Fólkið sem erfir landið 10. mars 2020

Fyrsta minningin úr fjárhúsunum á sauðburði

Ísleifur Eldur er tíu ára gamall og býr að bænum Birkihlíð í Skagafirði ásamt foreldrum sínum, þeim Þresti Heiðari og Ragnheiði Láru og fimm systkinum sínum. 
 
Nafn: Ísleifur Eldur Þrastarson.
 
Aldur: 10 ára.
 
Stjörnumerki: Vatnsberi.
 
Búseta: Birkihlíð.
 
Skóli: Varmahlíðarskóli.
 
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir.
 
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kettlingar.
 
Uppáhaldsmatur: Fiskibollur.
 
Uppáhaldshljómsveit: Dimma.
 
Uppáhaldskvikmynd: The Lord of the Rings.
 
Fyrsta minning þín? Þegar ég var í fjárhúsunum í sauðburði, rétt rúmlega þriggja ára.
 
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, ég æfi fótbolta, körfubolta og fimleika og svo spila ég á trommur.
 
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Bóndi eða smiður.
 
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Fara upp á fjárhúsþak með erlendum ferðamanni sem kíkti í heimsókn og saman teiknuðum við húsið okkar og nýja fjósið.
 
Hvað ætlar þú að gera skemmtilegt í vetur? Fara á skíði.
 
Næst » Ísleifur skorar á Tinnu Björgu Brynjarsdóttur á Bústöðum í Lýtingstaðahreppi í Skagafirði að svara næst.