

Mjólkurpóstur á Laugavegi
Gamalt og gott 22. janúar 2024

Mjólkurpóstur á Laugavegi

Mjólkurpóstur á Laugavegi í Reykjavík er myndin titluð og er frá árinu 1949. Þjó...

Heyflutningar
Gamalt og gott 12. desember 2023

Heyflutningar

Í mars það herrans ár 1966 stóðu pallbílar, fullfermdir af heyi við Bændahöllina...

Ullarflíkur frá Álafossi
Gamalt og gott 28. nóvember 2023

Ullarflíkur frá Álafossi

Hér sjást ullarflíkur frá Álafossi. Mynd tekin fyrir búnaðarblaðið Frey árið 198...

Kornskurður á Búlandi
Gamalt og gott 15. nóvember 2023

Kornskurður á Búlandi

Kornskurður á Búlandi í Austur-Landeyjum haustið 1981. Mynd sem birtist í þriðja...

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917
Gamalt og gott 31. október 2023

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917

MR búðin, Mjólkurfélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917 og hefur selt í gegnum...

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“
Gamalt og gott 17. október 2023

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“

Mynd úr safni Bændasamtakanna. Með henni fylgir vélritaður miði sem á stendur: „...