Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Búnaðargjald dæmt ólögmætt
Mynd / Skjáskot / Tímarit.is
Gamalt og gott 10. mars 2021

Búnaðargjald dæmt ólögmætt

Höfundur: smh

Í 21. tölublaði Bændablaðsins árið 2011, þann 24. nóvember, er forsíðufrétt um að unnið sé að tillögum um breytingar á innheimtu búnaðargjalds.

Í inngangi fréttarinnar segir: „Samkvæmt áliti Lagastofnunar Háskóla Íslands bendir margt til að innheimta búnaðargjalds, í því horfi sem nú er, standist ekki ákvæði stjórnarskrárinnar né Mannréttindasáttmála Evrópu um félagafrelsi. Hægt er að fullyrða að innheimta búnaðargjalds sem rennur til búgreinafélaganna standist ekki stjórnarskrá. Þá leikur vafi á að innheimta búnaðargjalds, sem rennur til Bændasamtaka Íslands annars vegar og til búnaðarsambandanna hins vegar, standist að fullu umrædda löggjöf. Þó má færa rök fyrir því að innheimta búnaðargjalds til þessara samtaka geti fallið undir undanþáguákvæði með breytingum en nauðsynlegt er að skoða lagalega stöðu þeirra frekar,“ segir í inngangi forsíðufréttarinnar.

Þetta voru niðurstöður álitsgerðar Lagastofnunar um lögmæti búnaðargjalds, sem Sigurður Líndal lagaprófessor vann að beiðni Bændasamtakanna.

Haft var eftir Haraldi Benediktssyni, þáverandi formanni Bændasamtaka Íslands, að áfram verði unnið í samstarfi við Lagastofnun við að útfæra þær breytingar á lögum um búnaðargjald sem væntanlega þurfi að gera.

Í kjölfar málaferils búnaðargjaldsins, en það var fellt úr gildi 1. janúar 2017 með lagabreytingu, var sem kunnugt er tekið upp nýtt félagsgjald Bændasamtaka Íslands til að standa straum af tekjuöflun inn í félagskerfi bænda.

Sjá nánar á Tímarit.is.

Tilraunastöðin á Sámsstöðum í Fljótshlíð
Gamalt og gott 29. júní 2022

Tilraunastöðin á Sámsstöðum í Fljótshlíð

Myndin frá Tilraunastöðinni á Sámsstöðum í Fljótshlíð, neðan við Fljóts...

Bændaskólinn í Ólafsdal
Gamalt og gott 22. júní 2022

Bændaskólinn í Ólafsdal

Ólafsdalsskólinn var fyrsti bændaskóli á Íslandi og tilgangur með stofnun h...

Vorverkin í Eyjafjarðarsveit hófust mánuði fyrr en undanfarin ár
Gamalt og gott 23. mars 2022

Vorverkin í Eyjafjarðarsveit hófust mánuði fyrr en undanfarin ár

Í lok marsmánaðar fyrir tíu árum var sagt frá því á forsíðu Bændablaðsins að vor...

Yfirvofandi nautakjötsskortur árið 2002
Gamalt og gott 26. janúar 2022

Yfirvofandi nautakjötsskortur árið 2002

Í byrjun árs 2002 birtist á forsíðu Bændablaðsins frétt um að yfirvofandi væri n...

Endurunnið úrgangsvax til framleiðslu á útikertum
Gamalt og gott 15. desember 2021

Endurunnið úrgangsvax til framleiðslu á útikertum

Á forsíðu jólablaðs Bændablaðsins fyrir fimm árum var sagt frá fyrirtækinu Plast...

Hrútasýning fjárræktarfélaganna í Öxarfirði og Þistilfirði
Gamalt og gott 3. nóvember 2021

Hrútasýning fjárræktarfélaganna í Öxarfirði og Þistilfirði

Sameiginleg hrútasýning fjárræktarfélaganna í Öxarfirði og Þistilfirði var haldi...

Metár í sauðfjárafurðum haustið 2000
Gamalt og gott 26. ágúst 2021

Metár í sauðfjárafurðum haustið 2000

Á forsíðu Bændablaðsins þriðjudaginn 16. janúar 2001 er grein frá uppgjöri haust...

Kartöflubændur ganga í Samband garðyrkjubænda
Gamalt og gott 27. maí 2021

Kartöflubændur ganga í Samband garðyrkjubænda

Í tíunda tölublaði Bændablaðsins árið 2001, í lok maí, er greint frá því að Land...