Fólkið sem erfir landið 03. mars 2020

Langar að verða kúabóndi

Herdís Lilja er hress og kát sveitastelpa sem elskar dýr og íþróttir. 
 
Nafn: Herdís Lilja Valdimarsdóttir.
 
Aldur: 15 ára.
 
Stjörnumerki: Steingeit.
 
Búseta: Sólheimar, Sæmundarhlíð, Skagafirði.
 
Skóli: Varmahlíðarskóli.
 
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Stærðfræði og íþróttir.
 
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundurinn minn.
 
Uppáhaldsmatur: Grillað folalda­kjöt.
 
Uppáhaldshljómsveit: Albatross.
 
Uppáhaldskvikmynd: Að temja drekann sinn.
 
Fyrsta minning þín? Þegar ég heimsótti langalangömmu mína á sjúkrahúsinu.
 
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi frjálsar og fimleika.
 
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Mig langar að verða kúabóndi.
 
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Stökk niður af svölunum í íþróttahúsinu.
 
Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt á nýju ári?  Fara á Skólahreysti, áfram Varmahlíðarskóli!
 
Næst » Herdís Lilja skorar á Ísleif Eld Þrastarson, Skagafirði, að svara næst.